Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Fréttir DV Netlæknir ekki lengur ókeypis Ákveðið hefur verið að fyrirspumir og útprentun af læknavefn- um dokt- or.is verði ekki lengur ókeypis, eins og ver- w ið hefur. p Tilkynnt er á vefnum að áskriftargjald verði hér eftir 2.990 krónur, þar sem tekjur af auglýsing- um fullnægi ekki þörf fyrir íjármögnun vefsins. Áfram verður lestur greina um lyf og krankleika fólki að kostanaðarlausu. Hoppað á bíl Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning í fyrrinótt um skemmdar- verk sem unnin höfðu verið á bifreið á Ránar- götu íyrir utan skemmtistaðinn Paddýs. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá lög- reglunni var toppurinn á bifreiðinni dældaður og svo virðist sem einhver hafi gengið eða hoppað á toppnum. Þar að auki var búið að brjóta loftnet bif- reiðarinnar. Léstveradá- inn og lifði af Níu ára drengur í Kali- forníu lifði af æðiskast föð- ur síns með því að látast dáinn. Foreldrar drengsins voru að rífast þegar æði hljóp á föðurinn sem skaut eiginkonu sína, særði drenginn og framdi síðan sjálfsmorð. Drengurinn lá hreyfmgarlaus á gólfmu þangað til hann heyrði föð- ur sinn falla í gólfið. Þá hljóp hann út og hjólaði.til kunningja sem gerðu lög- reglu viðvart. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanni að með ólíkindum sé að barn á þessum aldri skuli hafa haldið sönsum við þessar aðstæður. Eggert Haukdal „Þannig stendur á hjá mér að ég hefgengið i gegnum miki- ar hremmingar án þess að ná nokkrum árangri. Ég er með tvö mál fyrir Hæstarétti og er Hvernig hefur þú það? vist talinn með alræmdustu sakamönnum Islandssögunn- ar, án þess að hafa stolið nokkru," segir Eggert Haukdal, fyrrum þingmaður og oddviti, sem segist þó vonast eftir sigri að lokum.„Það væri margt skelfilegt hægt að segja um mín mál og það virðist sem að þeir sem stela í þjóðfélaginu þurfi á því að halda að nokkrir saklausir séu teknir. Dómstól- ar og stjórnvöld virðast vera á þeirri skoðun. Gamanlaust, þá hefég engu stolið en þvert á móti orðið fyrir milljóna króna tjóni. Fyrir vikið er tilfinning min sú, að mannskepnan er mesta óargardýr jarðkringl- unnar,“segir Eggert Haukdal. Tíu stærstu útgerðarfélögin ráða nú yfir ríflega helmingi alls kvóta landsmanna. Fyrir áratug réðu tíu stærstu yfir fjórðungi kvótans. Mjög hátt verð er á kvóta á markaði í dag en langtímakvótinn er á 1.200 kr. fyrir þorskígildiskílóið. „Þrátt fyrir óvissuþætti eins og gengi krónunnar, hugs- anlegar vaxtabreytingar er- lendis og aflabrögð í fram- tíðinni erum við bjartsýnirá að dæmið gangi upp“ Spurning um byggðir Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ telur að sjávarútvegurinn sé á réttri leið með sameiningum og þar með hagræði í rekstrinum. Hann bendir einnig á að það séu ekki nema um 15-16 ár síðan að stjómvöld neyddust til að aðstoða sjávarútveginn með lánum. Nú þekkist slíkt ekki í dag. „Þessi sam- eingin hefúr sföan komið niður á einhverjum og á ég þar við fækkun starfsfólks og flutning fyrirtækja frá stöku byggðalögum. Það má svo spyrja sig hvort það sé eðlileg þróun eða ekki,“ segir Björgólfur. „Já- kvæðu hliðamar em þó fleiri að mínu maú því eftir því sem fýrirtækin em stærri því betur em þau f stakk búin til að þola sveilflur eins og oft verða með aflabrögðin." Veðsetning og aflagjald I þeirri umræðu sem orðið hefúr um erlendar lántökur hafa komið ffam áhyggjur um að með þeim séu sjávarútvegsfyrirtækin að veðsetja óveidd- an fisk við strendur landsins. Það stendur skýrt í stjórnarskránni að flskurinn á fslandsmiðum sé sameign þjóðarinnar. Tíu aðilar hafa nú eignast umráðarétt yfir helmingi af þessari sameign. í haust verða þeir í fyrsta sinn að borga fyrir þennan um- ráðarétt er aflagjald verður sett á kvótann. Ekki er enn búið að fastsetja hvert gjaldið verður á hvert þí.kg. en talað er um nokkrar krónur og að þetta verði tekjur upp á um 2 milljarða króna fyrir ríkis- sjóð í framtföinni þegar gjaldið er komið á að fullu. Þetta virðast ekki háar greiðslur fyrir umráð yfir miklum verðmætum. Vegna sameiningar og yfirtöku sjávarútvegsfyrir- tækja sföustu mánuði ráða tíu stærstu útgerðarfélög landsins nú yfir ríflega helmingi alls kvóta lands- manna. Fyrir áratug var kvótaeign mun dreifðari meðal útgerða og tíu stærstu útgerðarfyrirtækin réðu yfir um fjórðungi kvótans. Ef lagt er til viðmiðunar verð á langtímakvóta í dag má segja að á sföasta ára- tug hafi orðið mesta eignatilfærsla íslandssögunnar. Mjög hátt verð er á langtímakvóta á markaði í dag eða um 1.200 kr. fyrir þorskígildiskflóið. Mesti kvóúnn er nú í eigu Granda hf. efúr að fyr- irtækið keypú Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. Eft- ir kaupin ræður Grandi yfir 8% af úthlutuðum kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs eða rúmlega 29.000 þorskígildistonnum. Á kvótamarkaði gæú Grandi nú selt kvóta sinn fyrir tæpa 35 milljarða króna miðað við fyrrgreindar forsendur. Fyrir áratug eða 1994 átti Grandi 3,5% af heildarkvótanum og var raunar þá, sem nú, á toppi listans. Næst efst á topp tíu listanum eru saman Samherji hf. og Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. með 7,2% heildar- kvótans hvort eða 26.000 tonn. Ef kvótaeign þessara þriggja stærstu er lögð saman er andvirði hans hátt í 100 mflljarðar króna. Sem kunnugt er af fréttum keypú Tjaldur nýlega Útgerðarfélag Akureyringa hf. sem fyrir þau kaup skipaði annað sæúð á topp ú'u listanum. Af öðrum stórum sameiningum á topp ú'u má nefna sammna Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skagsúrendings hf. sem eiga 4,2% kvótans á eftir. Fyrir ofan þá á Ustan- um er hinsvegar Þorbjöm Fiskanes hf. með 5,2% kvótans eða tæp ... þí.kg. Af öðmm útgerðum sem em á topp tíu listan- um og vom það raúnar einnig fyrir tíu ámm en hafa öU aukið við kvótaeign sína og sum raunar tvöfaldað hana eða meir má nefita Þormóð ramma-Sæberg hf., Sfldarvinnsluna Jif., Vinnslustöðina hf. og ísfélag Vestmannaeyja. Erlend lán Flestir em sammála um að sameingu sjávarút- vegsfyrirtækja fylgi mikil hagkvæmni í rekstri þeirra því hægt er að veiða og vinna aflann með færri skip- um og færra starfsfólki auk þess að framboð á fiski verður stöðugra aUan ársins liring. Hin hliðin á kaupum eða yfirtöku á útgerðarfyrir- tækjum endurspeglast í þeirri miklu umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu um auknar erlendar skuldir þjóðarinnar en kaup, eða yfirtaka á útgerðar- fyrirtækjum hafa verið ijármögnuð með erlendum lánum. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður og einn af eigendum Tjalds segir að ekki sé óeðlilegt að menn nýú sér hina lágu vexú sem standa til boða á erlendum lánum nú um stundir. „Þrátt fyrir óvissu- þætti eins og gengi krónunnar, hugsanlegar vaxta- breyúngar erlendis og aflabrögð í framtföinni erum við bjartsýnir á að dæmið gangi upp,“ segir Guð- mundur. „Við seljum jú afurðir okkar í erlendri mynt þannig að gengislækkun krónunnar kemur oklcur til góða ef eitthvað er. Vextina er hægt að fastsetja með samningum þar um og hvað aflabrögðin varðar em útgerðarmenn bjartsýir að eðlisfari. Annars væm þeir varla í þess- um rekstri." Þrír stærstu kvótakóngarnir Guð- mundur Krístjánsson hjá Tjaldi, Kristján Davlösson hjá Granda og Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja eiga samtals kvóta fyrír hátt Ihundraö milljarða króna Varaþingmaður lætur til sín taka á Alþingi. Lætur sig varða lyf, dans og varðskip Jón Kr. Óskarsson kttur á það sem forvarnarstarfað kenna dans, fundarsköp og ræðu- mennsku i grunnskólum. „Ef hugur og heilsa eru í lagi, er ómögulegt að segja hvað ég geri í næstu Alþingiskosningum" segir Jón Kr. Óskarsson 67 ára varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjör- dæmi en hann hefur setið á þingi nú í mars í fjarvem Rannveigar Guð- mundsdóttur alþingismanns, sem var við kosningavörslu í Rússlandi. Þrátt fyrir stutta þingsetu gekk Jón vasklega til verks og lagði fram fyrirspurnir til nokkurra ráðherra sem snúa að danskennslu og kennslu í ræðumennsku í grunn- skólum, um stækkun og byggingu heilsugæslustöðvar í Hafnarfirði, um virðisaukaskatt á lyfjum, um nýtt varðskip og um hjúkrunar- heimilið Sólvang í Hafnarfirði. Þá er Jón meðflutningsmaður að tillögu til þingsályktunar um lækkun skatta á eftirlaun og ellilífeyri. Jón vann árum saman hjá Landsíma ís- lands og fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Og þá fékk hann raunverulegan áhuga á pólitík, eink- um málum sem varða eldri borgara. Jón segir þessa daga á Alþingi hafa verið yndislega. „Það er geysilega vel tekið á móti manni hér og ég á kunningja og frændfólk, bæði í stjórnarliðinu og stjórnarandstöðunni og svo þekki ég náttúrulega alla í Samfylking- unni." Jón er formaður í Sextíu+ í Hafnarfirði sem er félag jafnaðar- nianna, sextíu ára og eldri í Firðin- um. Hann segir nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að stofna slík félög á sem flestum stöðum en landsfélag var stofnað fyrir 2 árum. Kona Jóns er Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Þau hafa verið saman í 45 ár og eiga fjölda afkomenda. Jón sem í síðustu viku var maður vikunnar á mir.is, vefriti ungra jafnaðarmanna í Hafn- arfirði segir að Alþingi þurfi fólk á öllum aldri. ,tÞað er um að gera að hafa alltaf nóg að hugsa", segir Jón Kr. Óskarsson, „að lifa lífinu lif- andi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.