Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 4
4 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 Fréttir 2ÖV Falsararfrá Nígeríu Lögreglan á Keflavfkur- flugvelli handtók karlmann og konu á þrítugsaldri frá Nígeríu við komuna til landsins frá Kaupmanna- höfn við upphaf helgar. Framvísuðu þau flótta- mannavegabréfum sem lögregla telur að séu stolin. Parið kom frá Mflanó til ís- lands í gegnum Kaup- mannahöfti. Eru þau í um- sjá lögreglunnar á landa- mærunum í Leifsstöð með- an mál þeirra eru til skoð- unar. Tilgangur ferðar þeirra hingað til lands er óljós. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Leifsstöð koma svona mál upp af og til í Leifsstöð. Þau eru yfirleitt afgreidd þannig að viðkomandi er dæmdur í mánaðarlanga fangelsis- vist og síðan vísað úr landi. Slysvið Ban- anasöluna Kappakstur tveggja bif- reiða á Sæbrautinni á laug- ardagsmorguninn endaði með að önnur bifreiðin fór fram af kanti og valt þrjár veltur niður á bflastæði við hlið brautarinnar. Flytja þurfti þrennt úr bflveltunni á slysadeild. Lögreglan handtók annan ökumann- inn en hinn flúði af vett- vangi. Lögreglan hefur þó bifreið hans í sinni vörslu og veit hver hann er. Þessi ökumaður kemur við sögu í þremur umferðaróhöppum á innan við sólarhring um helgina. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni mun óhappið hafa orðið með þeim hætti að framan- greindir tveir bflar óku á ofsahraða eftir Sæbraut- inni. Þegar þeir komu til móts við Bananasöluna reyndi annar ökumannana að troðast milli keppinaut- ar síns og þriðja bflsins sem þar var. Við það rákust bfl- arnir saman með fyrr- greindum afleiðingum. Sá ökumannanna sem lögregl- an handtók viðurkenndi að um kappakstur hefði verið að ræða og var honum sleppt úr haldi eftir yfir- heyrslur. Níu tekin með e-pillur og hass Lögreglan í Reykjavík handtók alls níu manns á tvítugsaldri í tveimur fíkni- efnamálum sem komu upp í gærmorgun. Um var að ræða lít- ilsháttar magn af e-pillum, hassi og marí- júana í báðum tilfellum. Sam- kvæmt upplýsing- um frá lögreglu kom annað málið upp er lögreglan hafði afskipti af flmm manna hóp í miðborg fteykjavíkur um kl. hálfátta um morguninn en í hinu tilfellinu var um að ræða fjögurra manna hóp við Höfðabakkann. í báðum tilfellum var fólkið stöðvað í bifreiðum. öllum níu var sleppt eftir yflrheyrslur hjá lögreglu í gærdag og teljast málin upplýst. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár er með alla þræði í íslandsbanka. Kristján Ragn- arsson bankaráðsformaður hóf leikfléttu sem varð honum að falli. Verkalýðsforyst- an ævareið vegna valdatafls með lífeyri launþega. Kristján stendur eftir valdalaus og Bjarni Ármannsson þarf að vinna hylli nýrra húsbænda. Kristján Ragnarsson gról eigin gröf Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við því að atvinnurekendur skyldu nota lífeyri launamanna í valdatafL Hallarbyltingin í íslandsbanka kostar Kristján Ragnarsson, bankaráðsmann til 12 ára, stólinn. Kristján er í dag orðinn áhrifalaus með öllu eftir að leikflétta sem hann hóf sjálfur endaði með óvæntum hætti. Svo virðist sem Kristján hafi gjör- samlega ofmetið stöðu sína og þeir sem hann taldi vera samherja hafl ekki stutt hann á ögurstundu. Baráttan um yflrráð yfir Islandsbanka hófst fyrir tilstilli Kristjáns sjálfs þegar Ari Edwald Fékkþví hann beitti áhrifum sínum til þess að líf- framgengt að Framsýn eyrissjóðurinn Framsýn seldi þriggja pró- seldihlutinn llslands- senta hlut sinn til Landsbankans. I því til- banka. viki herma heimildir að Kristján hafi beitt áhrifum sínum til þess að samherji hans, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinhulífsins og stjórnarformaður Framsýnar, fengi því framgengt að Framsýn seldi umræddan hlut. Lengi hafði verið kalt á milli Kristjáns Ragnarssonar og Helga Magnússonar, bankaráðsmanns íslandsbanka, sem sat þar í krafti atkvæða Framsýnar. Helgi þyk- ir hafa verið óvæginn í gagnrýni sinni á Kristján bankaráðsformann innan stjórnar og ófeiminn við að lýsa þeirri afstöðu sinni. Kristján er sagður hafa viljað koma honum út úr bankaráðinu. Bjarni Ármannsson Þarfað vinna sér hylli nýrra húsbænda. Helgi Magnússon Atti að fteygja honum út úr bankaráðinu en það mistókst. En Kristján var fastur fyrir og þver og neitaði að taka boði um bætur gegn því að hverfa úr bankan- um. Svo virðist sem hann hafi kosið að berjast til þrautar og talið sig hafa stuðning sem dygði til sigurs. Með Kristjáni í liði voru Karl Wernersson, Þórður Magnússon í Straumi og Bjarni Ármanns- son, forstjóri íslandsbanka, sem þykir hafa verið Kristjáni handgenginn Uppskiptin Þegar hin miklu uppskipti á milli bankanna tveggja áttu sér stað í haust, Kolkrabbinn liðaðist í sundur og Eimskip fór til Landsbankans var Kristján Ragnarsson bankaráðsformaður ekki með í samningum. Víglundur Þorsteinsson, vara- formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og bankaráðsmaður íslandsbanka, fór fyrir liði ís- landsbanka, þegar uppskiptin fóru fram. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, var van- hæfur í uppskiptunum og upptekinn við að bjarga Sjóvá í hamförunum. Kristján Ragnarsson var því hvergi nærri þegar „Nótt hinna löngu bréfahnífa" rann sitt skeið á enda með mestu uppskiptum ís- landssögunnar. Eftir uppskiptin var vilji til þess á meðal bankanna tveggja til að slíðra vopnin. Ein- ar Sveinsson var óumdeildur foringi innan ís- landsbanka og meirihlutavilji til þess að hann tæki við formennsku í bankaráðinu sem þýddi að Kristjáni yrði að fórna. Reynt var að bjóða Krist- jáni stjórnarformennsku annarsstaðar í sárabæt- ur. Þar heyrist að hann hefði getað fengið Sjóvá. Sótt að Helga Það sem átti að tryggja Kristjáni áframhald- andi stjórnarformennsku var fléttan sem átti að kippa fótunum undan Helga Magnússyni. En Kristján sá ekki fyrir þá atburðarás sem hann sjálf- ur vakti upp með sölunni á Framsýnarbréfunum. Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við því að at- vinnurekendur skyldu nota lífeyri launamanna í valdatafl af þessu tagi. Leikar fóru þannig, þvert á áform Kristjáns um að koma Helga á kaldan klaka, að Landsbankinn tryggði Helga áframhaldandi sæti í bankaráði með því að selja honum yfir 8 prósenta hlut í ís- landsbanka og Orra Vigfússyni, félaga Helga, rúm 5 prósent. Þetta gerðist í kjölfar viðvörun- ar sem Landsbankinn fékk frá Fjármálaeftirlitinu vegna þess að bankinn seildist til áhrifa íslandsbanka. Eftir söluna til Helga og Orra sá Kristján sitt óvænna og tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í banka- ráði Islandsbanka. Ósigurinn var algjör þyí nú stendur ekki lengur boð um sárabætur með stjórnar- formennsku annars staðar. Vinafár Krist- ján Ragnarsson er fallinn af stalli og heim- ildir frá þeim sem standa honum nærri herma að hann sé sjálfur mest undrandi yfir hraklegum örlögum. Þá er staða Bjarna Ármannssonar veik eftir og hann mun þurfa að vinna sér hylli nýrra hús- bænda eða hverfa af bankastjórastóli. Friður Baráttunni um yfirráð í íslandsbanka er lokið í bili og menn hafa ákveðið að halda frið. Bankarnir hafa ákveðið styrkja innviðina ög búa sig undir breytingar á markaðs- gengi íslensku krónunnar. Þannig verði horft til samvinnu bankanna á einhverjum sviðum í stað þess að stefna að samruna. Ekki eru talin standa efni til frekari hjaðningavíga. Óumdeildur leiðtogi íslandsbankamanna er Einar Sveinsson og langri valdasögu Kristjáns . .. erlokið. Jk Kr,stJ®n Ra9nars- son Varð eigm leik- fléttu að bráð og tapaði I striðinu um völd i Islands- banka. Siqurtilfinninq Sveins Andra Svarthöfði las sér til ánægju við- tal sem Fréttablaðið birti í gær við Svein Andra Sveinsson lögmann. Svarthöfða rámar í að í DV hafi þeg- ar verið vakin athygli á því að Sveinn Andri ætlar sér að taka við hlutverki Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem refsivöndur vinstrimanna með stuttum og snaggaralegum greina- skrifum í Mogganum. Sveinn Andri er þegar farinn að æfa sig í þessu hlutverki svo þegar Jón Steinar verð- ur skipaður í embætti hæstaréttar- dómara þá er hann þess albúinn að taka við. Meira að segja svo brattur maður sem Jón Steinar mun varla treysta sér til að standa í pólitískri orrahríð þegar hann er kominn í skikkju hæstaréttardómarans. Um það mál er annars það að segja að Svarthöfði hefur nú áttað sig á því að þetta er auðvitað aðalplottið bak við þá nýju ákvörðun Davíðs að setjast í stól dómsmálaráðherra, en ekki ut- Irp hhhhh Svarthöfði anríkisráðherra eða fjármálaráð- herra. Þá þarf Jón Steinar ekki endi- lega að flýta sér neitt í Hæstarétt, það liggur ekki lífið á að troða hon- um þangað áður en Davíð lætur af forsætisráðherraembættinu. Því það er jú dómsmálaráðherra sem skipar í Hæstarétt og það getur Davíð því gert hvenær sem honum þóknast þegar hann verður orðinn dóms- málaráðherra. Þá hefur Svarthöfði líka áttað sig á því að þetta er rótin að því að Björn Bjarnason var látinn skipa dómarann frænda Davíðs í Hæstarétt á síðasta ári og var tekinn fram yfir marga prúða lögmenn. Þar var nefnilega ekki aðeins um að ræða frændsemisgreiða við forsæt- isráðherra núverandi. Þegar næst verður laust starf í Hæstarétti, þá mun Davíð dómsmálaráðherra líka geta skákað í því skjólinu að menn hafi verið að barma sér yfir því und- anfarið að það vantaði starfandi lög- menn í Hæstarétt - og hver er þá ákjósanlegri en sjálfur Jón Steinar? En það var nú Sveinn Andri sem Svarthöfði ætlaði að dást að. Hann fer ekkert í felur með að hann gleðj- ist mjög þegar hann fær bullandi seka menn dæmda saklausa. „Sigur- tilfinningin getur verið rnögnuð," segir Sveinn Andri í Fréttablaðinu. Svo kann hann ekki við annað en fara með frasann um að betra sé að tíu sekir menn gangi lausir en að einn saklaus sitji inni. Sá frasi er að vísu út í hött í þessu sambandi, því það er annað að heimta mann dæmdan saklausan þó maður viti að hann er sekur heldur en hitt að leyfa honum að njóta vafa. En Sveinn Andri skammast sín sem sagt ekkert fyrir að líta á dómskerfið, sem Svart- höfði hélt að ætti að snúast um rétt- læti, sem „keppni“ þar sem málið snýst um að „vinna leikinn" en ekki leiða hið sanna í ljós. Meira að segja Örn Clausen gekk aldrei svo langt að viðurkenna opin- berlega þetta sjónarmið verjenda. Spá Svarthöfða er sú að Svein Andra muni ekki skorta kúnna á næstunni. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.