Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 28
28 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004
Fókus DV
Aðbúnaður þeirra sem minna mega sín s.s. öryrkja, fatlaðra, aldraðra
og þroskaheftra hefur verið talsvert til umræðu eftir að mál Sigurgeirs
Kristinssonar á Þorlákshöfn kom upp í vikunni. Víða vantar úrræði fyrir
þá sem eiga um sárt að binda og margir einangrast í eymd sinni. Mála-
flokkarnir skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga og einnig ráðuneyta.
Þessir stjórnsýsluaðilar benda svo hver á annan þegar fólk leitar réttar
síns. Það er mál manna að stjórnvöld hafi alla burði til að binda enda á
efnislega fátækt í landinu en þrátt fyrir það breikkar bilið á milli hinna
ríku og fátæku. íslendingar eyða líka helmingi minna í velferðarmál en
nágrannalöndin.
„Ýmsu þarf að breyta til betri veg-
ar og brýnt að gera það því víða er
brotið á fötluðum og fjölskyldum
þeirra og þeim boðið upp á aðstæður
sem eru fjarri því að vera í lagi," segir
Gerður A. Árnadóttir læknir sem er
auk þess formaður Foreldra- og
styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Hún
segir forgangsröðun stjórnmála-
manna skrýtna og þjóðfélagið ekki
gera ráð fyrir tilveru þeirra sem hvað
minnst hafa.
Lítill skilningur ráðamanna
„Aðbúnaður þroskaheftra bama
er t.d. mjög bágur. Það vantar stuðn-
ingsúrræði því oft er mikið álag á
þessum fjölskyldum þar sem stór
hluti barnanna er með hegðunar-
vanda og geðræn einkenni. Fjölskyld-
urnar hafa ekki allar ömmur, afa,
ffænkur og ffændur sem geta hjálp-
að,“ segir Gerður og bendir á hversu
langur biðtími sé í skammtímavistun
fyrir böm. „Þetta geta verið mörg ár
og stuðningsfjölskyldur þarf fólk að
finna sjálft. Svo hefur verið deilt um
hverjir eigi að greiða fyrir skóladag-
vistun fadaðra barna sem skapar mik-
ið óöryggi og þetta heftir um leið að-
Gerður A. Árnadóttir Segir forgangsröðun
stjórnvalda einkennilega.
gang foreldra að atvinnulífinu sem
leiðir til verri fjárhags," segir Gerður,
sem segir þetta leiða til þess að börn-
in séú höfð mikið heima sem leiði til
ákveðinnar einangrunar. Þessi börn
eiga mörg hver einu vini sína í
skólanum og það er þeim félagslega
mikilvægt að skóladagvistun sé
tryggð allan grunnskólan og raunar á
framhaldsskólastigi einnig. Hún segir
skilning ráðamanna vera lítinn þó að
hún bindi vonir við að nýr félags-
málaráðherra geri eitthvað í málun-
Benda hver á annan
„Forgangsröðun stjórnmála-
manna er oft skrýtin. Það vom til
nægir fjármunir fyrir NATÓ-fundinn,
„Forgangsröðun
stjórnmálamanna er
oft skrýtin. Það voru
til nægir fjármunir
fyrir NATÓ-fundinn,
sendiráð og sérsveit
lögreglu en engirpen-
ingar fyrir þá sem
mest þurfa á þeim að
haida."
sendiráð og sérsveit lögreglu en engir
peningar fyrir þá sem mest þurfa á
þeim að halda," segir Gerður og bæt-
ir við að biðtími eftir greiningu á ein-
hverfu sé tvö ár.
„Málefni fadaðra skiptast svo á
milli ríkis og sveitarfélags þannig að
það er stöðugt verið að senda fólk á
milli staða sem benda hver á annan.
Það þarf að flytja þessi málefni undir
einn ábyrgan aðila," segir Gerður sem
vill líka að embætti umboðsmanns
fatlaðra verði komið á fót. Slíkur um-
boðsmaður er til fyrir íslenska hestinn
en ekki faUaða. Þar fyrir utan er föti-
uðum ekki tryggð almennileg skóla-
ganga og ekkert tekur við þegar nem-
endur hafa útskrifast úr framhalds-
skóla. Gerður segir jafhframt mikinn
skort á vernduðum vinnustöðum og
fjölbreyttari atvinnutilboðum fyrir
faUaða.
„FaUað fólk flytur líka að heiman
eins og aðrir en biðlistar á sambýli eru
mjög langir. Það er mikilvægt að
þjóðfélagið viðurkenni sérstöðu faU-
aðra og geri ráð fyrir tilveru þeirra í
samfélaginu."
Peð í þjóðfélaginu
„Það eru forréttindi Laugar-
nessafhaðar hversu breiður þjóðfé-
lagshópur hér er enda er annað slag-
orða safnaðarins: Allir aldurs- og
heilsufarshópar saman," segir séra
Bjarni Karlsson presmr í Laugarnes-
kirkju. í störfum sínum innan kirkj-
unnar hefur hann kynnst margvís-
legri neyð og meðal sóknarbarna
hans em íbúar Hátúns - þar sem
margir af þeim sem minnst hafa búa.
„Þjóðkirkjan hefur mikilvægu
þjóðfélagslegu hlutverki að gegna við
að vinna gegn einangrun fólks. í þess-
ari velferð okkar virðist ekkert hafa
dregið úr einangrun fólks vegna hvers
kyns vítahringja. Mörgum f samfélag-
inu finnst eins og þeir gangi milli þils
°g veggjar og séu peð í þjóðfélaginu
vegna þess að þeir falla ekki undir
neina viðurkennda skilgreiningu,"
Séra Bjarni Karlsson
Segir þjóðfélagið hafa aila burði til að eyða
•efnistegri fátækt.
segir Bjarni, sem telur almenning
vera of upptekinn af efnislegum gæð-
um í stað þess að horfa á þau raun-
verulegu.
„Við hengjum verðmiða á allar
persónur en þegar við komum inn í
samfélag kirkjunnar uppgötvum við
að við emin öll bræður og systur sem
emm samferða í þessari veröld. Við
emm of upptekin af því að vera flát
fyrir lífsgæði í stað þess að vera far-
vegur þeirra - það er vandinn," segir
Bjarni, sem telur það vandræðalegt
hversu margir eigi um sárt að binda
þrátt fyrir ríkidæmi þjóðarinnar.
Óraunveruleiki markaðarins
„Við emm enn með einstæðinga
sem lifa í litlum leiguherbergjum úti í
bæ og og lepja dauðann úr skel með
strípaðan 80 þúsund á mánuði. Það
er átakanlegur veruleiki að við skul-
um enn vera að skapa fátækt í kring
um okkur þegar við höfum allt sem
þarf til að kippa þessu í liðinn. Við
emm of upptekin af tíðarandanum
sem elur á græðgi, heimsku og óraun-
sæi. Við emm óraunsæ á raunveruleg
lífsgildi og svo þegar óhjákvæmileg
áföll dynja yflr okkur standa svo
margir einir. Það er þetta andlega
tómarúm sem er stærsta vandamál-
ið,“ segir Bjarni, sem telur þó ákveðn-
ar pólitískar framfarið hafa orðið í
málefnum þeirra sem minnst hafa á
síðustu ámm. Hann segir þó enn vera
langt í land og þó að einhvern tíma
náist að eyða efnislegri fátækt verði
andiega fátæktin enn til staðar.
„Raunvemleg hamingja er fólgin í
raunvemlegum lffsgildum, og besti
leiðbeinandinn sem ég þekki í þeirn
efhum heitir Jesús frá Nasaret. Lög-
mál kærleikans er raunverulegt en
lögmál markaðarins er óraunveru-
leiki, því hver græðir? Við komum
nakin inn í þennan heim og fömm
nakin burt."
Það hjálpar enginn
nema maður sjálfur
„Aðbúnaður fatlaðra er til skamm- / , ,.
ar," segir Bragi Sveinsson, 59 ára gamall //‘SienÚingar erU
*búi í Hátúni 12. Hann hefur verið nlmonnt hnnnís.
bundinn við hjólastól frá árinu 1988 en £W,,fcííí”r pQOMg
hefúr búið í Flátúninu í 10 ár. Hann seg- að ef einhvor
ir málefni fatlaðra og öryrkja í algerum
lamasessi og að flest sé gert vitlaust. veikist þá er hon
„Það vantar öll hjálpartæki fyrir okk- , .
ur og öllu sem gert er fyrir okkur er rað- Um OOra gleymt
að vitlaust niður. Það þarf róttækar _ hvnrt com hnX
breytingar á öllum þessum málaflokki. nvtjrt pOO
Ég fór t.d. norður í land í sumar og erU VÍnÍt eðn
komst ekki á klósett fyrr en í Varmahlíð. . '
Ég stoppaði alls staðar á leiðinni en það stjórnvöld."
var bara ekki gert ráð fyrir fólki í minni
aðstöðu," segir Bragi, sem er ágætíega staddur fjárhagslega að eigin
sogn ólíkt mörgum í hans stöðu. „Ég hef það ágætt en það er ekki
þannig með alla. Eg myndi vilja sjá miklar breytingar á örorkubótun-
um þanmg að fólk geti lifað á þeim - staðan er nefnilega ekki þannig í
°8 þessi öryrkjadómur er til skammar," segir Bragi, sem fær 56
lúsund á mánuði í örorkubætur og 50 þúsund í lífeyri.
„Það þarf að taka málaflokkinn í gegn frá A til Ö. Ég held að það séu
aUir sammála um það að aðbúnaður fatlaðra sé slæmur. Það er mikill
skortur á húsnæði og það er til skammar. Þetta þjóðfélag er þannig að
tað sem er gert fyrir fatlaða hefði betur verið sleppt. Ráðamenn hafa
aldrei verið fatlaðir og þekkja þetta ekki," segir Bragi og tekur dæmi af
tvt þegar Þórólfur Arnason borgarstjóri eyddi einum degi í hjólastól
„Svo þegar hann kom að hindrun þá stóð hann bara upp og gekk. Ég
stend ekki upp þegar hindranir verða á mínum vegi - þetta er bara
mðurlæging af versta tagi. Ráðamennirnir eru allir svona, t.d. Jóhanna
Sigurðardóttir. Hvað hefur hún gert? Þetta er allt í munninum á henni,
í það minnsta hefur hún ekki sýnt neitt í verki," segir Bragi, sem hefur
áhyggjur af því margir í hans stöðu einangrist.
„Það eru þvi' miður mörg dæmi um það. íslendingar eru almennt
tannigað ef einhver veikist þá er honum bara gleymt - hvort sem það
eru vinir eða stjórnvöld. Það er t.d. alveg vonlaust að eiga við Trygg-
ingastofnun og ef menn ætía að fá það sern þeir eiga rétt á þurfa þeir
beinlínis að vera með sérfræðing í málinu. Ef ég væri t.d. í Danmörku
ryrfti ég ekki að hitta nema einn mann og svo sjá þeir um afganginn.
Hérna er þetta tómt streð og enginn hjálpar manni nema maður sjálf-
ur, segir Bragi, sem ætlar þó ekki að gefast upp í baráttu sinni
„Eg vil fyrst og fremst að við höfum það góðar tekjur að við getum
lifað en það er langt frá því að það sé raunhæft í dag."
Bragi Sveinsson
Segir ráðamenn
niðurlægja fatlaða
með framkomu sinni.