Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 30
Il
30 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004
Síðast en ekki síst DV
Rétta myndin
Svartur veggur með hvítum tón.
Sama myndin?
Ha?
Eins og DV greinir frá ítarlega í
máli og myndum (en ekki hvað?) á
blaðsíðu 14 voru verðlaun fyrir
bestu ljósmyndir ársins afhent um
helgina. Okkar maður, Pjetur Sig-
urðsson, sigraði glæsilega
í flokki fréttamynda ársins
og mynd hans var sömuleiðis valin
ljósmynd ársins. Margir lyftu
brúnum þegar tilkynnt var um
íþróttamynd ársins, sem er af írisi
Eddu Heimisdóttur sundkonu og
er eftir Brynjar Gauta á Moggan-
um. Kom myndin mönnum kunn-
uglega fyrir sjónir og við nánari eft-
irgrennslan kom á daginn að hér er
nánast um sömu mynd að ræða og
sigraði sem besta íþróttamynd árs-
ins 2000. Munurinn er hins vegar
sá að þá mynd tók Ari Magnússon
og var hún af Erni Arnarsyni sund-
kappa.
I dómnefnd sátu þeir Bjarni
Eiríksson ljósmyndari á Morgun-
blaðinu í eina tíð og lögmaður í
dag, Odd Stefán ljósmyndari og
Valgarður Gunnarsson listamaður
og greinilegt að þetta sama mótív
hefur heillað þá líkt og dómnefnd-
ina árið 2000. Það sem hins vegar
truflar áhugamenn um ljósmynd-
un er sú staðreynd að íþróttirnar
eru sú grein sem býður einna mest
upp á tilþrif í ljósmyndun.
Efri myndin vann í ár Neðrimyndin vann
2000. Flottar saman og báðar jafn frábærar.
Kannski að eitthvað svipað vinni að ári.
• ÁtjánárayngismæráRaufar-
höfn, Árdís Höskuldsdóttir, gerði
Síðast en ekki síst
sér lítið fyrir og lagði tvo þunga-
vigtarmenn í keppni
um besta vísubotn-
inn. Keppnin var
haldin í tilefni þorra-
blóts heimamanna.
Vísubotnar bárust
_____alls staðar að af land-
inu Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra lenti í fjórða
sæti og séra Hjálmar
Jónsson dómkirkju-
prestur hreppti þriðja
sætið. Hagyrðingur
sem nefndi sjálfan sig
aðeins “0“ lenti í
öðru sæti á eftir Ár-
dísi, sem heimamenn
kalla reyndar Skundu...
• Sviptingar innan bókaheimsins
hafa ekki farið fram hjá áhuga-
sömum en mikla at-
hygli vakti þegar
Halldór Guðmunds-
son gekk til liðs við
sinn forna fjanda Jó-
hann Pál Valdimars-
son með það fyrir
augum að gefa út bók
sína um Halldór Laxness hjá JPV-
útgáfunni en ekki hjá
Eddu eins og til stóð.
Menn veltu því þá
fyrir sér hvort fjöl-
skylda Laxness
myndi fylgja í kjölfar-
ið með útgáfurétt á
verkum
nóbelsskáldsins,
bæði vegna vinfengis
Halldórs við fjöl-
skylduna og þá ekki
síður að Edda gaf út
umdeilda bók Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar
um Halldór Laxness sem fjöl-
skylda Laxness með
Guðnýju Halldórs-
dóttur í forsvari, hef-
ur ákveðið að kæra
fyrir ritstuld. Nú er
staðfest að Guðný og
ijölskyldan fer hver-
gi...
• Frétt um að Edda hafi nú treyst
mjög bönd sín við fjölskylduna
með því að endur-
nýja samninginn um
útgáfuréttinn á bók-
um Halldórs Laxness
vekur að vonum at-
hygli. Edda hyggðist
setja á fót sérstaka
Laxness skrifstofu sem hefur það
eina verkefni að sjá um að útgáfa
bóka Laxness, einkum ytra, megi
verða með sem bestu móti. Menn
velta því fyrir sér hversu langt Páll
Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu,
hafi þurft að teygja sig til að sam-
komulag næðist? Dugar skrifstofa
til að milda geð Guðnýjar? Það er
spurning, því óneitanlega ber
Edda ábyrgð á útgáfu bókar Hann-
esar sem svo mjög fór fýrir brjóstið
á fjölskyldunni? Eru auknar
greiðslur inni í myndinni? Og svo
það sem virðist augljóst: Tæplega
vænkast hagur Hannesar ef hann
bindur vonir við að Edda gefi út
annað bindi hans fyrirhuguðu
þriggja binda ritröð um Halldór
Laxness...
ÞETTAER MÍN FYRSTA ÞRIGGJA-RAMMA
MYNÐASAGA - GERÐ i SEPTEMBER 1994.
ERUÐ ÞIÐ AÐ FATTA HANA? :)
ÆTLI 'ÞEMINN* SÉ EKKI EITTHVAÐ í ÞÁ
ÁTTINAAÐ OFT BITNAR REIÐI OKKAR Á
ÖÐRUM EN HÚN BEINIST AÐ.
Islenskar stelpur Sjúki
söng og dans
Áheyrnarpróf Þessi mynd
var tekin þegar íslensk ung-
menni, ekki síst stúlkur,
flykktust i áheyrnarpróf Idol.
„Við áttum von á viðbrögðum en
augljóslega eru þessar undirtektir
langt umfram það sem vonir stóðu
til um,“ segir Einar Bárðarson at-
hafnaskáld.
Á miðvikudaginn síðasta auglýsti
Einar eftir söngkonum á aldrinum
18 til 26 ára og boðaði áheyrnarpróf
sem mun fara fram eftir viku. Við-
brögðin létu ekki á sér standa þegar
haft var samband við Einar með það
fyrir sjónum að skrá sig til þátttöku.
Álagið varð svo mikið, bæði á fimm-
tudag og föstudag að bæði símkerfi
og netþjónn fyrirtækisins Concert
gáfu sig. Áhugi stúlkna á þessum
aldri á söng og dansi virðist með
mestu ólíkindum og greinilegt að
þarna er talsvert meira framboð en
eftirspurn. Má velta því fyrir sér
hvaða aðstæður bjóða upp á svona
ásókn. Einar telur ljóst að mikil
vakning hafi verið í tengslum við
Idol keppnina og svo séu miklu færri
tækifæri fyrir stúlkur en stráka á
þessu sviði. Strák-
arnir rjúka bara út í
bílskúr og þaðan
upp á svið án þess
að láta það vaxa sér
í augum.
„Á venjulegum
degi fáum við svona
3 til 10 símtöl í
símanúmer Concert
en eftir að við aug-
lýstum eftir söng-
konum höfum við
ekki getað lagt niður tólið. En eins
og fyrr sagði brann símkerfið yfir
enda engan veginn búið undir álag
af þessu tagi,“ segir Einar en hann er
hinn leyndardómsfyllsti þegar hann
er spurður nánar út í það hvað hann
er að bauka. „Ég er að leita að 3 til 4
söngkonum, sem jafnframt eru
ófeimnar og geta dansað, sem eru til
f að taká þátt í að setja allt á annan
endann í sumar.“
Heimildir DV herma að hugsan-
lega sé Einar Bárðar með söngleik í
bígerð en líklegra þó að hann sé að
leggja drög að fyrsta alvöru stúlkna-
bandinu. Kunri eru tengsl.hans við
ýmsar vinsælar hljómsveitir, svo
sem Skítamóral, en hann hefur lagt
mörgum tónlistarmönnum til lög
sem hafa svo slegið í gegn. Sá sem
mun hafa umsjón með hinni faglegu
hlið er upþtökustjórinn Hafþór
Guðmundsson upptökustjóri en
Einar Bárðarson Leitar nú að þremurtil
fjórum söngkonum sem viija taka þátt i að
gera allt brjálað í sumar. Flest bendir til þess
að hann sé að leggja drög að fyrsta islenska
stúlknabandinu.
hann trommaði lengi með SSSól.
Allt þetta þykir renna stoðum undir
það að íslenskt stúlknaband sé í
uppsiglingu.
jakob@dv.is
Krossgátan
Lárétt: 1 blekking,4 ver-
öld, 7 fljótið, 8 karl-
mannsnafn, 10 ólykt, 12
spil, 13 geð, 14 magurt,
15 bekkur, 16truflun, 18
beitu, 21 losi, 22 greind-
ur, 23 þvingar.
Lóðrétt: 1 gijúfur, 2 sár, 3
boði,4farangur,5aftur,6
samskipti, 9 blómi, 11
kappnóg, 16 farvegur, 17
dýjagróður, 19 kjaftur,20
sýra.
Lausná krossgátu
jns 0Z 'uj6 6t 'Á|s
'sej 91 'uujá 11 'egnej 6'>h?w g'uua s'>|sejjn.|eq p 'Ja>|spu!|q £'uaq z'bIB t
■jáu>| £Z 'iá>|s ZZ '|sÁa| 12 'su6e g t
'>jsej 9t 'jas st 'VÁJ td 'pun| £t 'nju z L '>|Áuj oi 'iujy 8'uej|a 2'wiaq t>'qqe6 t :jjajei
Veðrið
+6 **
Strekkingur
+6* 4
' Strekkingur
+3“ Strekkingur
Í2K
+7 **í ,,
Strekkingur
+fQ\
4 é Nokkur
vindur
Qf
xje * 4 I
Nokkur
vindur
4 o Allhvasst
I