Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 15
W Fréttir
MÁNUDAGUR 7. MARS 2004 15
Löggan vissi
um óeðli
Huntleys
Breska lögreglan vissi að
Ian Huntley var stórhættu-
legur kynferðisbrotamaður
þremur árum áður en hann
myrti stúlkurnar Holly
Wells og Jessicu Chapman,
sem báðar voru tíu ára.
Þrátt fyrir fortíð Huntleys
var ekkert gert til að hindra
að hann fengi starf sem
húsvörður í barnaskóla.
Þetta kom fram fyir helgi í
rannsókn á því hvers vegna
Huntley gat fengið starf
innan um börn. í mats-
skýrslu lögreglu um Hunt-
ley frá árinu 1999 er hann
skilgreindur sem óforbetr-
anlegur kynferðisbrota-
maður, en skýrslan var tek-
in saman í kjölfar fjölda
ásakana á hendur Huntley
um nauðgun og önnur kyn-
ferðisbrot. Skýrslan var
eyðilögð af lögreglu í
Humberside ári eftir að
hún var tekin saman.
Huntley var dæmdur í lífs-
tíðarfangélsi fyrir morðin á
stúlkunum.
Tólf mánaða hækkun úrvalsvísitölunnar er tæp 90%. Hvorki Dow Jones né S&P
500 hafa náð meiri hækkun á tólf mánuðum. Skortur á hlutabréfum meðal ástæða
fyrir miklum hækkunum á þeim.
Hækkun á verði hlutabréfa hér-
lendis síðastliðna tólf mánuði á sér
fá fordæmi í sögu verðbréfamark-
aða. Hækkun úrvalsvísitölunnar
nam þannig tæpum 90% á þessu
tímabili og hafa hvorki Dow Jones
né S&P 500 náð jafn brattri tólf mán-
aða hækkun £ sögu sinni aftur til árs-
ins 1933. Samkvæmt „Hálffimm
fréttum" frá Greiningardeild KB
banka er ástæða þessara miklu
hækkana m.a. skortur á hlutabréf-
um og telur deildin nú vera kjörað-
stæður á markaðinum fyrir einka-
væðingu Landssímans og raunar
skráningu annarra fyrirtækja á
hlutabréfamarkaðinn.
í „Hálffimm fréttum" segir m.a.:
„Það vekur athygli nú eftir að verð
hlutabréfa hefur hækkað jafnmikið
og raun ber vitni að ekki skuli vera
meira um hlutafjárútboð fyrirtækja
þar sem kostnaður eiginfjár hefur
lækkað allverulega. Ein algeng skýr-
ing á mikilli hækkun hlutabréfa-
verðs að undanförnu er skortur á
hlutabréfum á markaðinum. Það er í
raun órökrétt skýring þar sem ís-
lendingum er nú frjálst að íjárfesta
erlendis. Það kæmi Greiningardeild
„Það kæmi Greining-
ardeild ekki á óvart
að fyrirtæki sæju sér
leik á borði nú og
gæfu út nýtt hlutafé
til að borga upp
skuldir, enda íslensk
fyrirtæki orðin tölu-
vert skuldsett."
ekki á óvart að fyrirtæki sæju sér leik
á borði nú og gæfu út nýtt hlutafé til
að borga upp skuldir, enda íslensk
fyrirtæki orðin töluvert skuldsett."
Sem fyrr segir á þessi mikla
hækkun sér fá fordæmi erlendis. Að
vísu náði Nasdaq árið 1999 að
hækka um rétt rúm 90% á tólf mán-
aða tímabili, skömmu áður en sú
loftbóla sprakk svo í loft upp. Önnur
lönd sem svipaðar hækkanir hafa
orðið í eru aðeins Finnland, Svíþjóð
og Japan.
Sem aðrar
hugsanlegar
ástæður fyrir
þessari miklu
hækkun nefnir
Greiningardeild m.a.
að verð á hlutabréf-
um hafi verið of lágt í
ársbyrjun 2003 eða að
það sé orðið of hátt nú.
Að minnsta kosti sé
erfitt að fella saman 90%
hækkun á einu ári við
skilvirka markaði. Annar
þáttur sem kunni að skýra
mikla hækkun á eignaverði
á íslandi sé að nú er mikið
innstreymi erlends lánsfjár-
magns, m.a. vegna skuldsettra
yfirtakna. Þá veki athygli að verðbólga
hefur enn sem komið er ekki komið
fram í vísitölu neysluverðs þrátt
fyrir mikla aukningu peninga-
magns í umferð.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar. Hækkun á
verði hlutabréfa hérlendis sl.
tólfmánuði á sér fá fordæmi í
sögu verðbréfamarkaða.
Ferð fyrir 2 til London eða
Kaupmannahafnar ircr"
áskrifendum DV og sá heppni
fær ferð fyrir 2 með lceland
Express til London eða
Kaupmannahafnar.
Vinningshafar verða kynntir í
Askriftarsími DV: 550 5000
helgarblaði daginn eftir útdrátt.
Með DV fylgist þú betur með
þjóðmálaumræðunni hverju
sinni. Helgarblaðið fylgist með
þeim einstaklingum sem skara
fram úr. Helgarviðtalið,
krossgátan, sérstæð sakamál og
margt fleira. DV tekur á málum
af harðfylgi og áræðni. DV veitir
stjórnvöldum hverju sinni
kröftugt aðhald. Á DV duga
engin vettlingatök.