Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 1. MARS2004 Fókus DV fcl22xt Franz Ferdinand _ . — - Franz ' ’~~A\naf[Q Ferdinand íetO'°U ★ ★★★★ Domino/12 tónar Hljómsveitin The Von Bondies komst í heimsfréttirnar í desember þegar Jack White, söngvari The White Stripes, lét höggin dynja á söngvara hennar Jason Stoll- steimer á bar í Detroit. Jack hefur verið ákærður og bíður réttarhaldanna, en The Von Bondies er nýbúin að senda frá sér sína aðra plötu, Pawn Shoppe Heart. Trausti Júlíusson kynnti sér nýjustu rokk-útflutningsafurð Detroit-borgar. Skoska rokksveitin Franz Ferdinand sendir hér frá sér fyrstu plötu sína en breska Plötudómar tónlistarpressan hefur eytt undanförnum misserum í að tala þessa drengi upp sem næstu stórstjörnurnar í rokkinu. Það var því með nokkrum efasemdum sem maður byrjaði að hlusta og við fyrstu hlustun leit út fyrir að þeir væru ekkert annað en týpískar Strokes-eftir- hermur. Sú kenning hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar platan rúllaði aðeins oftar og í ljós kom að hér er um stórgóða rokkplötu að ræða. Reyndar alveg stór- kostlega góða. Franz Ferdin- and em vissulega nokkuð líkir böndum eins og Strokes og Interpol en þeir bæta við áhrifum frá „danspönkinu" svokallaða sem The Rapture og fleiri hafa getið sér gott orð fyrir. Það er eitthvað miklu meira við þessa plötu en þær senr maður hefttr heyrt undanfarið og þetta er tvímælalaust það besta sem heyrst hefur á árinu. HöskxdduiDaöiMagnússon Lhasa sA JÉ The living Road m n ★ ★★★ ■ #. Warner/Skífan Lhasa de Sela er kanadísk-mexíkósk söng- kona sem sendi frá sér sína fyrstu plötu La Llorona árið 1998. Sú plata var unnin með franska tónlistarmann- inum Yves Desrosiers og vakti töluverða athygli. Tón- listin var undir áhrifum frá ffönskum og spænskum sönglögum, djassi og þjóð- lagatónlist. Á nýju plötunni, The Living Road, heldur hún áfram á svipaðri braut, en hefur þróað tónlistina og gefið henni nútímalegri hljóm. Tónlistarlega er þetta heillandi ferðalag og fjöl- þjóðlegt yfirbragðið er und- irstrikað með þeirri stað- reynd að tJiasa syngur bæði á spænsku, frönsku og ensku. Seiðandi og sérstök plata frá frábærri söngkonu. Trausú Júllusson í f ó k u s 1 . (1) Franz Ferdinand - Take Me Out 2. (3) Scissor Sisters - Comfortably Numb 4. (2) TV On The Radio - Poppy 5. W Probot- Shake Your Blood 5, (5) Britney Spears - Toxic 1, (6) JossStone- Fell In Love With A Boy 3. (lO)JuniorSenior- Shake Your Coconuts (DFA Remix) 9. (-) Kanye West - Slow Jamz 10 ,(7) Basement Jaxx - Good Luck Detroit á sér merka tónlistarsögu. Bílskúrs- rokkið á þar rætur með hljómsveitum eins og The Stooges og MC5, Motown soul-veldið hafði þar aðsetur lengst af og P-funk leiðtoginn George Clinton kemur þaðan. Borgin er gjarnan kölluð fæðingarborg teknótónlistarinnar og vinsælasti rappari heimsins í dag, Eminem, er heimamaður. Síðustu ár hafa hafa svo Detroit-sveitir eins og The White Stripes og Electric Six verið að gera það gott og nú hefur hljómsveitin The Von Bondies bæst í hópinn. Önnur platan þeirra Pawn Shoppe Heart kom út fyrir nokkrum dögum. Hétu fyrst The Baby Killers The Von Bondies er skipuð tveimur strákum og tveimur stelpum. Jason Stollsteimer syngur og spilar á gítar, Marcie Bolen spilar á gítar, Don Blum á trommur og Carrie Smith á bassa. Hljóm- sveitin var stofnuð af Jason og Marcie eftir Cramps-tónleika. Hún hét í upphafi því huggu- lega nafni The Baby Killers. Don bættist í hópinn skömmu síðar og eftir að upprunalegi bassaleik- arinn hætti til þess að fara í háskólanám tók Carrie við á bassanum. Þó að Jason semji öll lögin og textana þá hafði hann engan áhuga á tónlist þegar hann var ungur og eignaðist sína fyrstu plötu ekki fyrr en hann var orðinn 17 ára. íþróttirnar áttu hug hans fram að því. Carrie er hins vegar dóttir gítarleikara. Hún fékk sína köllun á Bikini Kill tónleikum þegar hún var 14 ára. Afbrýðisemiskast? Árás Jack White á Jason Stollsteimer 13. des- ember s.l. kom mörgum á óvart þar sem Jack var lengi manna duglegastur að kynna sveitina fyrir umheiminum. JJann fékk The Von Bondies til þess að hita upp fyrir The White Stripes, hann bauð þeim að vera með á safnplötunni Sympadietic Sounds Of Detroit og hann pródúseraði fyrstu plötu sveitarinnar, Lack Of Communication, sem kom út hjá Sympathy For The Record fndustry útgáfunni árið 2001. Jack var líka um tíma kærasti Marcie Bolen. Sumir telja að árás Jacks hafi verið afbrýðisemiskast, en það er með öllu óstaðfest. Carrie Smith sem var vitni að atburðinum segir bara þetta: „Ég vona að Jack Wliite fái hjálp. Hann er ekki mjög hamingjusam- ur maður." Jack neitar sökum... Stooges, Cramps og Gun Club Pawn Shoppe Heart er pródúseruð af gamla Talking Heads og Modern Lovers meðlimnum Jerry Harrison. Hún hefur fengið ágætar mót- tökur hjá gagnrýnendum, enda fín bílskúrsrokk- plata sem minnir bæði á Stooges, The Cramps og gömlu eðalsveitian Gun Club, en bætir líka við nýjum hilutum. Jason hefur talað um Screamin Jay Hawkins, Litde Richard, Eric Burdon úr Animals og Otis Redding sem áhrifavalda. Kannski til að staðfesta aðdáunina á þeim síðast- nefnda er Otis Redding slagarinn Try A Littie Tenderness falið aukalag á plötunni. Jamelia komin úr barnsburðaleyfinu! Þó að breska söngkonan Jamelia sé ekki nema 23 ára gömul er hún búin að vera í tónlist í átta ár. Hún var uppgötv- uð þeg ar hún var 15 ára og mætti á skrifstofu Parlophone plötufyrirtækisins þar sem hún söng eigin lög án undir- leiks. Fyrsta stóra platan hennar kom samt ekki út fyrr en hún var orðin 19 ára. Hún heitir Drama og fékk ft'na dóma. Independent On Sunday sagði t.d. að „nú mætti Missy Elliott fara að vara sig“. Jamelia fékk ein Mobo-verðlaun árið 2000 og margir bundu miklar vonir við hana sem enska r&b- stjörnu sem gæti keppt við þær bandarísku. En þá varð stelpan ólétt og tók sér frí frá tónlistinni í heil þrjú ár. Jameliu fæddist dóttir í mars 2001, en í fyrra fór hún aftur að láta Jamelia Nautzhverrar minútu i stúdíóintí' með Chris Martin. tónlistinni. Þá kom smáskífan Superstar út. Hún sló í gegn í Bret- landi og Jamelia var tilnefnd til tveggja Brit-verðlauna (besti kven- kyns listamaðurinn og besta smá- skífan), en Dido hirti þau reyndar bæði. í dag kemur í verslanir ný útgáfa af Jameliu plötunni Thank You sem kom út í fyrra. Á henni eru m.a. smá- skífulögin Superstar, Bout (sem Rah Digga rappar í) og Thank You, en líka tvö lög sem voru ekki upphaf- lega á plötunni, þ.á.m. næsta smáskífa, See It In A Boy’s Eyes, sem sjálfur Chris Martin Coldplay-söngv- ari samdi með henni, en hún lýsir því samstarfi sem frábærri upplifun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.