Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Qupperneq 18
-f r 18 FÖSTUDAQUR 26. FEBRÚAR 2004 Lokstap hjá Nets Lawrence Frank, þjálfari New Jersey Nets, beið sinn fyrsta ósigur í fyrrinótt þeg- ar liðið beið lægri hlut fyrir Minnesota Timberwolves, 81-68. New Jersey Nets hafði unnið fyrstu þrettán leikina undir stjórn Franks en sigurgangan stöðvaðist gegn sterku liði Minnesota sem var drifið áfram af stórleik varamannanna Troy Hudson og Fred Hoi- berg. „Það hata allir að tapa en því miður er það nauð- synlegur raunveruleiki í þessu starfi. Ég var nokkuð viss um að við myndum ekki fara taplausir í gegnum þennan vetur," sagði Frank eftir leikinn. . Sluppu báðir við leikbann Þeir Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, og Ja Ja Bay, KFÍ, sluppu báðir við leikbann þegar aganefnd KKÍ fundaði um brott- rekstur þeirra félaga í leik Keflavíkur og KFÍ síðast- liðið laugardagskvöld. Þeim Gunnari og Bay lenti saman í upphafi seinni hálfleiks með þeim afleiðingum að þeim var vikið úr húsi. * Aganefnd KKÍ vísaði hins vegar kærunum frá, samkvæmt frétt á KKÍ- síðunni, en engin nánari skýring var gefin á því af hverju þeir sluppu við leikbann - sem er venjan þegar slík mál koma upp. Eina tækifærið að sjá Rúnar Á morgun fer fram Bik- * armót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum í fþrótta- miðstöð Bjarkar í Hafnar- firði. Flest af okkar fremsta fimleikafólki í áhaldafim- leikum verður á meðal keppenda. Þetta verður væntanlega eina mótið sem Rúnar Alex- andersson tekur þátt í hér á íslandi í vetur en næstu helgar á eftir mun hann keppa á Heimsbikarmót- um. Bikarmótið er liða- keppni en á sama tíma fer fram Þorramót sem er ein- staklingskeppni og þar bæt- ast við nokkrir einstaklingar * sem ekki eru í liðunum. Sport DV Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður KR, er að eigin sögn á leiðinni til norska liðsins SÍ&1 morgun þar sem hann mun æfa með norska liðinu með samning í huga. Veigar Páll teli aðrir aðilar sem koma að málinu virðast telja hann vera samningsbundinn vesturbæjar KR-ingurinn Veigar Páll Gunnarsson segist vera á leiðinni til norska félagsins Stabæk, félagsins sem hann bafnaði samningi við fyrir jól. Hann hefur ekki skrifað undir KSÍ-samning við KR og er því að eigin mati frjáls ferða sinna. Aðrir eru ekki á sama mál og telja að Stabæk verði að greiða KR fyrir Veigar Páll. Hann hefur ekki rætt við KR-inga þótt hann sé á leiðinni út á morgun en Stabæk hefur sent KR fax þar sem ósskað er eftir viðræðum um Veigar Pál. KR-ingurinn Veigar Páll Gunn- arsson vill ganga til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk. Hann sagði í samtali við DV Sport í gær að hann myndi halda á morgun til La Manga á Spáni, þar sem leikmenn Stabæk dvelja við æfingar, og æfa með liðinu í nokkra daga. Tveggja ára samningur við KR Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Veigar Páll er orðaður við Stabæk en hann fór út til liðsins í fyrrahaust. Þá var honum boðinn samningur en honum hugnaðist hann ekki og ákvað í staðinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við KR í byrjun síðasta mánaðar. Þá sagði hann í viðtali við DV Sport: „Ég fékk tilboð frá Stabæk í Nor- egi sem mér fannst ekki spennandi. Ég lagði dæmið þannig upp að ég gat alveg eins verið hérna heima og unnið með fótboltanum. Samingur- inn sem ég gerði við KR er fínn og ég held að báðir aðilar séu sáttir með hann.“ Eitthvað virðist Veigari Páli hafa snúist hugur í þessu máli enda kom Stabæk með annað og betra tilboð til Veigars Páls, að hans eigin sögn. Nýtt og betra tilboð „Nýja tilboðið frá þeim var mun betra heldur en það fyrra og miklu meira í takt við það sem ég hafði hugsað mér. Ég er búinn að eiga tvö góð ár með KR og er kominn á þann aldur að ég hef gott af því að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Veigar Páll. Veigar Páll skrifaði, eins og áður hefur komið fram, undir tveggja ára launasamning við KR í janúar. Hann hefur hins vegar ekki skrifað undir svokallaðan KSÍ-samning við félagið og það gerir málið ansi flókið, bæði fyrir leikmanninn og félagið. Veigar PálJ sagði í samtali við DV Sport í gær að hann teldi sig geta farið frá KR þar sem hann væri ekki með KSÍ-samning. Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við DV Sport í gær að al- menna reglan væri að ef leikmaður væri eingöngu með launasamning við félag en ekki með KSÍ-samning væri hann laus allra mála. „Það ber þó að líta á að sérhvert mál getur haft ýmsar hliðar sem getur veikt eða styrkt stöðu viðkomandi ein- staklings eða félags,“ sagði Geir sem sagðist ekki geta tjáð sig um mál Veigars Páls og KR þar sem hann þekkti ekki staðreyndir málsins nógu vel. Svona mál kom upp í fyrra þegar markvörðurinn Þórður Þórðarson fór til ÍA frá KA án vandræða, jafnvel þótt hann ætti eftir eitt ár af samningi sínum við Akureyrarliðið, þar sem hann var ekki með undirskrifaðan KSÍ-samning. Ekki talað við okkur Kristinn Kjærnested, stjórnar- maður KR-Sports, sagði í samtali við DV Sport í gær að Veigar Páll væri samningsbundinn KR fram í októ- ber á næsta ári. „Við skrifuðum undir samning við hann þess efnis að hann myndi spila með KR þar til í október 2005 og þess vegna er í hæsta máta óeðlilegt að líta ekki á hann sem leikmann KR. Aðspurður „Nýja tilboðið frá þeim var mun betra heldur en það fyrra og miklu meira í takt við það sem ég hafði hugsað mér. Ég er búinn að eiga tvö góð ár með KR og er kom- inn á þann aldur að ég hefgott afþví að prófa eitthvað nýtt." sagðist Kristinn ekki geta gefið upp ástæðuna fyrir því að Veigar Páil hefði ekki enn skrifað undir KSÍ- samning. Hann sagði að Veigar Páll hefði ekki rætt við KR varðandi fyrirhugaða ferð til Spánar og menn gætu sjálfir dæmt um hvort það væri eðlilegt. Kristinn sagði að menn innan KR-Sports væru ekki farnir að velta fyrir sér hvað þeir vildu fá fyrir Veigar Pál enda væru samninga- viðræður á milli félaganna á byrjunarstigi. Enginn samningur Tom Schelvan, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Stabæk, sagði í samtali við DV Sport í gær að Veigari Páli hefði ekki verið boðinn samningur hjá Stabæk en staðfesti að félagið ætti von á því að hann kæmi út til Spánar til að æfa með liðinu í nokkra daga. Schelvan sagði aðspurður að hann gerði sér grein fyrir því að Veigar Páll væri samningsbundinn KR og að þeir yrðu að komast að samkomulagi um kaupverð. „Við höfum sent þeim fax þar sem fram kemur að við höfum áhuga á leikmanninum en höfum ekki fengið svar ennþá,“ sagði Schelvan. Hann sagði að Veigar Páll væri spennandi leikmaður sem myndi henta Stabæk vel en ítrekaði að það ætti eftir að ná samkomulagi við KR. Fax frá Stabæk Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri KR-Sports, staðfesti í gær að hann hefði móttekið fax frá Stabæk varðandi Veigar Pál. „Við fengum fax frá þeim í gær og sendum svar út í dag. Boltinn er því hjá þeim eins og staðan er nú.“ Arnór Guðjohnsen, umboðs- maður Veigars Páls, sagði í samtali við DV Sport í gær að Veigar Páll væri búinn að ná samkomulagi við Stabæk og að boltinn væri hjá félögunum. „Ég veit ekki hvernig þau mál standa enda er það ekki í mínum verkahring að skipta mér af málum KR og Stabæk. Félögin verða að leysa þau sjálf,“ sagði Arnór. Eftir stendur að Veigar Páll er á leiðinni til Stabæk án þess að hafa fengið leyfi hjá KR sem er að semja við Stabæk um verð á leik- manninum sem telur þó að hann sé ekki samingsbundinn því - öfugt við félagið??? oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.