Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Fréttir 0V Óáægja með Evróvisjon Stjórn FÍH gerir alvar- legar athugasemdir við ákvörðun forsvarsmanna RÚV að fella niður forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. í yf- irlýsingu segir:„Foi keppnin hefur orðið til þess að margar tónlistarperlur hafa litið dagsins ljós og orðið ódauðlegar í meðför- um vinsælustu hljómlistar- manna landsins. Með nú- verandi fyrirkomulagi eru þeir útilokaðir frá keppninni... og þjóðin verður af góðri og spenn- andi skemmtun." Ákærð fyrir barnsdráp Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir mann- dráp vegna þess að sonur hennar fæddist andvana. Melissa Ann Rowland gekk með tvíbura og munu læknar ít- rekað hafa ráðlegt henni að láta taka börnin með keisaraskurði. Þessu hafnaði Rowland á þeim forsendum að hún kærði sig ekki um ör sem fylgir slíkum skurði. Hún fæddi tvíbura þann 13. janúar sl. og var annar þeirra andvana. Saksókn- ari í Salt Lake-borg telur að Rowland hafi með ákvörð- un sinni verið völd að dauða barnsins. Málið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum og ekki inunu fordæmi fyr- ir því að fólk sé ákært fyrir að fylgja ekki ráðlegging- um lækna. Rowland neitar sök í málinu og segir nú að hún hafi ekkert á móti keisaraskurði. Hún getur átt yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi verði hún fundin sek fyrir dómstólum. Sigurður Viggósson „Já,já, hingað er að koma nýr bæjarstjóri frá Siglufirði sem ákveðið hefur verið að sam- þykkja," segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda fisk- vinnslu á Patreksfirði og bæjar.- stjórnarmaður Vesturbyggðar. Sigurður er i minnihluta en list vel á Guðmund Guðlaugsson sem hefur meðal annars sér til ágætis að vera reynslumikill á sviði bæjar- stjórnarmála. „Það er látið vel af honum. Ég hitti hann i gærog við fyrstu kynni líst mér vel á hann." Það stefnir i rólega helgi á Patreks- firði enþar safna mennnú kröft- um til að taka vel á því að viku Landsíminn liðinni.„Þá halda fyrirtæki og stofnanir sameiginlega árshátíð og er búist við 300 manns. Við erum alltafmeð heimatilbúin skemmtiatriði og verður þá væntanlega skotið á heimamenn en vonandi í hófi. Jú, og svo er náttúrlega Patreksdagurinn þann 17. þessa mánaðar. Þá mun mæta Trió Björns Thoroddsen. Ekki má gleyma því," segir Sigurður. Mikil rigning hefur verið fyrir vestan eins og viðast hvar á landinu og enginn snjór. Þeir gráta þaðsnjó- sleða- og skiðamenn en fleiri eru þó til að fagna snjóleysinu Fjórir sendiherrar eru 65 ára eöa eldri, þar af þrír fyrrum ráðherrar Alþýðuflokks- ins. Einn af þeim er Jón Baldvin Hannibalsson sem setti þá reglu sem utanríkisráð- herra að sendiherrar ættu að jafnaði ekki að vera eldri en 65 ára í starfi. Hann varð sjálfur 65 ára fyrir þremur vikum. Uppstokkun á sendiherrastöðum.framundan. Baldvins hittir snn Menn í utanríkisþjónustunni og stjórn- málum velta fyrír sér hvort Halldór hyggist skipa í stöður þeirra manna sem nú eru að komast á aldur, áður en hann lætur afembættinu. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkis- ráðherra setti hann þá reglu að sendiherrar ættu ekki að vera lengur í embætti í útlöndum þegar þeir næðu 65 ára aldri. Hann segir þetta hafa ver- ið gert til að laga utanríkisþjónustuna á sínum tíma. „Ég setti innanhússreglur á sínum tíma sem voru tvær," segir Jón Baldvin. „Önnur var um að sendiherrar ættu að jafnaði ekki að vera lengur en átta ár samfellt í stöðu í útlöndum og hin um að sendiherrar ættu að jafnaði ekki að vera eldri en 65 ára í embætti,“ segir hann. Jón Baldvin segir að á þeim tíma sem reglurnar voru settar, hafi marg- ir sendiherrar verið samfellt lengi í útlöndum, sumir hátt í þrjá áratugi. Sjálfur 65 ára Þann 21. febrúar síðastliðinn varð Jón Baldvin sjálfur 65 ára. Hann hefur verið sendiherra í Helsinki í rúmt ár. í árslok 2005 eru komin átta ár síðan hann fór fyrst til sendiherrastarfa. Síðar á árinu ná tveir aðrir sendiherrar sem eru fyrrver- andi ráðherrar Alþýðuflokksins 65 ára aldri. f nóv- ember nær Eiður Guðnason, sendiherra í Kína, áfanganum og í desember verður Kjartan Jó- hannsson sendiherra í Brussel 65 ára. Allir þessir Ungir menn á uppleið Kjartan Jóhannsson sendiherra í Brussel og Eiður Guðnason sendiherra i Kina. Verða báðir 65 ára siðar á árinu. menn hafa verið skamma hríð í sínum stöðum. í Tókýó situr Ingimundur Sigfússon sem sendi- herra en hann varð 66 ára í janúar. Geta unnið áfram fyrir ráðuneytið Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, segir að 65 ára reglan sé inn- anhússregla sem sé notuð til viðmið- unar. „Fólk getur átt von á því að það styttist í útivistinni þegar það hefur náð 65 ára aldri,“ segir hann. Ráðuneytið sækist gjarnan eftir fram- haldi á vinnu sendiherra þótt þeir hafi náð þessum aldri. Til að mynda sinnir Björn Dagbjartsson verkefnum fyrir við- skiptaskrifstofu Jón Baldvin Hannibals- son Setti viðmiðunarreglu um að sendiherrar ættu ekki að vera eldri en 65 ára i embætti i útlöndum enernú sjálfur orðinn 65 ára. ráðuneytisins þótt hann sé orðinn 67 ára. Hann var sendiherra í Mósambík, þar til fyrir fáeinum mánuðum. Skipar Halldór í stöðurnar? Það er utanríkisráðherra sem skip- ar sendiherra og á undanfömum árum hefur Halldór Ásgrímsson skipað marga stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Síðast var Tómas Ingi Olrich gerður að sendiherra í París en hann tekur ekki við því starfi fyrr en síðar á árinu. Menn í ut- anríkisþjónustunni og stjóm- málum velta fyrir sér hvort Halldór hyggist skipa í stöður þeirra manna sem nú eru að komast á aldur, áður en hann lætur af embættinu til að verða forsætisráðherra í haust, eða hvort hann láú eftir- manni sínum það eftir. kgb@dv.is - Þrenging á fæðingarvegi Konur vilja ánægjulegt kynlíf „Það kemur fyrir að konur óski eftir svona aðgerð en ég held að það tengist í flestum tilfellum óþægind- um sem rekja má til erfiðra fæðinga,'1 segir Arnar Hauksson, kvensjúk- dómalæknir hjá Mæðravernd, um orðróm þess efnis að konur sækist í auknum mæli eftir aðgerðum sem þrengi fæðingarveg þeirra. Þannig á ánægja þeirra í kynlífi að aukast. Arn- ar kannast ekki við að aukist hafi að konur óski eftir því að læknar géri þessa aðgerð eingöngu ánægjunnar vegna. Hjá Mæðravernd geta konur fyllt út lista þar sem ýmsar sérþarfir eru skráðar. Meðal þess eru óskir um að gert sé við ör sem myndast hafa vegna þess hve illa þær hafi rifnað f fyrri fæðingum. „Það er talsvert um að konur séu ekki ánægðar með sig eftir fæðingar og þær finni til allt annarrar upplifunar í kynlífinu en áður,“ segir Arnar en þá eru konur teknar inn eftir að þær hafa jafnað sig eftir fæðingu og útséð um að þær verði aftur samar. Amar neitar ekki að konur leiti til lækna vegna þess að þær vilji aðgerð sem geri þeim kleift að njóta kynlífs betur. Það sé hins vegar ekki endilega nýtt og hefur Arnar ekki orðið þess var að beiðnum hafi fjölgað. Rafn Ragnarsson lýtalæknir segir að konur leiti ekki með þessar beiðnir til lýtalækna og er á því að um sögu- sagnir séu að ræða. „Er þetta ekki bara í tengslum við umræður um lýtaað- gerðir. Ég held að svo sé og jafnvel komið beint frá Ameríku," segir Rafn sem bendir á að mikið sé rætt um þessi mál vegna fjölmiðlaumfjöllunar. Konur vilja gott kynlíf Ekki hefuraukist að konur biðji lækna gagngert um aðgerð til að njóta ásta betur með því að þrengja leggöngin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.