Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 47
DV Síðast en ekki síst
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 4j
Magnús Geir norður LA verður poppað upp
„Þetta leggst afskaplega vel í
mig og ég er fullur tilhlökkunar.
Klæjar í fingurgómana að fara
norður og takast á við þetta verk-
efni," segir Magnús Geir Þórðar-
son leikstjóri en gengið hefur verið
frá ráðningu hans sem næsta leik-
hússtjóra Leikfélags Akureyrar.
Magnús býr að reynslu sem leik-
hússtjóri í sex ár þegar hann stýrði
Leikfélagi íslands - sem reyndar
sigldi í kröppum sjó fjárhagslega.
Ráðning Magnúsar er til þriggja
ára og ber hana tiltölulega brátt
að. Staðan var ekki auglýst en nú-
verandi leikhússtjóri, Þorsteinn
Bachmann, sagði starfi sínu lausu,
tiltölulega óvænt strax eftir að
hafa unnið mál fyrir dómstólum
sem laut að réttmæti ráðningar
hans. Sigmundur Ernir Rúnarsson
er formaður leikhúsráðs en þeir
Magnús hittust og ræddu saman. I
kjölfarið var tekin ákvörðun um
að ráða Magnús.
„Ég er ráðinn á afar skemmti-
legum tímapunkti. Nú hefur leik-
húsið verið gert upp, endurbyggt
og öll aðstaða bætt til muna. Nú er
stefnt að því að byggja upp kröft-
ugt leikfélag til framtíðar," segir
Magnús. Hann hefur verið orðað-
ur við starf Þjóðleikhússtjóra en
hann segir af og frá að hann muni
sækja þar um nýbúinn að ráða sig
til þriggja ára. Magnús mun byrja
á því að kynna sér nákvæmlega
hvernig staða félagsins er og þá fer
í hönd stefnumótunarvinna. „Við
ætlum að skoða hvernig leikhús
þetta á að verða og hvaða leiðir
eru bestar að því marki.“
Magnús ætlar að bjóða upp á
leiklist í hæsta gæðaflokki sem
höfðar til breiðs hóps. Og vonast
til þess að sýningarnar verði svo
spennandi að stríður straumur
fólks verði norður. „Aukin áhersla
verður lögð á að höfða til yngra
fólks en því hefur fjölgað verulega
á liðnum árum. Já, það má kanns-
ki segja poppaðra, en vissulega
verða metnaðarfullar drama-tísk-
ar sýningar einnig á dagskrá."
Magnús flytur norður strax
næstu mánaðamót og tekur þá til
óspilltra málanna. Magnús hefur
starfað með LA og segir leikhúsið
gott, það hefur gengið í gegnum
erfiðleika en nú
brosir framtfðin__________________
við. „Það má segja
að þetta sé gamall
draumur og sann-
arlega eru spenn-
andi tímar
framundan."
jakob@dv.is
Magnús Geir Þ6r8arson Nýr leik-
hússtjóri ætlar að leggja áherslu á
að höfða til yngri kynslóðarinnar,
enda hefur yngra fólki fjölgað
verulega á Akureyri á liðnum
árum.
4 ráð til að losna
við Leoncie
1. Gera hana að sendiherra í
Finnlandi.
2. Loka hana inni íölveri.
3. Senda hana í tónleikaferð á
Kárahnjúka-
svæðið. &
4. Múta henni.
(Söngkonan Le-
oncie hefur verið
mjög áberandi
í fjölmiðlum
að undan-
förnu.)
mikla athygli. Menn hafa velt þess-
um ummælum fyrir sér fram og til
baka. Svo ótrúleg virðast þau að
helst vilja menn
meina að þarna
sé um að ræða
rangtúikun
blaðamanns -
sem er auðvitað
fjarri lagi. Hins
vegar hefur DV
borist til eyrna
sannfærandi
kenning sem
gæti útskýrt þetta viðhorf en kona
hans Álfheiður F. Friðbjamardóttir
mun vera framkvæmdastjóri sam-
takanna Regnbogabörn. Þar er auð-
vitað andstaða náungakærleikans
til umfjöllunar daglega og líklega
hefur sú umræða litað viðhorf bæj-
arstjórans...
• Gríðarleg spenna er í kringum
það hvort Skjár 1 nái að stela enska
boltanum af Stöð 2. Ekki er það al-
veg frágengið en Premier League
mun fyrst gera
úttekt á Skjá ein-
um, hvort fyrir-
tækið ráði við
saminginn, og
leyfa ýmsir við
Lyngháls 5 sér að
efast um það.
Sagan segir þó
að í gær hafi
Sigurður G.
Guðjónsson flogið til Englands til
fundar við þá sem um slíka samn-
inga fjalla fyrir hönd ensku deildar-
innar
• Einn annar sem nú er staddur á
Englandi er enginn annar en at-
hafnamaðurinn Einar Bárðarson.
Ekki mun hann vera að reka nein
erindi tengd atvinnu sinni heldur
er för hans til slökunnar
fyrst og fremst. Þannig
að enn mega þær 7 til 8
stúlkur sem eftir eru af
þeim hundrað sem
sóttu um að vera í
stúlknabandi
hans bíða eftir
því að endan-
legur dómur
falii. Einar er
að sækjast eftir
3 til 4 til að
syngja, dansa og
gera allt vitlaust á
íslandi í sumar.
ntunarsími 56