Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. MARS2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- anauglysingar@dv.is..- Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Villtur alinn Vopnfiskur ehf. hefur tvö sfðustu sumur stundað tilraunir með að veiða þorsk í gildrur innst í Vopnafirði og ala hann þar áfram í heppilega sláturstærð. Að Vopnfisk standa nokkrir víðsýnir ein- staklingar og Vopna- fjarðarhreppur. Guð- mundur W. Stefánsson hefur umsjón með eld- inu. Kennaratilboð Nokkrar góðar kenn- arastöður hafa verið auglýstar lausar til umsóknar í Fjarða- byggð. Kennara vantar í Nes- skóla í hann- yrðum, íþrótt- um og til kennsiu í yngstu deildum og almennt á unglingastigi. Grunn- skola Eskifjarðar vant- ar einnig kennara í heimilisfræðum og ís- lensku á unglingastigi. Á Reyðarfirði er svo laus til umsóknar 50 prósent staða í heim- ilisfræðakennslu og smfðum. Upplýsingar veita skólastjórar á hverjum stað. Frænka í Hólmavík Leikfélag Hólmavíkur æfir nú af kappi leik- ritið Frænka Charley's eft- ir Brandon Thomas. Þetta er gam- alkunnur farsi sem skrifaður var fyrir rúmum 100 árum. Leikstjóri er Arnar Snæberg Jónsson á Hólmavfk. Leikendur eru 10 talsins. =J :0 •ö c (TJ sz < UJ c o l/l o n. CQ “O XI 3 CT> Fleiri strákar í fyrra fæddust 4.142 börnhér á landi. Drengir voru fleiri en stúlk- ur eða 2.101 strákar á mótl 2.041 stelpum. Þetta eru fleiri fæðingar en árið áður en þá þær 4.049. voru -o Vestrið er berskjaldað Vopnaðir lambhúshettumenn frá íslandi eða Spáni hefðu ekki getað hindrað hryðjuverkið í járnbrautarlestunum í Madrid né komizt að því, hverjir frömdu ódæðið. Lambhúshettumenn henta betur til að ná afsöguðum haglabyssum af dauða- drukknum Islendingum, sem hafa keypt of mikið áfengi í Ríkinu. Dálkahöfundurinn Nicholas D. Kristof ræddi í New York Times í vikunni um tvo möguleika á hryðjuverkum í New York. Annar er skjalatösku-atómsprengja í Grand Central, sem mundi drepa hálfa milljón manns. Hinn er kóbaltsprengja í Wall Street, sem mundi gera borgarhlutann óbyggilegan í marga ára- tugi. Auðvelt var að útvega dýnamítið, sem not- að var í Madrid. Svipuðu magni hefur meira að segja verið stolið úr augljósum geymslum á Islandi. Sprengihæft kóbalt fæst í eins þuml- ungs breiðum og eins fets löngum stöngum, sem eru notaðar í hundraðatali við geislun matvæla í bandarfskum fyrirtækjum. Lykilþættir í atómsprengjum hafa verið á frjálsum markaði. Komizt hefur upp um Abdul Kader Kahn, sem sá um framleiðslu atómsprengja í Pakistan. Hann græddi stórfé á að selja afurðir sínar til Líbíu og Norður- Kóreu. Þar sem hann er heittrúarmaður, ótt- ast menn, að hann hafi selt til A1 Kaída. Menn óttast líka að atómsprengjur hafi far- ið á markaðinn eftir upplausn Sovétríkjanna, þegar eftirlit var í molum og lykilmenn gátu drýgt sultarlaun með því að koma slíkri vöru á framfæri við lysthafendur í útlöndum. Ekki hefur tekizt að gera grein fyrir öllum atóm- vopnum Sovétríkjanna. Vandamál Vesturlanda í öllu þessi öryggis- leysi er, að viðbrögð yfirvalda eru að tölu- verðu leyti gagnslaus og þau eru verri en gagnslaus að því leyti, að þau dreifa athygl- inni frá raunverulegri hættu á borð við dýnamítið í Madrid. Efling vopnaðra sveita lambhúshettumanna er dæmi um slík mistök. Alvarlegust eru mistökin í Bandaríkjunum, þar sem utanríkisstefnan snýst eingöngu um að tryggja endurkjör forsetans. Þar er stefnt að handtöku Osama bin Laden í tæka tíð fyrir kosningar. Til þess þarf aðstoð Pakistans og þess vegna er verzlunarferill Abdul Kader Kahn eldki kannaður. Af innanpólitískum ástæðum í Bandaríkj- unum hefur orku, fé og fólki verið fórnað í styrjöld gegn frak, sem átti engin gereyðing- arvopn og enga alþjóðlega hryðjuverkamenn fyrir stríð. í staðinn hafa Pakistan og Sádi- Arabía verið látin í friði, þar sem er upp- spretta trúarofstækis gegn vestrinu. Aukin vopnaleit í farangri er margfalt öfl- ugra tæki gegn hryðjuverkum á borð við ódæðið í Madrid heldur en vopnaðir lamb- húshettumenn og styrjaldir með tilheyrandi stríðsglæpum Bandaríkjanna, sem magna hatrið og næra hryðjuverkin. Jónas Kristjánsson Passíur fornar og nýjar Við erum afar biblíufróð hér á DV þótt við höfúm hingað til ekki flaggað þeim vísdómi mjög oft vegna þess hve önnum kafln við erum við önnur störf. Okkur þykir þess vegna svolítið fyndið að fyigjast með umræðum um kvik- mynd Mel Gibsons, Passion of the Christ Þær umræður em nefnilega í stórum dráttum á algjörum villigöt- um, að minnsta kosti ef svo á að heita að þær snúist um að hversu miklu leyti Mel Gibson styðjist við „sannleikann" í bíómyndinni sinni, eða hvort hann „halli réttu máli“ einhvers staðar - og er þá einkum vísað til þess hvort og hvemig Gyðingar em meðhöndlaðir í myndinni. Hvort þar verði vart Gyð- ingahaturs. Þessar umræður em á villigötum 10 næstu myndir Mel Gibson The Sexual Secrets of Maria Magdalena The Last Kiss of Judas First Breakfast - last Supper The Denial of Peter The Carpenter's Stepson Born Among Sheeps Walking On Water The Big Hangover With Lazarus 9* The Weelchair Miracle The Return of the Christ - He's Back... and He's Angry... (Hafnar eru sýninga rá nýjustu mynd Mel Gibson, The passion of the Christ, hérá landi.) Fyrst og fremst vegna þess að allir sögufróðir menn vita fiillvel að frásagnir guðspjalla- mannanna em mjög vafasöm heimild um krossfestingu lesú, að minnsta kosti um hin fínlegri blæbrigði um hver gerði hvað og hver áttí sök á hveiju. Ástæðan er sú að guðspjöllin vom skrifúð mörgum áratugum eftír krossfestinguna og byggð á munn- mælum og sögusögnum. Þá höfðu höfúndar guðspjallanna líka mjög ákveðið „agenda" eins og það heitir á góðri íslensku. Þar sem þeim var í mun að hinn nýi kristni söfnuður fengi þrif- ist í Rómaveldi varð að draga eins og kostur var úr þeirri staðreynd að auð- vitað var það rómverski landstjórinn Pontíus Pflatus sem krossfestí Jesú og enginn annar. Leiðtogar Gyðinga vildu áreiðanlega losna við hann en þeir bera þó ekki „sök" á krossfestingunni og „lýðurinn" í Jerúsalem hrópaði al- veg áreiðanlega ekki á blóð hans. Umræður um hvernig Gibson gengur að halda sér við „sannleika" guðspjallanna snúast því í rauninni alls ekki um sögulegan sannleika, heldur tilbúinn. Halldór Laxness tók dagbækur Magnúsar Hjaltasonar og samdi upp úr þeim sögu Ólafs Kára- sonar Ljósvíkings. Ef einhver gerði svo kvikmynd upp úr Heimsljósi væri álflca fáránlegt að hefja miklar umræður um ævi Magnúsar Hjaltasonar út frá þeirri mynd, eins og að skeggræða nú „sann- leikann" út frá mynd Mel Gibsons upp úr guðspjöllunum. En þær umræður eru nú þegar hafnar og orðnar hinar íjömgustu. Á heimasíðu hins dular- fulla bloggara Badabing lætur skrifari sér hins vegar fátt um finnast: „Ég ætl- aði að fara á forsýningu á Jesúmynd- inni hans Mels Gibson í dag en náði ekki að loka blaðinu tímanlega og sendi því Dignus í minn stað. Ég er svo sem ekkert að svekkja mig á þessu þar sem ég hef mátulega mikinn áhuga á þessari mynd. Ég meina hvað þarf að segja og filma þessa sögu af Krosslafl oft? Það er ekki eins og þetta sé spenn- andi og ef fólk sá ástæðu til að kvarta yfir því að það vissi að Titanic myndi enda með því að dallurinn sykki hvað má þá segja um píslarsögu himna- draugsins sem smollinkríaði móður sína? Ég er sjálfsagt ekki að skemma íyrir neinum þó ég upplýsi það hér og nú að hann endar á krossinum." Á vefnum Vantrú.net er reyndar að finna mildnn umræðubálk sem snertir dáfítíð umræðumar um hvort mynd Gibsons „kenni Gyðingum um“ kross- festinguna eður ei. Þær hóf einhver sem kallar sig því hógværa nafni „Frelsari" og fjargviðrast yfir því að Passíusálmamir séu hafðir í miklum metum hérlendis, því í þeim sé að finna allsvæsið Gyðingahatur. „Frels- arinn" segir. „Sökum þreytu eða guðsótta áttar fólk sig ekki á því að innihald þeirra er best varðveitta þjóð- arskömm olckar íslendinga. Ég er viss um að ef stofnun Simon Wiesenthal fengi þýðingu af sálmunum í sínar hendur þyrftu ýmsir að biðjast opin- berlega afeökunar... Á hverjum degi í Rfldsútvarpinu fyrir páska eru sálm- amir lesnir í útvarpi. Þeir eru einnig kenndir í skólum og til þeirra vitnað af mætum mönnum á ögurstund. Passí- an er dálætí Þjóðkirkjunnar þar sem hún kemst næst guðspjöllunum að heilagleika. Á einhvem ótrúlegan hátt hefúr kristín trú og íslenskur þjóð- rembingur blindað sýn. Staðreyndin er sú að Passíusálmamir em uppfúllir af óafsakanlegu Gyðingahatri séra Hallgríms. Gyðingahatur Saurbæjar- klerksins hljómar í eyrum nákvæm- lega eins og hatur Marteins Lúters, læriföður Þjóðkirkjunnar, sem hún kennir nafii sitt við... Ég skora á Rfldsútvarpið á að hætta þessum ógeðfellda upplestri á kenn- ingum um „vondu Júðanna" þeirra Hallgríms, Lúters og Hitlers. Aldrei ættu þessir sálmar að sjást í skólum landsfris né á opinberum stöðum. Af- leiðingar samskonar áróðurs í Evrópu kostuðu milljónir Gyðinga lífið með skelfilegri þjáningu og með ævarandi skömm fyrir gerenduma. Þann hryil- ing má aldrei endurtaka og við berum siðferðilega ábyigð sem ekki er hægt að skorast imdan." Rétt er að taka fram að þessi skrif „Frelsara" hafa ekld vakið einróma hrifhingu þeirra sem skrifa á Vantrú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.