Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 46
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Síðast en ekki síst 0V Fjölgun hjá Sigur Rós Það fjölgaði um einn í Hólm-fjöl- skyldunni á fimmtudag þegar Georg Hólm, bassaleikari hljómsveitar- innar Sigur Rósar og sonur hins kunna fréttamanns Hauks Hólm, l 1 ar,j eignaðist dóttur ásamt LlLU kærustu sinni. Sú lida kom í heiminn um hádegisbilið síðastliðinn fimmtudag og samkvæmt heimildum DV hefur hún fengið nafnið Elena Hólm. Fjölskyldan dvelur þessa dagana á Spáni þar sem þau hafa nýverið fest kaup á húsi og ætla að búa a.m.k. um hríð. Fólk sem stendur Sigur Rós nærri veltir því fyrir sér þessa dagana hvort þessi fjölgun hjá Georg komi til með að hafa einhver áhrif á sveitina. Eins og kunnugt er var Sigur Rós skírð eftir systur söng- varans Jónsa og á nýjustu plötu þeirra hafði eitt laganna vinnuheitið Vaka, eftir dóttur trommarans Orra. Elena gæti því mögulega komið til með að sjást á einhverri plötu Sigur Rósar í framtíðinni. Georg í Sigur Rós Eignaðist dótturí vikunni sem fengið hefur nafnið Elena Hólm. Margirspá þvi að það nafn komi til með að sjást istarfi sveitarinnar eins og fordæmi eru fyrir. • Nú er sú árstíð að árshátíðirnar eru að bresta á. Auglýsingastofan Fíton heldur einmitt sína um helg- ina og er öllum starfsmönnum boðið að lúxushótelinu Búðum á Snæfellsnesi. Þar verður örugglega Síðast en ekki síst mikil gleði og hæg heimatökin því Þormóður Jónsson, eigandi Fítons, á jafnframt góðan hlut í hótelinu... • Nýlega hvarf héðan af landi brott hópur meðlima í hinum finnsku Hells Angels sem samkvæmt öllu virðast vera farnir að venja komur sínar hingað. Þannig var Helgi tattú á landinu nýver- ið við að aðstoða við uppsetningu nýrrar tattústofu í Hafnarftrði. Helgi er búsettur í Hollandi og er í hollensku Hells Angels samtök- unum. í slagtogi með finnsku ^okkurunum var rokkarinn, bassa- leikari Mínuss, Þröstur, sem kallað- ur er Johnny... • Finnarnir voru í góðu yfirlæti á íslandi og virðist sem tattú leiki stórt hlutverk í starfseminni því sagan segir að einn æðsti prestur samtakanna hafi einmitt notað tækifærið og lát- ið tattúera sig á JP-tattústofunni við Laugaveginn. Um nálina hélt sjálfur Fjölnir Bragason og mun íslending- um hafa verið vikið brott til að Finnarnir fengju frið. Þó segir sagan að Helgi Bjöms- son og Ingvar Þórðarson hafi einhverra hluta vegna átt erindi þangað og urðu víst fagnaðarfundir með þeim og hinum finnsku mótorhjólamönnum... • Urnmæli Ólafs Aka Ragnarssonar bæjarstjóra í Ölfusi þess efnis að það væri í eðli mannanna að koma la fram við minnimáttar, í tengsl- um við fréttaflutning af aðstæðum Sigurgeirs Kristinssonar, hafa vakið Kojna ÁsQnrs Hræðist K6B á íslandi „Þetta var eins og KGB, sagði Natalía við mig, skjálfandi af hræðslu eftir aðgerðir lögreglunn- ar,“ segir Ástþór Magnússon. „Henni finnst við ekki njóta sama öryggis og aðrir þegnar landsins; síminn okkar er hleraður og stöðugar njósnir í gangi." í gærmorgun ætlaði lögreglan að skila Ástþóri tölvum og öðrum gögnum sem hún hafði gert upptæk í húsleit fyrir nokkru. Ljósmyndari DV brá sér á staðinn til að mynda atburðinn. „Þegar lögreglu- mennirnir sáu að ég var með myndavél brunuðu þeir f burtu,“ segir ljósmyndarinn og bætir við að nokkrum mínútum seinna hafi síminn hringt hjá Ástþóri og löggan verið á línunni. „Þeir sögðu það útilokað að skila tölvunum ef fjölmiðlar væru á staðnum," segirÁstþór. „Svo bættu þeir við að ég ætti sjálfur að koma að sækja tölvurnar og bönnuðu mér Natalía Wíum eiginkona Ástþór: Er búin að fánóga aðgerðum óein kennisklæddra lög reglumannc að blanda fjölmiðlum í málið." Ástþór segir þessa hegðun óskiljan- lega. „Fyrst koma þeir eins og ræningjar á nóttu og taka tölvurnar úr húsinu mínu og svo vilja þeir ekki skila mér þeim til baka.“ Atburðir liðinna vikna hafa valdið eiginkonu hans, Natalíu Wíum, miklum ótta. „Eitt sinn varð Natalía svo skelfd að hún flutti út úr húsinu okkar um tíma,“ segir Ástþór. „Það atvik átti sér stað eftir að óeinkennisklæddir lögreglumenn höfðu rifið mig út af veitingastað, þar sem ég snæddi með Natalíu og systur hennar, og fært mig í varðhald." Ástþór bætir við að hann hafi einnig örugga vitneskju fyrir því að sími þeirra hjóna sé hleraður. „Að leggja það á nokkra mann- eskju að búa við svona ástand á íslandi í dag er náttúrlega ólíð- andi," segir Astþór sem mun halda áfram að berjast fyrir því að lögregl- an skili honum tölvunum. Natalía vildi hins vegar ekki veita DV viðtal eftir atburði gærdagsins og sagði að hún þyrfti fyrst að ná áttum - þrátt fyrir að vera ýmsu vön úr sínu heimalandi. Áskriftarleikur DV Ánægð í tuttugu ár „Við höfum ábyggilega verið áskrifendur í yfir tuttugu ár,“ segir Heiðrún Hafliðadóttir vinningshafi vikunnar í áskriftahappadrætti DV sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur.„Pabbi er reyndar skrifaður fyrir blaðinu en ég les það líka mjög mikið. Sérstaklega bíósíðurnar og slúðrið." Heiðrún fékk að launum gjafabréf upp í flug fyrir tvo með Iceland Express. „Kannski tek ég pabba með en mig langar mest að fara til London enda er ég að fara til Danmerkur í sumar," segir Heiðrún Jtónægð að lokum. Vinningshafi vikunnar í áskriftaleik DV Heiðrún Hafliðadóttir tekur við verðlaununum frá Irisi Pétursdóttur, starfsmanni þjónustusviðs DV. Veðrið +5 * * Nokkur vindur +6 4 £3 Nokkur vindur #4 Nokkur vindur Nokkur vindur : * • Nokkurvindur D. . . J k , +2 Strekkingur +6*4 Nokkur vindur £3 Nokkur vindur s£3_ Nokkur vindur Cb*' +6*.* 4 Strekkingur +5 Nokkur vindur •L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.