Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 37
DV Sport LAUGARDAGUR 13. MARS2004 37 Þrefalt hjá Arsenal Arsenal hirti bæði verð- launin sem í boði voru í febrúarmánuði í ensku úrvalsdeildinni þegar leik- maður og knattspyrnustjóri mánaðarins voru valdir af Barcleycard, styrktaraðila úrvalsdeildarinnar. Arsene Wenger, stjóri liðsins, var valinn stjóri mánaðarins en þetta var í sjöunda sinn sem hann hlýtur þessa nafnbót. Arsenal-leikmenn- irnir Edu og Dennis Berg- kamp voru valdir leikmenn mánaðarins en þetta var aðeins í annað sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem tveir leikmenn deila þeim heiðri. í fyrra skiptið voru það Stan CoUymore og Robbie Fowler hjá Liverpool tímabilið 1995 til 1996. Franski frarhherjinn Thierry Henry var einnig heiðraður fyrir að vera fyrsti leikmaðurinn til að skora 20 mörk í deildinni. Williams verðurað bíða Austurríkismaðurinn Gerhard Berger, einn yfir- manna kappakstursmála hjá BMW, segir að Willi- ams-liðið þurfi að bfða f það minnsta fram á mitt tímabil til að geta unnið Ferrari í Formúlu 1 kapp- akstrinum. „Bíllinn hjá Williams er einfaldlega ekki nógu kraftmikill eins og staðan er í dag. Það er mikil vinna framundan við að þróa bílinn og mér sýnist að það sé ekki raunhæft að keppa við Ferrari fyrr en keppnistímabilið er hálfnað," sagði Berger. Þrír landsleikir við England íslenska kvennalands- liðið í körfubolta mun leika þrjá landsleiki gegn Englandi í lok maí en leikirnir eru hluti af undir- búningi liðsins fyrir við- burðamkt sumar þar sem liðið tekur þátt í 10 þjóða alþjóðlegu móti í júlí og svo Norðurlandamóti í ágúst. íslenska kvennalands- liðið hefur aðeins einu sinni áður mætt enskum stall-systrum sínum áður en sá leikur tapaðist 44-59 á móti í Lúxemburg íslenska kvennalandsliöið í knattspyrnu mætir því skoska í vináttulandsleik í Egilshöllinni í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er fyrsti vináttulandsleikur kvennalandsliðsins á íslandi í átján ár. Góður undirbóningur ivrir næstn verkefni íslenska landsliðið í kvenna- knattspyrnu mætir stöllum sínum frá Skodandi í vináttulandsleik í Egilshöllinni í dag og hefst leikur- inn kl. 14. Þessi leikur er fyrsti vináttuleikur kvennalandsliðsins á heimavelli í átján ár, síðan 1986 en þá lék liðið gegn Sviss og fór með sigur af hólmi, 1-0, á Akranesi. ísland og Skotland mættust síðast fyrir tíu árum í Glas- gow og vann ísland leikinn, 4-1. Þá skoraði Ásthildur Helgadóttir eitt marka íslenska liðsins en hún er sú eina úr hópnum núna sem lék í þeim leik. Reyndar var Helena Ólafsdóttir, þjálfari liðsins, einnig í liðinu þá en hún mun væntanlega láta sér nægja að sitja á bekknum í dag. DV Sport ræddi við Helenu um leikinn í gær. Mikilvægt að hafa hallir „Það er frábært að fá vináttu- landsleik á íslandi, sérstaklega í mars og það sýnir betur en margt annað hversu mikilvægt það er fyrir íslenská knattspyrnu að hafa hallir. Það verð- ur sjálfsagt skrítin tilfinning íyrir „Það er gott að fá þennan leik til að sjá hvar við stöndum á þessum tímapunkti." stelpumar að spila landsleik ■ inn- andyra en ég hef þó ekki trú á því að það eigi eftir að hafa mikil áhrif. Það er langt síðan liðið spilaði síðast vin- áttulandsleik og það er alveg ljóst að þessi leikur er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Við eigum tvo mikilvæga leiki í undan-keppni EM í byrjun sumars og með þessum leik og síðan leiknum gegn Hollending- um í maí þá ætti liðið að koma vel undirbúið til leiks," sagði Helena í gær. Aðspurð um skoska liðið sagði Helena að hún byggist við hörkuleik. „Þær hafa verið að spila mikið af leikjum að undanförnu og það er alveg greinilegt að það er mikill metnaður lagður í kvennalandsliðið hjá skoska knattspyrnusambandinu. Þær hafa náð góðum úrslitum, meðal annars jafntefli gegn Frökkum og það eitt sýnir að þær em með öflugt lið.“ Misjafnt ástand Helena sagði að ástandið á leikmannahópnum væri misjafnt en það væru þó flestar klárar í slaginn. „Stelpurnar eru komnar mislangt hvað varðar form. Það er gott að fá þennan leik til að sjá hvar við stöndum á þessum tímapunkti og vinna síðan með það fram að alvöruleikjunum," sagði Helena. Valsstúlkan Laufey Ólafsdóttir á við veikindi að stríða og valdi Helena Sólveigu Þórarinsdóttur úr KR í hennar stað. oskar@dv.is Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV: Keyrum áfram á okkar hraða leik Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari segir að markmið Eyjastúlkna sé klárt í tveimur Evrópuleikjum í átta liða úr- slitum í Eyjum um helgina - að slá út geysisterkt króatískt lið. ÍBV mætir RK Salonastit Vranjic í dag klukkan 16:30 og á morgun klukkan 12:10 en ÍBV keypti heimaleikinn til Eyja. „Við ætlum okkur áfram en að sjálfsögðu emm við að fara að glíma við mjög sterkt lið enda eru engin slök lið eftir þegar þú ert komin svona langt í evrópukeppninni. Til þess að við náum þessum þurfum við að ná tveimur toppleikjum og þá getum við náð þessu markmiði okkar," sagði Aðalsteinn sem hefur skoðað leiki frá nýloknu HM kvenna þar sem 4 leik- menn liðsins vom í aðalhlutverkum með landsliði sínu. „Þær hafa fjóra reynslumikla landsliðsmenn innan sinna raða og eru síðan með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Við höfum hins vegar heyrt af því að tvær af þeim eigi við meiðsli að stríða og spili jafnvel ekki þessa leiki og það mun ömgglega veikja þeirra lið.“ En það em ekki bara meiðslin sem geta sett strik í reikninginn. Króatíska liðið kom seint í gærkvöldi til landsins og ef það verður ekki flugfært til Eyja í dag bíður þeirra ferð með Herjólfi sem ætti að auka enn álagið við erfitt ferðalag. „Við vitum að þær em að koma úr erfiðu ferðalagi og ætlum að láta reyna á þær. Við höldum áfram að spila okkar hraða leik og ætlum að keyra á þær og sjá til hvernig þær bregðast við því. Ég hef undirbúið mitt lið vel og geri ráð fyrir að þær muni spila að hætti króatískra liða með 3:2:1 framliggjandi vöm. Við höfúm lagt áherslu á að leysa slíka vöm að undanförnu og ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum okkar sem mér finnst vera á mjög góðu róli. Við þurfum hins vegar að laga varnarleikinn okkar," sagði Aðalsteinn. Það em fleiri meiðsli sem hrjá króatíska liðið því Alla Gokorian meiddist á ökkla á æfingu í vikunni og það er óvíst hversu mikið hún getur tekið þátt í þessum leikjum. „Ég tel að mínar stelpur séu á réttri leið og við höfum fengið evrópukeppnina sem bónus í vetur og ætlum að standa okkur í þessum leikjum," sagði Aðalsteinn. Aðaisteinn Eyjólfsson Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mars 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 41. útdráttur 4. flokki 1994 - 34. útdráttur 2. flokki 1995 - 32. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 23. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu laugardaginn 13. mars. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.