Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 36
, 36 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Sport DV Vandræði með tungumálið Franski landsliðsmaður- inn Claude Makelele hefur átt í erfiðleikum með að að- lagast lífinu hjá enska lið- inu Chelsea en hann var keyptur frá Real Madrid síðasta sumar. Vandamál Makelele er að hann talar litla sem enga ensku og þrátt fyrir að hann sitji á skólabekk gengur hægt hjá honurn að ná tökum á tungumálinu. „Ég tala frönsku og spænsku en "'hnskan er mjög erfið. Ég skil ekki samræðurnar sem fara fram í búningsklefan- um en WUliam [Gallas] og Jimmy [Floyd Hasselbaink] reyna að þýða fyrir mig. Ég vona bara að ég nái fljót- lega tökum á enskunni því að Chelsea er frábært félag og það er gaman að taka þátt í því sem er að gerast hér,“ sagði Makelele. Léttari leið fyrir AC Milan í gær var dregið í átta liða úrslitum meistaradeildar -Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar AC Milan geta glaðst yfir drættinum því að þeim tókst að forðast Real Madrid og Arsenal allt þar til í úrslitaleiknum. AC Milan mætir spænska liðinu Deportivo í átta liða úrslitunum og síðan sigur- vegaranum úr leikjum Porto og Lyon í undanúrslitum. Það verður sannkailaður Lundúnaslagur þegar Arsenal og Chelsea mætast en sigurvegararnir í þeim ' leikjum mæta sigurvegar- anum úr leikjum Real Madrid og Mónakó. Fyrri leikir liðanna fara fram 23. og 24. mars en þeir seinni 6. og 7. apríl. ■ Næstu vikur verða heldur betur viðburðaríkar hjá Arsenal. Félagið berst á þremur vígstöðvum eins og staðan er í dag en næsti mánuður mun skera úr um hvort draumur þeirra um þrennuna, deild, bikar og meistaradeild lifir. Fjónip úpslitaleikip á enskpi gpund á liártán dögum Það skýrist í næsta mánuði hvort Arsenal getur unnið hina eftirsóttu þrennu, deild, bikar og meistaradeild. Framundan eru fjórir leikir gegn liðunum í öðru og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í öllum þessum keppnum og verður spennandi að sjá hvort Arsenal heldur áfram dampi. Arsenal mun spila gegn Chelsea í meistara- deildinni og verður íyrri leikurinn spilaður á Stamford Bridge 23. eða 24 mars. Síðan tekur við heimaleikur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni 27. mars og viku seinna er komið að leik sömu liða í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Villa Park í Birmingham. í vikunni á eftir tekuir síðan Arsenal á móti Chelsea á Highbury í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. „Andinn í okkar herbúðum er stórkostlegur, sá besti sem ég hefséð í minni tíð hjá Arsenal." Ef allt fer að óskum verður liðið með að minnsta kosti níu stiga forystu í deildinni, í úrslitum bikarkeppninnar, þar sem liðið myndi mæta Sunderland, Millwall eða Tranmere, og í undanúrslitum meistaradeildarinnar þar sem andstæðingarnir verða að öllum líkindum spænska stórliðið Real Madrid. Aldrei komist í undanúrslit David Dein, stjórnarformaður Arsenal, sagði eftir dráttinn í gær að það yrði ekki auðvelt fyrir Arsenal að slá Chelsea út. „Við höfum aldrei komist lengra en í átta liða úrslit í meistaradeildinni og þetta verður í fyrsta sinn sem lið frá London kemst í undanúrslit keppninnar. Við höfum spilað þrívegis við Chelsea á þessu tímabili og unnið alfa leikina og vonandi verður það sama uppi á teningnum í þessum leikjum. Andinn í okkar herbúðum er stórkostlegur, sá besti sem ég hef séð í minni tíð hjá Arsenal, og leikmannahópurinn samanstendur af heimsklassaleikmönnum. Það verður ekki auðvelt að slá Chelsea út en miðað við liðið sem við höfum í dag þá eigum við mjög góða möguieika,“ sagði Dein. Chelsea hefur ekki unnið Arsenal í síðustu sextán leikjum í deild og bikar en úr þeirra herbúðum hljómaði þessi dráttur sem tækifæri til að hefna fyrir töpin þrjú á þessu tímabiíi. Arsenaf getur síðan á einni viku eyðilagt tímabilið endanlega fyrir Manchester United. Sigur gegn ensku meisturunum í deildarleiknum á Highbury 27. mars myndi þýða að Alex Ferguson og lærisveinar hans væru endanlega úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn og vinni Arsenal bikarleikinn líka er öruggt að Manchester United endar þetta tímabil án tida. oskar&dv.is Arsenal hefur spilað 27 leiki í úrvalsdeildinni án þess að tapa Klára þeir mótið ósigraðir? Þrjótarnir þrír lausir gegn tryggingu Paul Dickov, Keith Gillespie og Frank Sinclair, sem liggja allir undir grun um að hafa nauðgað þrem- ur stúlkum á Spáni í síðustu viku, var í gær sleppt úr haldi gegn tryggingu en þeir hafa dúsað í spænsku fangelsi undanfarna viku. Þeir eiga enn yfir höfði sér ákærur en var sleppt gegn 26 milljóna króna tryggingu. Þeir verða ekki með Leicester í dag þegar **iiðið mætir Birmingham. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lýst því yfir að honum sé nákvæmlega sama um met eða það hvort hans menn komist ósigraðir í gegnum ensku úrvalsdeildina á þessu tímabifi. Hann segir að þegar upp verði staðið séu það tidarnir sem skipta máii en ekki árangur liðsins í deildinni. Arsenal á eftir eUefu leiki í deildinni og það hlýtur að kida Wenger að klára deildina án taps. Þau lið sem hafa tapað fæstum leikjum í úrvafsdeildinni eru Manchester United tfmabilin 1998-1999 og 1999-2000, Arsenal 2001-2002 og Chelsea 1998-1999 en þau töpuðu öll þremur leikjum. Arsenal tapaði aðeins einum leik í gömlu 1. deildinni tímabilið 1990-1991 en eina liðið sem hefur farið taplaust í gegnum efstu deild á Englandi er Preston en liðið vann alla 22 leiki sína tímabUið 1888-1889. Þegar litið er yfir þá leiki sem Arsenal á eftir þá eru það sex heimaleikir og fimm útileikir. í dag spilar liðið gegn Blackburn á Ewood Park en fyrir utan það á liðið aðeins tvo útileiki eftir, gegn Tottenham og Newcastle, sem líta út fyrir að vera erfiðir. Aðrir leikir eru gegn Portsmouth og Fulham. Heimaieik- irnir gegn Manchester United og Liverpool gætu orðið erfiðir en leikir gegn Bolton, Leicester, Leeds og Birmingham ættu að færa liðinu tólf örugg stig. Miðað við hvernig Arsenal hefur spilað að undaförnu þá bendir fátt tU annars en að þeir verði ekki sigraðir á þessu tímabili. Titlarnir telja Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það skipti meira máii að vinna titla en að fara ósigraðir i gegnum deildina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.