Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Side 19
|>V Sport
MÁNUDAGUR 1. MARS2004 19
Bikar á loft Gareth Southgate, fyrirliði Middlesbrough, sést hér lyfta enska deildabikarnum á
loft I Cardiffi gær eftir sigur liðsins á Bolton í úrslitaleiknum. Reuters
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton
Riley fór með leikinn
Sam Allardyce, knattspyrnu-
stjðri Bolton, kenndi Mike Riley,
dómara leiksins, um tapið og sagði
hann einfaldlega hafa verið lélegan.
„Ég hafði mínar efasemdir um
hann íyrir leikinn og hann stóðst
allar væntingar ef svo má segja.
Þegar ég lít til baka og fer yfir þær
mikilvægu ákvarðanir sem hann tók
voru þær allar rangar. Hann var
lélegur og kostaði okkur mögu-
leikann á því að vinna bikarinn.
Vítaspyrnan sem Middlesbrough
fékk hefði átt að vera aukaspyrna og
síðan áttum við að fá vítaspyrnu
undir lok leiksins þegar Ugo
[Ehiogu] varði boltann með
hendinni - ótrúlegt að hann skyldi
ekki dæma víti þá,“ sagði Allardyce.
Eins og flóðbylgja
Allardyce viðurkenndi að byrjun-
in hefði verið hans mönnum erfið.
„Við vissum ekki hvað hafði gerst
í byrjun. Þetta var eins og flóðbylgja
í andlitið á okkur. Við náðum okkur
hins vegar fljótt á strik og fengum
næg tækifæri til að komast yfir eftir
að við skoruðum. Ég skal viður-
kenna að þeir gáfu okkur markið en
Youri [Djorkaeff] fékk tvö færi til að
skora. Ég hefði viljað sjá hvað
leikmenn Middlesbrough hefði gert
ef við hefðum jafnað.
Engar gleðiminningar
Mér fannst við hins vegar ekki
spila vel í síðari háifleik og heilt yfir
var Middlesbrough sennilega betri
aðillinn í leiknum. í svona leikjum fá
menn ekkert annað tækifæri svo það
er farið. Það verða engar gleði-
minningar .frá þessum degi - hann
var lélegur," sagði Allardyce eftir
leikinn. oskar@dv.is
Úrslitaleikur enska deildabikarins fór fram á Þúsaldarleik-
vanginum í Cardiff í gær
Fyrsti titill Boro í 128 ár
Middlesbrough tryggði sér í gær fyrsta titil félagsins í 128 ára sögu þess
þegar liðið bar sigurorð af Bolton, 2-1, í úrslitaleik ensku deilda-
bikarkeppninnar á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í Wales. Eini titillinn
sem félagið gat státað af fyrir þennan leik var sigur í ensk-skoska bikarnum
árið 1976 og sigur í gömlu ensku 2. deildinni árið 1978. Að auki tryggði
félagið sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili.
Middlesbrough fékk drauma-
byrjun því að Kamerúninn Joseph-
Desire Job kom liðinu yfir strax á 2.
mínútu. Fimm mínútum síðar
skoraði síðan Hollendingurinn
Boudewijn Zenden úr vítaspyrnu
eftir að Emerson Thome, varnar-
maður Bolton, hafði fellt Job inni í
vítateig. Zenden var hins vegar
stálheppinn því að vítaspyrna hans
var afskaplega döpur, fór á mitt
markið, en því miður fyrir Jussi
Jaaskelainen, markvörð Bolton, fór
hún af fætinum á honum og í netið.
Zenden er í láni frá Chelsea, en hann
gæti orðið eini leikmaður þess liðs
sem vinnur titil á þessu ári ef fram
fer sem horfir.
Leikmenn Bolton lögðu þó ekki
árar í bát eftir vatnsgusuna í byrjun
og Kevin Davies náði að minnka
muninn fyrir þá á 21. mínútu.
Markið má reyndar skrifa á Mark
Schwarzer, markvörð Middles-
brough, því hann missti boltann afar
klaufalega úr höndunum inn í
markið. Bolton komst þó ekki nær
og Steve McClaren, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, getur glaðst
yfir því að vera fyrsti enski knatt-
spyrnustjórinn í átta ár sem vinnur
einn af stóru titlunum þremur.
Gareth Southgate, fyrirliði
Middlesbrough, var í sjöunda himni
eftir leikinn og tileinkaði stjórnar-
formanni liðsins, Steve Gibson, sem
hefur byggt upp nýtt lið hjá félaginu,
titilinn.
„Það þarf ekki annað en að horfa
á stuðningsmennina okkar til að sjá
hversu mikla þýðingu þetta hefur
fyrir þá. Þeir hafa beðið lengi, lengi,
eftir þessum titli og þetta er sér-
staklega ánægjulegt fyrir Steve
Gibson, mesta stuðningsmann
okkar, sem hefur gert þetta allt
mögulegt," sagði Southgate.
Gibson sjálfur var hæstánægður.
„Við fengum það sem vildum. Þetta
er draumur fyrir alla stuðnings-
mennina og leikmennina. Við
höfum öll lagt hart að okkur og það
er stórkostlegt að uppskera á
þennan hátt,“ sagði Steve Gibson
eftir leikinn. oskar@dv.is
VINNUSKÓLI
REYKJAVÍKUR
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
sumamnna
Viljum gjarnan ráða í þessi störf:
• Leiðbeinendastörf.
• Störf á skrifstofu.
• Störf í þjónustumiðstöð.
Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörin fyrir
þá sem kraftur er í og kjósa
skemmtilegan félagsskap og útiveru.
Væntanlegir umsækjendur sækja
námskeið í upphafi ráðningartímans
, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum,
ýmsum öryggismálum og verklegum
störfum.
Athugið að margvísleg reynsla og
þekking fæst með þessum störfum,
sem nýtist fóki vel, þegar horft er til
framtíðar.
Umsóknir og upplýsingar:
www.vinnuskoli.is
Nánari upplýsingar um sumarstörf í síma 563 2750