Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Side 14
14 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004
Fréttir 0V
Verðlaun fyrir ljósmyndir ársins 2003 voru veitt um helgina og Pjetur Sigurðsson hrósaði sigri fyrir
fyrstu forsíðumynd DV. Fyrir verðlaunaafhendinguna þótti margt benda til þess að myndin yrði valin
fréttamynd ársins enda fangaði myndin einstakt augnablik í íslensku viðskiptalífi; þegar Jón Ólafsson
flaug til landsins og seldi allar eignir sínar á Fróni.
Fréttaljósmynd og mynd ársins. „Norðurljósin seld", Pjetur Sigurðsson/DV Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa, kemur til landsins ieinkaþotu til að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu. „Góð
fréttamynd þar sem margt er að gerast samtimis. Fangar vel hraða nútimaviðskiptahátta þar sem mikið er lagt undir og tíminn oft knappur."
Pjetur Sigurðsson
Ljósmyndari afljós-
myndadeild DVog
Fréttabiaðsins tók fyrstu
forsíðumynd DV 14.
nóvember 2003. Hún
vann til verðiauna um
heigina. Varbæði valin
fréttamynd ársins og
mynd ársins en meiri
getur heiðurinn ekki
orðið.
„Ég var að gæla við
það að ég fengi frétta-
mynd ársins en ég átti
ekki von á hinu, alls
ekki. Ég skynjaði að
fólk hafi litið svo á að
myndin af Jóni væri
fréttamynd ársins en
frábært að fá óskarinn
líka,“ segir Pjetur Sig-
urðsson, ljósmyndari
DV-.
Á laugardag voru
veitt verðlaun fyrir
Ijósmyndir ársins 2003
í tengslum við Ljós-
myndasýningu Blaða-
ljósmyndarafélags Is-
lands. Um átta flokka
var að ræða og svo var valin mynd ársins milli
þeirra átta sem þóttu bestar innan hvers
flokks. Mynd Pjeturs var valin fréttamynd árs-
ins eftir að hafa sigrað í flokki fréttamynda
með mynd sinni „Norðurljósin seld“. f um-
sögn dómnefndar segir að myndin fangi vel
hraða nútímaviðskiptaliátta þar sem mikið er
undir og tíminn skammur.
Fyrst og fremst fréttaljósmyndari
Pjetur hefur starfað alllengi við ljósmynd-
un, segist orðinn gamall í hettunni en hann
byrjaði á Tímanum blautur bak við eyrun árið
1986. „Ég hafði þá nýlokið stúdentsprófi ogvar
að afgreiða brennivín í Ríkinu. Mig langaði til
að prófa þetta," segir Pjetur. Þá var ritstjóri
Tímans Jón Kristjánsson, núverandi heilbrigð-
isráðherra. Pjetri var sagt upp en var svo ráð-
inn aftur og þá sem blaðamaður þegar blaðið
komst í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar. „Svo var
það árið 1996 sem Gunnar Andrésson, sem þá
var yfir ljósmyndadeild DV, hringdi í mig og
bauð mér starf í afleysingum. Og á DV hef ég
verið síðan.“
Árið 1987 eða ‘88, á fyrstu árum verðlaun-
anna og sýningarinnar, hlaut Pjetur verðlaun í
skopmyndaflokki. „Myndin var af klámlista-
verki eftir Sverri Ólafsson og öldruð hneyksluð
kona að virða það fyrir sér. Kom mér mest á
óvart að hún hringdi í mig og fékk myndina af
sér sjálfri og verkinu,11 segir Pjetur. Hann á
erfitt með að skilgreina hvað geri góðan blaða-
ljósmyndara góðan blaðaljósmyndara. „Ég lít
á mig fyrst og fremst sem fréttaljósmyndara,
ekki einhvern svakalegan fagmann í ljósmynd-
un sem slíkri, og góður fréttaljósmyndari þarf
að hafa svokallað fréttanef og þekkja persónur
og leikendur í þjóðfélaginu."
Ein mynd
segir meira
en þúsund
orð Fyrsta fofS'ða DV 14.
Neyðarleg- nóv^er2003.
ustu aðstæður
sem Pjetur man eftir frá starfi sínu í gegnum
tíðina segir hann dæmigerðar. „Það er auðvit-
að þegar maður gleymir að setja filmu í vélina
og þurfa svo að ljúga sig út úr því eftir á og fá
að taka myndina „aftur“ með orðum á borð
við: „Myndin skemmdist í framköllun". Það
hefur komið tvisvar fyrir mig á ævinni. Með
digitaltækninni er það minniskortið. Ef maður
gleymir því er maður dauður."
Ef klisjurnar að láta myndirnar tala sínu
máli eða að ein mynd segi meira en þúsund
orð eiga nokkurn tíma við er það hér á síðunni.
jakob@dv.is"
Skop. „Víkingur bíður eftir strætó".
Þorvaldur örn Kristmundsson/DV
„Skopleg uppsetning þar sem blandast
saman farartæki tvennra ólikra tíma á
gamansaman hátt."
Portrett. „Helgi Hóseasson". Krist-
inn Ingvarsson/Morgunblaðið
„Sterkt portrett af óvenjulegum
manni sem ekki hefur bundið
bagga sina sömu hnútum og aðrir.
Á beinskeyttan hátt iýsir myndin vel
þjóðþekktum einstakiingi."
Tímaritamynd. „Friðheigi heimil-
isins". Gísli Egill Hrafnsson/Fróði
„Óvenjuleg uppstilling en um leið
tviræð framsetni.ig c myndefni sem
fyrir vikið gefur myndinni meiri
dýpt. Valið er áhorfandans."
Daglegt líf. „Fallegur hundur". Arni
Sæberg/Morgunblaðið .Hlýleg
mynd af hversdaglegu atviki sem sýn-
ir vei dálæti barna o dyrum.'
(þróttamynd. „fris Edda Heimisdóttir".
Brynjar Gauti/Morgunblaðið „Dýnamisk
mynd sem tekin er á augnabliki sem erfitt
er að ná. Uppbygging einföld en áhrifa-
rik."
Þjóðlegasta myndin. „Blautur þjóð-
hátfðardagur". Árni Torfason/Morg-
unblaðið „Hvad er þjódlegra en rigning
og regnhlifará J7.júni?"