Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 1.MARS 2004 Fréttir DV Nakinn í Nauthólsvík Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um hádeg- isbilið á laugardag um að undarlegur maður væri að spígspora um Nauthóls- víkina. Maðurinn hafði hvíta húfu á höfði, klæddur blárri úlpu og skóm en nak- inn að öðru leyti. Vakti þessi klæðaburður athygli vegfarenda sem lét lögregl- una vita. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni var ekki hægt að sinna þessu útkalli um leið þar sem allir bílar á vakt voru uppteknir í öðrum málum. Fimmtán mínútum eftir að tilkynningin barst komst lögreglan svo í Nauthólsvík en þá var þessi maður horf- inn á bak og braut og hefur ekki fundist síðan. Rússí- banareið Decode ólokið Miklar sveiflur á gengi hlutabréfa í Decode halda áfram á bandaríska Nasdaq hlutabréfamarkaðnum. Á föstudag lækkaði gengið um 7,9% eftir að hafa hækkað á fimmtudag um nærri 25%. Lokagengið á föstudag var 12,16. í Frétta- blaðinu í gær er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, að fyrirtækið kjósi hugsan- lega að afþakka ríkisábyrgð á 200 milljóna króna láni sem ædunin hefur verið að taka. Kári segir slíka fyrir- greiðslu geta lagt fyrirtæk- inu of miklar skuldbinding- ar á herðar gagnvart ís- leiisku samfélagi. Björn Ingi Bjarnason Formaður Hrútavinafélagsins „Viö vorum að Ijúka einstak- lega vel heppnaöri árshátíð og næsta verkefni er Evrópu- vegavinnan sem eru tónleikar á Draugabarnum hér á Stokkseyri," segir Björn Ingi Bjarnason formaöur Hrúta- Hvað liggur á? vinafélagsins.„Við hjá Hrúta- vinafélaginu komum nálægt mörgum góðum málum hérna við ströndina, raunar næstum því öllum, og reynum að hafa bætandi áhrif. Þessir tónieikar eru eitt þeirra mála en auk erlendra tónlistar- manna sem þarna troða upp má nefna að Hera kemur svo og heimamennirnir í hljóm- sveitinni Nilfisk sem varð heimsfræg á einni nóttu hér á landi þegar hún hitaði upp fyrir Foo Fighters í Höllinni síð- asta sumar." Grétar Sigurðarson er sagður hafa farið í fjölda Noregsferða í desember á stefnu- mót við litháískan mann. Sagt er að Grétar hafi játað að hafa átt hlut að Neskaup- staðarmálinu en Inger Jónsdóttir sýslumaður segir engar játningar liggja fyrir. Hugsanlega fleiri samsekir, segir Arnars Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Grétar Sigurðarson er sagður hafa farið í fjölda ferða til Noregs í desember á stefnumót við lit- háískan mann. Talið er að Grétar hafi verið höfuðpaur í fíkniefnainnflutningi frá Litháen til íslands. Fréttablaðið segir Grétar hafa játað aðild að Neskaupstaðarmálinu og Morgunblaðið segir sömuleiðis að játning liggi fyrir. Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, aftek- ur hins vegar með öllu að nokkrar játningar liggi fyrir. „Nei, það eru ekki staðfestar neinar játning- ar á þessu stigi," segir Inger. Fleir gætu verið samsekir Ekki náðist í Ólaf Ragnarsson lögmann Grétars í gær. Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist ekkert geta tjáð sig um það sem fram hafi komið í yfirheyrslum. „Það eru vitni og hugsan- lega einhverjir samsekir sem fylgjast með fjöl- miðlum. Það er mjög óæskilegt að þetta fólk lesi hvernig yfirheyrslur ganga," segir Arnar. Lögmenn Jónasar Inga Ragnarssonar og Tom- asar Malakauskas, segja sína menn ekki hafa ját- að. „Minn skjólstæðingur hefur ekkert játað,“ seg- ir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jónasar Inga Ragnarssonar. Að sögn Sveins Andra var Jónas síðast yfirheyrður á þriðjudag í síðustu viku. Stefnt sé að því að yfirheyra hann aftur í dag, mánudag. í sama streng tekur Björgvin Jónsson, lögmað- ur Tomasar Malakauskas. Björgvin segir Tomas hafa verið yfirheyrðan um miðja síðustu viku. Einnig er stefnt að því að yfirheyra Tomas að nýju í dag. Röð Noregsferða að hitta Litháa Heimildarmaður DV sem þekkir lauslega til mannanna þriggja telur að það hafi verið Grétar sem skipulagði innflutninginn á amfetamíninu sem Vaidas bar til landsins. Grétar hafi til dæmis í desember farið í sex eða sjö ferðir til Noregs að hitta ótilgreindar litháískan mann. Litháinn hafi komið frá heimalandi sínu á þessa fundi sem talið hafi verið heppilegt að hafa í Noregi. Arnar Jensson segist ekkert vilja segja um hugs- anlegar utanferðir Grétars. Verið sé að kanna hvort sömu menn hafi áður staðið að fíkniefnainnflutn- ingi. „Það liggur ekki fyrir,“ segir hann. Áðurnefndur heimildarmaður telur að Jónas Ingi hafi séð um pappírsvinnuna og Tomas hafi verið tengiliður Grétars við Litháen. Áður hefur verið greint frá því í DV að tveir menn á dökkum jeppa hafi sést vera í samfloti við þá Jónas Inga og Tomas þegar þeir komu við á I löfn í I lorna- flrði á leið sinni í Neskaupstað. Þar munu hafa verið á ferðinni tveir frændur Grétars sem voru að flytja jeppann fyrir móður sína að sunnan í Neskaupstað. Þessir bræður biðu •eins og Jónas Ingi og Tomas af sér óveður í tvær nætur á Hótel Fram- tíðinni Djúpavogi. Lögregla hefur áður sagt að þeir tengist ekki mál- inu. Stunginn í gegn um plastið Aðspurð segir Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, að engin grunur beinist að öðrum en mönnunum þremur vegna líkfundarins, hvorki fyrir yfir- hylmingu né annað. Inger segir yfir- heyrslum fyrir austan lokið. „En í tengslum við yfirheyrslur á hin- ^ um grunuðu hefur komið sitt hvað sem orð- ið hefur til þess að taka hefur þurft nýjar skýrslur af fólki hér eftir beiðni að sunnan," segir Inger. Fjórar 8-9 sentímetra djúpar stungur voru á líki Vaidasar. Arnar segir svo virðast sem líkinu hafi verið veittar stungurna eft- ir að því var pakkað í plást. „Það virðist vera," segir Arnar aðspurður um hvort hann teldi að líkið hafi verið stungið til að það flyti síður. gar@dv.is Gretar Sígurðarson r- - miidarmaður DV pekkir tauslego tilmannarma þriggja telur að þcð hufi verið Grétar sem skipulagði innfluiningir n á amfetamín- inu sen, Vaidas bar til landsins. „Það eru vitni og hugsanlega einhverjir samsekir sem fyigj- astmeð fjölmiðium. Það er mjög óæskiiegt að þetta fólk lesi hvernig yfirheyrslur ganga." Fjölmennur borgarafundur um færsluna á Hringbrautinni Óskað eftir fundi með borgarstjórn og þingmönnum Fjölmennur borgarafundur var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær- dag um færsluna á Hringbrautinni. í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem m.a. var harmað hvernig staðið er að útboði verksins og sagt að núverandi áform stríði beint gegh samfélags- og efnahagslegum rök- um. Það var átakahópur um betri byggð sem stóð að fundinum og voru frummælendur fyrir hönd hópsins þau Örn Sigurðsson arkitekt og Dóra Pálsdóttir sérkennari. Fyrir hönd borgarinnar töluðu þau Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi og Ólafur Bjarnason forstöðumaður verkfræðistofu borgarinnar. í ályktuninni var einnig skorað á borgaryfirvöld að láta kanna til hlít- ar að leggja Hringbrautina í stokk og það mál skoðað frá öllum hliðum. Þá vildu fundarmenn að innan þriggja vikna yrði komið á fundi með kjörnum fulltrúum borgarinnar og þingmönnum og var skipaður sérstakur hópur til að vinna að því máli. Örn Sigurðsson Málið útskýrt á borgara- fundinum i Ráðhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.