Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Fókus D V Heioarlegur falsari kaupir l______________________________________________r___________________________________________;_______u.___ * ■ ■_ ■ ' «"% 'T' i ■*' Jónas Freydal Hann er ánægöur með aö hafa áfrýjaö málinu en hann heldurþvl fram að ekkert sé að marka þessa sjálfskipuðu listaspekúlanta og er reyndarþeirrar skoðunar að þeir hafi skipulega falsað og rangtúlkað listasöguna. „Tii marks um það erþessi fjöldi mynda sem ekki þekktust en eru nú knmnnr fmm ídnnsliðsið hiá Rruun " Jónas Freydal, sak- borningur í stóra mál- verkafölsunarmálinu, situr úti i Kanada og undirbýr mál sitt áður en það kemur fyrir Hæstarétt. Hann hef- ur fengið augastað á málverkauppboði í Kaupmannahöfn þar sem má gera reyfara- kaup. Um leið og hann segir afþeim notarJónas tækifærið og sendir listfræðing- um íslands tóninn. Eg er alveg ákveðinn í að kaupa einhver verk. Gera má göð kaup. I mínum augum er þetta alls ekki óeðlilegur fjöldi af mynd- um. Ég hef alltaf haldið því fram að það sé alveg hellingur af myndum á markaðnum í Danmörku," segir Jónas Freydal, sem dæmdur var af Hæstarétti á síðasta ári fyrir að hafa vitandi vits selt tvær myndir sem taldar eru falsaðar. Málinu var áfrýj- að af öllum aðilum, bæði sakborn- ingunum Jónasi og Pétri Þór Gunn- arssyni sem og saksóknara. Danski uppboðshaldarinn Knud Bruun býður nú fram hvorki meira né minna en 27 myndir eftir nokkra af meisturum hins íslenska mál- verks. Meðal listmálaranna eru þrjú verk eftirÁsgrím Jónsson, fimm eftir Kjarval og fjögur verk eftir Þórarin B. Þorláksson en verk eftir þessa snill- inga voru til skoðunar í því sem nefnt hefur verið stóra málverka- fölsunarmálið. Ótrúlegt framboð meistara- verka Þegar fölsunarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þótti sú staðreynd hversu mörg íslensk verk voru í umferð í Danmörku benda til þess að þau væru fölsuð. Um var að ræða 102 verk en einungis þótti sannað að innan við tíu væru fölsuð. Meðal annars kom þetta sjónarmið fram í vitnisburði Ólafs Inga Jónssonar forvarðar en hann var (og er) einn helsti ákær- andi í málinu. „Voru það ekki bara orð Ólafs Inga?“ spyr Jónas á móti en hann dvelur nú í Kanada og býr sig undir réttarhöldin sem fram undan eru í Hæstarétti. „Hann hlýtur að fara að taka þau orð aftur þar sem svo virð- ist sem íslenskum myndum á mark- aðnum í Danmörku hafi ekki fækkað þó svo að báðir sakbomingamir sé hættir að kaupa og selja í Dan- mörku." Að sögn Jónasar gerði Ólafur á sínum tíma samanburð á verkum seldum í Gallerí Borg og í Klaustur- hólum. „Hann gleymdi bara að minnast á að Klausturhólar voru búnir að loka á þeim tíma sem hann gerði sainanburðinn. Ég mun ekki gera samanburð á sölu verka hjá Bm- un og Gallerí Borg, enda er Gallerí Borg búið að loka svo slíkur saman- burður væri eins og svo margt annað sem komið hefur frá Ólafi, ákaflega hjákátlegur." Jónas er þeirrar skoð- unar að nægt ffamboð sé á verkum eftir íslenska meistara í Danmörku. Skjálfskipaðir listspekúlantar DV gat ekki stillt sig um að spyrja Jónas, hinn meinta falsara, hvort umræddar myndir á væntanlegu uppboði Bruun væm falsaðar. Jónas grípur til háðsins: „Ég tel að þetta sé allt meira eða minna falsað þetta dót. Nema þá að listfræðingarnir sem vitnuðu fyrir Héraðsdómi hafi ekki verið að segja satt. Það em sér- staklega 4 myndir eftir Þórarin B. sem ættu að vera falsaðar, því slíkar myndir áttu að vera svo rosalega sjaldgæfar og myndverk eftir hann frá Danmörku enn sjaldgæfari. Einnig má benda á að í þeim fáu til- fellum sem fylgir eigendasaga em þær frá látnu fólki. Fræðingunum hlýtur að finnast þetta hljóma kunn- uglega. Það sama á við um myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.