Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004
Fréttir DV
Hótanirí
Þorlákshöfn
„Okkur hafa borist til-
kynningar um að Heimir
hafi átt í hótunum við bæj-
arbúa," segir Þröstur Brynj-
ólfsson, yfirlögregluþjónn á
Selfossi. DV hefur greint frá
aðstæðum Sigurgeirs Krist-
inssonar, þroskahefts
manns, sem búið hefur á
lofti Trésmiðju Heimis í
Þorlákshöfn. Þar hefur hann
þurft að þola harðræði
vinnufélaga sinna sem með-
al annars hafa leikið sér að
því að blanda laxerolíu í
mat hans. Brynjar Heimir
Guðmundsson, eigandi tré-
smiðjunnar og umsjónar-
maður Sigurgéirs, hefur ít-
rekað slitið sambandi við
blaðamann spurður um
málið. Nú berast sögur af
því að hann eigi í hótunum
við þá íbúa í Þorlákshöfn
sem láta sér annt um Sigur-
geir. Lögreglan staðfestir
þetta en tekur fram að 'eng-
in kæra hafí enn verið lögð
fram.
Samsonar í
innkaupum
Samson Global Holding,
sem er í eigu sömu manna
og Samson eignarhaldsfélag
sem á ráðandi hlut í Lands-
bankanum, keypti í gær
6,45% hlut í Eimskipafélag-
inu af Tryggingamiðstöð-
inni. TM hagnaðist um
1.350 milljónir á viðskiptun-
um. Á sama tíma keypti
Samson eignarhaldsfélag
stærri hlut í Landsbankan-
um íyrir tæpa 2 milljarða
króna.
Gekk út með
skjávarpann
Skjávarpa var stolið úr
verslun Bræðranna Orrns-
son í Lágmúla í gærdag. Að
sögn lögreglu
mun þjófur-
inn einfald-
lega hafa
gengið inn í
verslunina og klippt
á rafmagnssnúru skjá-
varpans, tekið hann undir
hendina og gengið út úr
búðinni aftur án þess að
starfsfólk yrði vart við neitt
misjafnt íýrr en á allra síð-
ustu stundu. Skjávarpinn
kostar um 150.000 kr.
Hnuplaðivigt
íÁmunni
Nokkuð var um að þjófn-
aðir væru tilkynntir til lög-
reglunnar í Reykjavík eftir
hádegið í gærdag. Meðal
annars var nokkuð dýr-
mætri vigt hnuplað úr vín-
búðinni Ámunni í Skeif-
unni. Þetta er forláta gripur
sem kostar 25.000 kr. Af öðr-
um þjófnuðum má neína að
úr bílskúr í Breiðholti var
stolið gömlum peningaskáp
og 20 flökunarhnífum og á
Öldugötunni var hnuplað
veski úr yfirhöfn.
Maður sem útvegaði morfín fyrir Vaidas Jucevicius segist ítrekað hafa boðist til að
koma honum til læknis. Þegar hann innti eftir ástandi Litháans fékk hann þau svör
að honum væri batnað þegar hann var í raun látinn. Einn líkmanna segist saklaus.
Dáinn Vaidas
sanöur frískur
Fertugur maður sem útvegaði morfín handa
hinum þjáða Vaidasi Jucevicius segir sér hafa
verið sagt að Vaidasi hafi verið batnað föstu-
dagsmorguninn 6. febrúar. í raun hafði Vaidas
andast þá um nóttina. Þetta kom fram við yfir-
heyrslur á fimmtudag.
Dyravörður reddar morfíni
Morfínmaðurinn mun hafa starfað með Grét-
ari Sigurðarsyni í dyravörslufyrirtæki Grétars.
Hann var handtekinn á fimmtudag og leiddur
fyrir dómara þar sem hann játaði að hafa útveg-
að eitt spjald af Contalgin-töflum fyrir Vaidas.
Maðurinn bar við lokaðar yfirheyrslur að hafa ít-
rekað boðist fram aðstoð við að koma Vaidasi
undir læknishendur. Því boði hafði verið hafnað.
Vaidas varð fárveikur á fimmtudeginum 5.
febrúar. Þann dag hafði hann ætlað að halda aft-
ur úr landi en sneri við á leiðinni út á flugvöll þar
sem hann var ekki ferðafær vegna veikinda
sinna. Hann hafðist við í íbúð Tomasar Mala-
kauskas í Furugrund í Kópavogi. Þar lést hann
aðfaranótt föstudags. Maðurinn sem útvegaði
morfínið sagðist hafa sett sig í samband við fé-
laga Vaidasar um morguninn og þá fengið áður-
greint svar um að Vaidas væri orðinn heill heilsu.
Gáfu Vaidasi hægðateppandi lyf
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
ríkislögreglustjóra, staðfestir að morfínmaðurinn
hafi verið handtekinn og færður fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur þar sem hann játaði aðild sína að
málinu: „Það er staðfest að hann útvegaði lyfið.
Furugrund Vaidas Jucevicius lést íþessari íbúð sem Tomas
Malakauskas hefur haft á leigu I Furugrund I Kópavogi. Stífla
myndaðist I Vaidasi þannig að 57 hylki með amfetamln
komust ekki leiðar sinnar úr maganum og áfram meltningar-
veginn. Félagar hans gáfu honum morfin.
Lyfið leysist hægt upp í melt-
ingarvegi og að aukaverkanir
geti verið hægðatregða, önd-
unarlömun, svimi og höfgi.
I-Iins vegar liggur ekki fyrir hvaða áhrif lyfið hafði.
Það liggur heldur ekki fyrir hvar maðurinn útveg-
aði lyfið en reiknað er með að það hafi verið skrif-
að út á lýfseðil," segir Arnar.
Contalgin er afar sterkt verkjalyf sem til dæm-
is er gefið krabbameinssjúklingum. Lyfið er eftir-
sótt meðal eiturlyfjaneytenda sem virðast eiga
býsna greiða leið að því gegnum ávísanakerfi
læknastéttarinnar. Contalgin morfínhylkin áttu
að lina þjáningar hins magastíflaða Vaidasar. Á
doktor.is eru upplýsingar um eiginleika Contalg-
ins. Meðal annars er sagt frá því að lyfið leysist
hægt upp í meltingarvegi og að aukaverkanir geti
verið hægðatregða, öndunarlömun, svimi og
höfgi.
Ekki liggur enn fyrir hvort og þá hversu stóran
þátt morfínið átti í láti Vaidasar.
Jónas kannast ekki við iík í skottinu
Tomas Malakauskas játar aðild sína að lík-
fundarmálinu á Neskaupstað samkvæmt heim-
ildum DV innan lögreglunnar.
Játning Tomasar, sem kemur í kjölfar játning-
ar Grétars Sigurðarsonar, gerir að verkum að
upplýst má telja um það hvernig andlát Vaidasar
og förgun líks hans bar að höndum.
Jónas Ingi Ragnarsson neitar enn allri aðild
að málinu. Staða hans virðist þó afar veik gegn
framburði Grétars ogTomasar. Jónas hefur með-
al annars gengist við því að hafa farið með Tom-
asi á leigujeppanum á Neskaupstað og til baka.
Talið er öruggt að lík Vaidasar hafi verið flutt í
þeim jeppa austur á land.
Allir þrír í eiturlyfjainnflutningi
Ríkislögreglustjóri telur sig hafa nokkuð ljósa
vitneskju um atburðarásina frá því Vaidas kom
til landsins og þangað til honum var steypt látn-
urn fram af bryggjunni í Norðfirði. Rannsóknin
beinist nú einkum að því að sanna aðild þre-
menninganna ásamt Vaidasi að fíkniefnainn-
flutningnum og hvort um fleiri tilfelli innflutn-
ings var að ræða. Sú rannsókn fer fram bæði hér-
lendis og í Litháen.
Vaidas Félagi Grétars og Jónasar
reddaði sterkum verkjalyfjum og
bauðst til að koma honum undir
læknishendur.
Tomas Mala- Grétar Sigurðar- Jónas Ingi Ragn-
kauskas Staðfesti son Viðurkenndi arsson Játning
játninguna sina I að hafa átt aðild hefur ekki fengist
Héraðsdómi að Neskaupstað- frá honum..
Reykjavikur. armálinu.
„Það lágu strax fyrir grunsemdir um að þeir
sem nú eru í haldi hafi verið þátttakendur í inn-
flutningnum," segir Arnar. „Allt sem komið hef-
ur fram til þessa hefur rennt stoðum undir þenn-
art grun. Rannsóknin núna beinist að því að
kanna hvort þetta er einstakt tilvik eða hvort um
fleiri tilvik eru að ræða.“
Kenningin um afdrif Vaidasar staðfest
Atburðarrásin virðist vera sú sem áður hefur
komið fram. Vaidas hafi veikst eftir komuna til
landsins, ætlað heim til Litháen en ekki verið
ferðafær vegna verkja. Hann hafi látist aðfar-
anótt föstudagsins 6. febrúar á heimili Tomasar í
Kópavogi. Líki hans hafi verið rúllað inn í
filtteppi úr Byko og flutt þannig í Neskaupstað.
Þar hafi líkinu verið varpað í sjóinn við neta-
bryggjuna þar sem það fannst síðan fyrir helbera
tilviljun miðvikudaginn 11. febrúar.
Aska Vaidasar var flutt heim til móður hans í
Telsiai í Litháen fyrr í vikunni.
gar@dv.is
Sniðugt morð á Skjá einum
Úff, eins mikill aðdáandi og
Svarthöfði er á íslenskum kvik-
myndum, þá gat hann ekki stillt sig
um að stynja eilítið við fréttunum
af því að kaupa ætti allar myndir
Kvikmyndasamsteypunnar, og þá
Friðriks Þórs Friðrikssonar, til
næstu 30 ára. Þetta vill Ríkissjón-
varpið gera og minnir óneitanlega á
þegar þeir keyptu allar sænsku
myndirnar um árið og sýndu linnu-
laust á besta sýningartíma. Og ekki
er verið að halla á Friðrik og þær
myndir sem hann hefur komið ná-
lægt með því að segja að það sé full-
mikið af hinu góða að kaupa sýn-
ingarétinn af myndum hans næstu
30 árin. Engar myndir eru það góð-
ar að Svarthöfði þoli að sitja undir
þeim í 30 ár. Jafnvel þótt það bjargi
ástsælasta leikara þjóðarinnar frá
gjaldþroti.
Hinsvegar eru það gleðitíðindi
m
Svarthöfði
að loksins skuli vera búið að losa
Sýn við enska boltann. Þetta var
þeim mikill hælbítur og eyðilagði
annars frábæra dagskrá. Ljósbláu
myndirnar eru þar í sérflokki og
skemmtilegir margir þættirnir
þeirra. I raun ættu þeir bara að hafa
erótíkina allsráðandi. Það hafa alla-
vega fleiri áhuga á kynlífi en fót-
bolta, svo mikið er víst.
Þetta er líka svo sniðugt útspil
hjá íslenska útvarpsfélaginu. Að
losa sig við samkeppnisaðilann
með þessum hætti. Á Skjá einn
horfa eiginlega bara konur (sem eru
farnar að ráða yfir fjarstýringunum,
meira að segja). Þær vilja Dr. Phil,
Judging Amy og hana Sirrý. Nokkuð
ljóst að þær munu skipta um stöð
og hætta að horfa á Skjá einn um
leið og enski boltinn kemur á skjá-
inn. Hann er sem sagt dauður og
þarf Sigurður Gé Guðjónsson ekki
að hafa áhyggjur af þeim framar.
Svarthöföi.