Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 1.MARS 2004 3
Nýkon í (skatta)paradís?
Spurning dagsins
Myndirðu ráða Arna Johnsen ívinnu?
Ég sat á flugvellinum í Amman og
hafði ekkert annað að gera en að
lesa gamalt eintak af Wall Street Jo-
urnal. Og viti menn: Þar las ég lof-
gjörð eftir Hannes Hólmstein - blóð-
ugur sem hann var upp að öxlum í
Kiljans kárínum - um leiðtoga lífs
hans, kraftaverkamann af Islandi,
Mr. Oddsson, sem hafði breytt ís-
landi í skattaparadís, undir leiðsögn
Hayeks (les Hólmsteins) og í anda
járnfrúarinnar Thatcher.
Þetta bjargaði biðtímanum, svo
að ég fékk hugljómun: Nýyrðið ný-
kon (rýmar við Eykon) stendur fyrir
„neoconservative" eða nýtt íhald.
Nýkonar eru klíkan í kringum Bush,
sem tröllríður nú heiminum í krafti
amerísks vopnavalds. Þeir eru hinir
endurfæddu („bom-again") kross-
farar græðginnar, sem kannast ekki
við neitt samfélag, bara gróðavonina
með dollaramerkið í glyrnunum.
Paradísarmissir
En ef einhver amerískur nýkon
hefði upptendrast af Hólmsteini og
lagt leið sína til íslands til að upplifa
kraftaverkið af eigin reynd, er hætt
við að hann hefði orðið fyrir menn-
ingarsjokki. Hvar var skattaparadís-
in? Að loknum málsverði hefði hann
uppgötvað, að í fyrirheitna landinu
ríkir innflutningsbann og ofurtollar
á matvæli, 24,5% vaskur, yfir 40%
hátekjuskattur, skóla- og heilbrigð-
iskerfið er ríkisrekið og líka útvarpið,
síminn og orkukerfið. Sumsé: Nor-
rænt velferðarríki. M.a.s. barna-
heimilin eru rekin af hinu opinbera.
Það er hætt við að hinn nýkomni ný-
kon hefði varla náð andanum af
hneykslun. Sér er nú hver
skattaparadísin!
Þjóðin (eða a.m.k. fjölmiðlarnir)
hefur að undanförnu staðið á önd-
inni yfir því að Hannes Hómsteinn
kunni að hafa farið frjálslega með
gæsalappir utan um texta Kiljans. Ég
hef tilhneigingu til að taka því írafári
mátulega alvarlega, enda spillti Kilj-
an sjálfur sjaldan texta sínum með
slíkum álappahætti. En að fara
frjálslega með staðreyndir, það er
Glúmur Baldvinsson
las grein um Davíð í
Jórdaníu
Kjallari
verra, sétstaklega þegar æruverðug-
ur háskólaprófessor á í hlut. En það
verður að segjast eins og er, að stað-
reyndirnar um hagsögu íslands á s.l.
hálfum öðrum áratug, verða hart úti
íviðleitni Hólmsteins til að lofsyngja
leiðtogann. Oflofið er og verður háð.
Oflof er háð
Hannes Hólmsteinn segir, að
Davíð hafi ráðið niðurlögum verð-
bólgunnar. Ekki rétt. Það gerðu aðr-
ir menn á undan honum. Davíð var
þá borgarstjóri í Reykjavík að föndra
við húsbyggingar og kom þar hvergi
nærri, nema til að reyna að spilla
iþjóðarsáttarsamningunumí. Frjálst
flæði fjármagns? Ekki heldur. Afnám
einokunar á útflutningi? Þaðan af
síður. EES - samningurinn - sem
stendur fyrir opnun þjóðfélagsins,
markaðsvæðingu þess og sam-
keppnishæfni - og er sjálf undirstað-
an að þeim efnahagsframförum,
sem orðið hafa í tíð Davíðs? Ekki
Pilsfaldadrengn-
um svarað
Gísli Stefánsson, hríngdi: Ungur
íhaldsdrengur, Erlingur Þór
Tryggvason, skrifaði grein á vefsetr-
ið www.frelsi.is fyrir skömmu og
undrast að ríkið skuli ekki hafa
hlaupið undir bagga að þegar hin
Lesendur
einkarekna hefisugæslustöð,
Læknalind, lagði upp laupana. Það
hefði verið góður leikur enda felist
hagræðing í heilbrigðiskerfinu í því
að fela einkaaðiium málin. Mér
finnst þetta alveg rosalega fyndinn
málflutningur og einkennandi fyrir
unga hægri menn. Það er að sjálfsagt
sé að leita til ríkisins þegar í harð-
bakkann slær og einkarekstur geng-
ur ekki upp. Þetta heitir pilsfalda-
kapítalismi - og hann hefur aldrei
gefist vel.
Bréffrá bann-
færðum manni
Ingimundur Kjarval, skrífar: Það
er á hreinu, ekki hægt að vera of
grannur né ríkur - og fjölmiðlar
aldrei nógu frjálsir. Við munum
samt að þegar Matadorinn var unn-
inn voru allir hinir sárir og fallít, eitt-
hvað sem fjárfestar á Islandi ættu að
hafa í huga. Ekkert gaman lengur
þegar allir hinir eru dauðir úr
hungri.
Fjölmiðlum verður auðvitað að
stjórna, eða eins og Matthías Jó-
hannssen sagði: starf ritstjóra er að
verja þjóðina gegn kverúlöntum.
Morgunblaðið ætti að hafa það í
huga þessa dagana, en þar slást
„portkonur", meðan „renniskítur"
flýtur um síðurnar ag skríbentar
þreyta „hundasund í hlandforum“.
Ég ásakaði ritstjóra Morgun-
blaðsins alveg prívat að þeir væru
Ingimundur Kjarval Fjölmiðlum verður
auðvitað að stjórna og Morgunblaðið ætti
að hafa það í huga þessa dagana, segir bréf-
ritari meðal annars.
komnir í skítagallanna mokandi
þessu á síðurnar og var þar með
settur í bann. Þeim líklega fundist ég
veitast að málfrelsinu en ég „athygl-
isfíkillinn“ hafði haft óblandna
ánægju að sjá nafn mitt á prenti í því
merka blaði.
Á mánudaginn, 16. febrúar sl.,
vildi ég koma auglýsingu í Morgun-
blaðið. Byrjaði snemma morguns að
gera ráðstafanir, en fljótlega var aug-
ljóst að Páll vissi ekki hvað Pétur var
að gera á því blaði. Mér var vísað
fram og til baka meðan ég týndist í
skiptiborðinu hvað eftir annað. Loks
tókst mér að króa af Karl Blöndal að-
stoðarritstjóra nokkrum dögum
seinna til að fá afgerandi svar um
hvort ég mætti borga fyrir þessa
auglýsingu í mínu nafni. Karl sagði
mér þá að fullyrðingar mínar um
heilsufar afa míns væri eitthvað sem
þeir gætu ekki birt. (Þó svo að þeir
hefðu birt sama texta ókeypis frá
mér áður).
Ég varð síðan að gefast upp og
fékk þessa auglýsingu birta í DV. Ég
spyr, hvernig er komið málfrelsi á ís-
landi?
einu sinni það. EES - samningunum
var því sem næst lokið, áður en Dav-
íð settist í stjórnarráðið, þótt stað-
festing þjóðþinga og gildistaka
kæmi síðar. En meðan á samning-
unum stóð var Sjálfstæðisflokkurinn
á móti EES - samningunum, þóttist
vilja tvíhliða samning um tollalækk-
anir á fiski í staðinn.
Hvað er þá eftir af afrekaskránni?
Jú, einkavæðingin. Þar komu þeir
Davíð og Hreinn Loftsson - núver-
andi fjandvinur Davíðs í Bónus -
ýmsu í verk. Samt tók það Davíð
þrettán ár að einkavæða ríkisbank-
ana. Og hann var ekki fyrr búinn að
því en hann tók sparibaukinn sinn
út úr einkavæddum Kaupþings-
banka, hneykslaður ofan í tær yfir
græðgi einkavinavæðingarinnar. Og
talar nú um fátt annað en nauðsyn
þess að koma kapitalistum - ef ekki
undir lás og slá - þá a.m.k. undir lög
og reglur.
Hin stóru umbótamál vand-
fundin
Sannleikurinn er sá, að hin stóru
umbótamál í frjálsræðisátt, sem
Davíð Oddsson hefur beitt sér fyrir -
hvað þá barist fyrir - eru vandfund-
in. Hann hefur vissulega lækkað
skatta á fjármagnseigendur, en
hækkað þá á almenning. Þrátt fyrir
drjúgar tekjur ríkisins af einkavæð-
ingu hafa skattar hækkað, hlutur rfk-
is og sveitarfélaga af þjóðarfram-
leiðslu hefur líka hækkað, og opin-
berum starfsmönnum fjölgað. Þetta
er ekki sagt Davíð Oddssýni til lasts.
Þetta breytir engu um þá staðreynd,
að Davíð Oddsson ber höfuð og
herðar yfir aðra menn í flokki sínum,
sem þrautreyndur valdstreitumað-
ur. En umbótamaður - eins og
Hannes Hólmsteinn vill vera láta -
það er hann einfaldlega ekki.
Hvar er skattaparadísin? - spurði
hinn sárreiði nýkon við brottförina
frá íslandi. Og heimtaði að fá far-
miðann endurgreiddan. Skyldu
Flugleiðir framvísa reikningnum til
Hannesar Hólmsteins - eða bjóða
þeir bara Bónus?
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Fær ekki vinnu í bók-
haldinu
„Já, ég er ekki frá því að ég myndi
gera það en það færi samt eftir því
hvaða vinna það væri. Ég myndi
líklega ráða hann í allt nema bók-
haldið. En brennt barn forðast eld-
inn og þetta er óvenju fjölhæfur
maður. Ég hugsa að hann sé dug-
legur, fái ýmsu áorkað og er vel að
sér í mjög mörgu. Svo er hann líka
skemmtilegur maður sem spillir
ekki."
Margrét K. Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins
l|<
„Já svo sannar-
lega myndi ég
gera það því
ég hefengar
efasemdir um
hann. Þeir sem
ekki vilja hann
verða bara að
hugsa sig aðeins um, hver verður að
ákveða fyrir sjálfan sig og bera ábyrgð
áþví."
Magnús Þórðarson,
matsmaður
„Já já, þvi ekki
það. Þetta er
dugnaðarfork-
ur og búinn að
afplána sitt. Ég
myndi alveg
treysta honum,
ég veit ekki ná-
kvæmlega hvað ég ætti að láta hann
gera á bókasafninu en sem persónu
væri það allt ígóðu lagi."
Sigrún Klara Hannesdóttir,
landsbókavörður.
„Já, engin
spurning efég
hefði starfsem
hentaði hon-
um. Við
misstígum
okkur öll í líf-
inu og þetta er
að baki hjá
honum. Við getum ekki gengið ígeng-
um lífið án þess að fyrirgefa, það er úti-
lokað."
Ólafur Haukur Johnson,
viðskiptafræðingur
„Já, það myndi
ég gera. Árni
Johnsen er
mjög fjölhæfur
maður og get-
ur gengið í
flest þau verk
sem honum
eru falin. Það
hefur sýnt sig í
mörgum þeim verkum sem hann hefur
tekið að sér að hann er dugnaðarfork-
ur.“
Guðjón Hjörleifsson,
alþingismaður
Árna Johnsen hefur verið boðið að sinna ráðgjöf um atvinnu í Vesturbyggð.
Verslunin RúmGott Smiðjuvegi 2 -Kópavogi Sími 544 2121
IMf MBfnS
Opið virka daga frá kl. 10 til 18 • Opið á laugardögum frá kl. I I til 16.
nfðiv þ
htx
uiegt
TILBOBSVERÐ
Fáanlegt með besta 5 svæða
bylgjunudi
Innbyggt í
80 X 200 Verð frá kr.67.900,-
90x200 Verðfrá kr.79.700,-
100x200 Verðfrá kr.83.600,-
120x200 Verðfrá kr.116.000.
Pífur
Rúmteppi
Heilsukoddar
Náttborð
Speglar
Skatthol
Kommóður
Kistlar
og fleira..
íslenskar
gæðadýnur á
heildsöluverði
FERMINGATILBOÐ
Fermingatilboð a einstaklingsrumum.
Verð Ira kr. 29.900,- (90x200)
Fáanlegt í ýmsum stærðum
Verð án fylgihluta
Fn heimsendmg a rumum
á stór-Reykjavíkursvaeöinu