Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 32
32 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Fókus DV Ron sagðist einungis hafa gert það sem Vera vildi. Hún hefði drepið sig sjálf en hann kyrkti hana til vonar og vara. Því næst ætlaði hann að fremja sjálfsmorð. 3*S Skógurinn Hér náðist Ron. Hann féll í vatnið þegar hann var skotinn en lifði af. upp en allt kom íyrir ekki. Að lokum varð hann fyrir skoti og féll í ána. Ron var við það að drukkna þegar honum var dröslað á land. Hann hafði slasast á hné og var fluttur burt með sjúkrabíl. Lögreglumaðurinn Bishop sagði við fjölmiðla að Ron hefði ekki viljað gefast upp og því hefði verið engin önnur leið en að skjóta á hann. Á spítalanum vaktaði lögreglan stofuna en Ron var fljótur að ná sér og var ákærður fyrir þau af- brot sem hann hafði framið. „Ég kyrkti hana til vonar og vara" Þegar hann var færður í réttinn sögðu lögreglumennirnir frá því hvernig Ron hefði hlegið að þeim þegar þeir sögðust mundu skjóta og bað þá að reyna, hann væri mun sneggri en þeir. Eftir að þeir höfðu Heimili Rons og Noru Hér áttu átökin sér stað, hvort sem það var Ron sem drap Veru eða hún sjálf. handtekið hann var Ron ringlaður og spurði hvort þeir væru lögreglan sem hefði verið að elta hann. Hann bað þá um að skila því til systur sinnar og móður að honum þætti þetta leiðinlegt en þetta væri eina leiðin sem hann hefði séð. „Málinu með sígaretturnar var klínt á mig og mér þykir leiðinlegt að hafa orðið til vandræða. Ég drap ekki Veru, hún var þegar dauð þegar ég setti trefil- inn um hálsinn á henni. Ég sagði henni frá áætlunum mínum og að ég ætlaði að drepa mig í lokin og hún bað mig um að taka sig með. Ég sagði henni að hún væri of ung til að deyja en þá fór hún að kasta sér í gólfið og berja höfðinu í rúmið. Ég hélt hún væri dauð en til vonar og vara herti ég trefilinn um hálsinn á henni." Læknar vitnuðu um sár og brot á höfuðkúpu en sögðu að það „Ég bið þig um einn greiða. Ég hefdrepið Veru og þú getur sagt feitu beljunni að það sé allt henni að kenna. Ég mun drepa hana næst ogmann hennar líka. Ég elskaði Veru mjög mikið en hún lét mig aldrei í friði." Vera Guest Lá i rúminu og allt leit út fyrir að hún hafði verið kyrkt. hefði einungis rotað hana svo Ron hefði drepið hana. Ron sat rólegur yfir vitnisburðunum þar til mágur hans settist í vitnasætið. Sá sagðist hafa séð til Rons slá Veru þrátt fyrir að þau hefði vanalega virst ham- ingjusöm. Við þessi ummæli brjál- aðist Ron og öskraði: „Helvítis bast- arðurinn þinn! Þú ættir að sitja hérna frekar en ég.“ Næsta vitni var Nora, sem sagði alla söguna frá því hún hitti bróður sinn fyrir utan hót- elið. Jafnfram sagði hún að Ron og Vera hefðu virst mjög ástfangin. Ron hélt fast í frásögina og sagði að þar sem hans hefði beðið langur fang- elsisdómur hefði hann sagt Veru að gleyma sér, hún væri of ung til að eyðileggja líf sitt. „Þá brjálaðist hún og vildi að ég dræpi sig um leið og ég fremdi sjálfsmorð. 1 öllum látunum kastaði hún sér til og frá og endaði með höfuðið á rúmgaflinum," sagði Ron. Saksóknarinn bað dómarann að líta á málið sem morð eða ekki neitt og sagði engar sannanir benda til annars en Ron hefði drepið hana. Eftir 15 nu'nútna umhugsun var nið- urstaðan komin. Dómarinn leit ekki á Ron er hann las dóminn og dæmdi hann til dauða. Ron hafði viður- kennt að hafa kyrkt Veru til vonar og vara ef höggið hefði ekki drepið hana. Dómarinn tók langan afbrota- feril Rons með í reikninginn og sagði skapbresti hans valda því að hann væri hættulegur umhverfi sínu. Áfrýjun Rons var neitað og í október 1945 var hann hengdur. „Nora, ekki kíkja inn í herbergi. Vera liggur þar dauð og lítur ekki vel út. Ron." Þessi skilaboð biðu frú Noru Lake þegar hún kom heim úr vinnunni. Nora bjó þarna ásamt bróður sínum, fjögurra ára dóttur hans og Veru, 18 ára kærustu. Ron átti langan afbrotaferil að baki og hafði verið ákærður fyrir að stela mörg þúsund pökkum af sígarettum ásamt fleiri brotum. Þegar Nora var á leiðinni heim hugsaði hún um að nú stæði Ron fyrir rétti og var því hissa þegar hún hitti hann fyrir utan hótelið í bænum. Hún spurði hann af hverju hann hefði ekki mætt í réttinn og sá að hann leit illa út. „Ekki láta þér bregða en nú hef ég laglega farið að ráði rnínu," sagði Ron. „Ég hef gert hræðilegan hlut því nú er ég morðingi." Nora trúði honum ekki og sagði honum að hætta að bulla þetta en spurði samt hvern hann hefði drepið. „Ég drap Veru," sagði Ron. „Hún liggur í rúm- inu heima." Nora bað hann að koma með sér heim því henni Ieist illa á ástand bróður síns en Ron tók það ekki í mál. „Ég verð að fara, ég þarf að drepa sex aðrar manneskjur og svo mun ég fremja sjálfsmorð." Nora spurði hvert hann ætlaði og Ron sagði að næsta fórnarlamb væri mágkona hans sem hefði staðið f framhjáhaldi og þar á eftir væri komið að konunni hans, Rene. Eftir nokkuð þras hélt Nora heim á leið en Ron hélt sína leið. Þegar hún kom heim kom miðinn henni því ekki al- gjörlega í opna skjöldu. Nora var ekki viss hversu mikið mark hún ætti að taka á bróður sínum en vissi að það væri einungis ein leið til að fá hlutina á hreint. öskrin í henni urðu til þess að nágrannarnir komu hlaupandi yfir. „Fyrirgefið mér" Vera Gest lá í rúminu með trefil bundinn fast um hálsinn. Hún hafði verið kyrkt. Lögreglan fór strax að leita að Ron og komst fljótt á slóðina þar sem hann hafði skilið fleiri bréf eftir. Eitt bréfanna var stílað á vinnuveitenda hans: „Ég bið þig um einn greiða. Ég hef drepið Veru og þú getur sagt feitu beljunni að það sé allt henni að kenna. Ég mun drepa hana næst og mann hennar líka. Ég elskaði Veru mjög mikið en hún lét mig aldrei í friði." Nora fékk annað bréf þar sem Ron baðst íyrir- gefningar fyrir það sem hann hafði gert en sagði að Vera hafði beðið um þetta. Einnig sagði Ron að þetta væri allt lögreglunni að kenna því hún kenndi sér um allt sem miður færi í bænum og hann gæti ekki búið lengur við þessar aðstæður. í lokin sagði hann Veru að hún gæti farið með söguna í blöðin en þá yrði hún að fá almennilega borgað fyrir. Fjórða bréfið var stílað á móður hans og var stutt og laggott: „Fyrir- gefðu hvað ég er vondur maður." Af Ron fréttist þar sem hann hafði stungið af án þess að borga bensín og stal handtöskum af göml- um konum. Nokkrum dögum seinna sást billinn hans og lögreglan fór strax af stað og reyndi að búa til vegtálma en Ron gaf ekki eftir. Lög- regluþjónarnir áttu fótum sínum íjör að launa. Seinna fannst bíll hans í skógi nálægt bóndabýli. Lögreglan umkringdi skóginn og skipaði Ron til að gefast upp. Eftir skotárás og hlaup um skóginn komst Ron að fossi og fór að klifra niður klettana. Lögreglan hrópaði á hann að gefast Sérstæð sakamál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.