Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 21
r
DV Sport
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 21
Hnefaleikakappinn Skúli Ármannsson er staðráðinn í að gerast atvinnumaður í hnefaleikum þótt ekki
hafi það gengið í fyrstu atrennu. Hann fékk ekki atvinnuleyfi en kemur heim fljótlega og ætlar þá að
ganga frá öllum pappírum svo hann geti farið aftur utan og uppfyllt draum sinn.
m
0
Hinn stóri og stæðilegi leigubflstjóri úr Mosfellsbæ, Skúli
Ármannsson, er hvergi af baki dottinn þótt honum hafi ekki
tekist að gerast atvinnumaður í hnefaleikum í fyrstu atrennu.
Hann er þessa dagana í Bandaríkjunum en ætlar að snúa heim
aftur, ganga frá sínum málum, og fara svo út aftur með alla
pappíra klára. Þá má Kaninn fara að passa sig á ísmanninum.
Skúli fór út með stóra drauma í
ferðatöskunni 19. janúar síðastliðin.
Áfangastaðurinn var Duluth í
Minnesota þar sem íslandsvinurinn
Chuck Horton ræður ríkjum. Það var
einmitt Horton sem mætti með
strákana sína til íslands þegar ísland
atti kappi við Bandaríkjamenn í
fyrstu opinberu hnefaleika-
keppninni hér á landi í 50 ár.
Horton hreifst mikið af landinu
og ekki síður af íslenskum
hnefaleikamönnum sem síðan hafa
heimsótt hann nokkrum sinnum
enda Horton allur af vilja gerður til
þess að hjálpa íslenskum
hnefaleikamönnum við að uppfylla
draumana sína.
Frekar svekkjandi
„Það var frekar svekkjandi að
þetta skyldi ekki ganga núna,“ sagði
Skúli í samtali við DV Sport frá
Duluth. „Ég kem heim aftur 19. mars
og þá verður allt sett á fullt við að
ganga frá öllum málum svo ég geti
farið aftur út og hafið minn
atvinnumannsferil."
Skúli segist ekki vita hversu
langan tíma það muni taka að redda
öllum pappírum en hann mun í
millitíðinni æfa hjá sínum gamla
þjálfara, Guðmundi Arasyni, og
keppa hér heima.
„Það er ekki amalegt að æfa með
Guðmundi enda er hann algjör
snillingur. Ég á honum allt að þakka
enda hefur hann kennt mér allt sem
ég kann,“ sagði Skúli og hlýjan í garð
hins 85 ára gamla hnefaleikaþjálfara
leynir sér ekki.
Hinn 13. febrúar keppti Skúli í
einum bardaga í Duluth gegn sér
reyndari manni. Sá var lítil fyrirstaða
fyrir Skúla sem vann öruggan sigur.
Framganga hans vakti athygli
staðarblaðanna sem sum hver
greindu ítarlega frá hans frammi-
stöðu. Hann mun keppa í öðrum
bardaga áður en hann kemur heim
en það verður 6. mars.
Mun höggþyngri
Æfingafélagi Skúla í Minnesota er
strákur að nafni Zach Walters. Sá
gengur undir viðurnefninu Frum-
skógardrengurinn en Skúli hefur
fengið hið „frumlega" viðurnefni
ísmaðurinn.
Walters þykir vera með efnilegri
hnefaleikaköppum Bandaríkjanna
og er hann settur í 34. sæti í sínum
þyngdarflokki.
„Ég hef tekið miklum framförum
eftir að ég kom út. Ég hef aðallega
bætt höggþungann og er orðinn
mun höggþyngri en ég var. Svo er
það mikill munur fyrir mig að fá að
æfa með eins góðum boxara og
Zach. Það sem mig helst vantaði
heima voru góðir strákar í mínum
þyngdarflokki til þess að æfa með.
Því varð ég að fara út til þess að geta
bætt mig,“ sagði Skúli sem segist
vera velkominn í æfingasalinn hjá
Horton eins lengi og hann vill.
Keyrði leigubíl um helgar
Hnefaleikamir hafa verið í fyrsta
sæti hjá Skúla lengi en hann hefur
undanfarin ár einbeitt sér að því að
æfa hnefaleika. Hann hélt sér síðan
uppi fjárhagslega með því að keyra
leigubíl um helgar.
Það er dýrt að helga sig íþrótt
sinni og Skúli hefur ekki farið
varhluta af því.
„Ég er eingöngu að æfa hnefa-
leika en ekki í neinni vinnu. Ég hef
reynt að fá styrktaraðila til liðs við
mig en annars standa foreldrarnir
þétt við bakið á mér og styðja mig í
þessu,“ sagði Skúli sem hér með
auglýsir eftir fyrirtækjum til þess að
styrkja sig. henry@dv.is
Staða Leeds United er ekki góð eftir að annar hópurinn af
þeim tveimur sem þótti líklegastur til að kaupa félagið dró í
land og ákvað að bjóða ekki í félagið
Syrtir í álinn hjá Leeds
Nú er aðeins einn
hópur fjárfesta eftir í
viðræðum við Leeds
og efþær viðræður
ganga ekki upp gæti
allt farið á versta veg
hjá félaginu.
Það skal engan undra að
stuðningsmenn Leeds United séu á
nálurn þessa dagana. Fjárhagsstaða
félagsins hefur verið í umræðunni
undanfarna mánuði enda rambar
félagið á barmi gjaldþrots.
Annar þeirra hópa af fjárfestum
sem höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa
félagið og voru í slíkum viðræðum
drógu í land í gær og því er félagið
aðeins í viðræðum við einn hóp af
fjárfestum í dag. Ef þær viðræður
ganga ekki upp er félagið vægt til
orða tekið í vondum málum.
Mikil vonbrigði
Þessi hópur fjárfesta var undir
stjórn Terrys Fisher, fyrrverandi
stjórnarformanns Huddersfield, og
höfðu Fisher og félagar verið í
viðræðum við Leeds síðustu tvær
vikur.
„Eftir ítarlega fjárhagsrannsókn
eru það okkur mikil vonbrigði að
tilkynna að við munum ekki gera
tilboð í Leeds United," sagði í
yfirlýsingu frá fjárfestahópnum í
gær.
Fresturinn að renna út
Þessar fréttir koma aðeins 24
tímum áður en nýjasti frestur
félagsins til þess að ganga frá sínum
málum rennur út. Það er því ljóst að
menn verða að hafa mjög hraðar
hendur á næstu klukkutímum því
ekki er ljóst að það fáist nýr frestur í
dag.
Nú er aðeins einn hópur fjárfesta
eftir í viðræðum við botnlið ensku
úrvalsdeildarinnar og ef þær
viðræður ganga ekki upp gæti allt
farið á versta veg hjá félaginu.
Sá hópur er undir stjórn Jacks
Petchey, sem er fyrrverandi
stjórnarmaður hjá Watford sem
Heiðar Helguson leikur með en þeir
hafa verið að skoða málið síðustu
fimm vikur.
„Hlutirnir eru á réttri leið. Það
þokast hægt hjá okkur en við erum
þó komnir lengra en við vorum
komnir í síðustu viku. Við erum að
vonast til þess að ganga frá málinu
en það er of snemmt að segja til um
hvort það takist," sagði Gerald
Krasner sem er talsmaður hópsins.
henry@dv.is
I
/V
>