Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004
Fréttir DV
Guðbergur
fær norræna
nóbelinn
Síðar á þessu ári
tekur Guðbergur
Bergsson rithöf-
undur við bók-
menntaverðlaun-
um Sænsku aka-
demíunnar í húsa-
kynnum hennar í
Stokkhólmi. Verðlaunin
urðu til á 200 ára afmæli
akademíunnar árið 1986,
eru ætluð rithöfundi á
Norðurlöndunum og þykja
nú einn mesti heiður sem
slíkum getur hlotnast, eru
oftar en ekki kölluð nor-
ræni nóbellinn. Síðustu
flmm árin hafa þau fallið í
skaut Danans Torben
Broström 2002, Finnans
Willy Kyrklund 2001,
sænskumælandi Finnans
Lars Huldén 2000, Danans
Klaus Rifbjerg 1999, og Sví-
ans Lars Forssell 1998.
Verðlaun sænsku akademí-
unnar eru 250.000 sænskar
krónur, nokkuð á þriðju
milljón íslenskra löróna.
Verðbólga lág
Verðbólga mældist 1,4% á
Islandi í febrúar samkvæmt
samræmdri vísitölu neyslu-
verðs sem Hagstofan birti í
gærmorgun. f ríkjum EES
mælist hins vegar 1,5% verð-
bólga. Síðustu mánuði hefur
verðbólga á íslandi verið
undir meðaltali EES á þenn-
an mælikvarða. Verðbólga á
íslandi fór aftur á móti hátt
yfir meðaltal EES-ríkjanna á
tímabilinu 1999 þar til í lok
árs 2002. Um þessar mundir
mælist verðbólga 1,2% að
jafnaði í viðskiptalöndum ís-
lands, á evrusvæðinu mælist
hún 1,6%, í Bandaríkjunum
1,9% en í Japan er 0,3% verð-
hjöðnun.
Samræmd
prófendur-
skoðuð
Björgvin G. Sigurðsson
skoraði á menntamálaráð-
herra að falla ffá samræmd-
um stúdentsprófum í fyrir-
spurn sem hann
beindi til hennar á
dögunum. í svari Þor-
gerðar Katrínar kom
fram að samræmt próf
í íslensku verði þreytt
þriðja maí en eftir það
muni hún endurskoða
prófin. Björgvin segir
þetta stefnubreytingu hjá
menntamálaráðuneytinu.
Tómas Ingi hafl ávaÚt staðið
fast við sitt en nú sé Þor-
gerðurJCatrín að bakka.
Björgvin segir Samfylking-
una hafa barist á móti próf-
unum frá upphafi og að loks
sé þverpólitískur vilji að
myndast fyrir því að hætt
verði við þau.
Hné spegluð
700 sinnum
Speglunaraðgerðir á
hnjám voru um 700 á
síðasta ári og hefiir
fjölgað nokkuð á liðn-
um árum. Þetta kom
fram í máli heilbrigð-
is-og tryggingamála-
ráðherra þegar hann
svaraði fyrirspurn frá
Rannveigu Guð-
mundsdóttur, Samfylkingu.
Fram kom í svari ráðherra
að aðgerðir hafi á árinu
2001 verið 435 og fjölgað í
595 árið eftir.
ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að stöðva útsendingu á Sjálfstæðu fólki
Jóns Ársæls Þórðarsonar á Stöð 2 næstkomandi sunnudagskvöld. Þar er í aðalhlut-
verki Munda Pálín Enoksdóttir sem situr nú á réttargeðdeildinni á Sogni eftir að
hafa banað tveimur mönnum. Stöð 2 gefur sig ekki og ætlar að sýna þáttinn með
sjónvarpsmanni ársins og Mundu Pálín.
Reynt að stöðva Jón Ársæl
með tvöfaldan morðingja
Þrátt fyrir mikið álag, ágang og hótanir hefur
Stöð 2 ákveðið að senda út þáttinn Sjálfstætt fólk
á sunnudagskvöldið. Þar ræðir sjónvarpsmaður
ársins, Jón Ársæll Þórðarson, við Mundu Pálín
Enoksdóttir, sem situr á réttargeðdeildinni á
Sogni fyrir að hafa banað tveimur mönnum.
„Vissulega hefur Munda Pálín átt við geðræn
vandamál að stríða en hún hefur þó mælst í hópi
greindustu manna heims," segir Jón Ársæll en
samskipti hans við Mundu Pálín hafa þegar haft
á hann veruleg áhrif. „Það má segja að Munda
Pálín sé fyrsti raðmorðinginn hér á landi í hópi
kvenna. Hún myrti Jóhannes Þorvaldsson
í október 1974 með því að skera hann
á háls og svo eiginmann sinn,
Óskar Þórðarson, frá Völlum
undir Pétursey, með því að
stinga hann með flökunarhníf."
Það er Björgvin Guðmunds-
son, fyrrum borgarfulltrúi í
Reykjavík, sem hefur verið í
fararbroddi þeirra sem
reynt hafa að fá þátt-
inn tekinn af dagskrá
en Björgvin er mágur
Jóhannesar sem Munda
Pálín myrti.
„Það þarf afar þung og veiga-
mikil rök fyrir því að taka þátt
sem þennan af dagskrá þó við
skiljum sjónarmið aðstand-
énda,“ segir Páll Magnússon,
dagskrárstjóri Stöðvar 2.
„örn Clausen hæstaréft-
arlögmaður sagði mér
að hann hefði treyst
Mundu til að
gæta barna
sinna þegar
þau voru
lítil þó svo
hann
hefði
þurft
að
„Það þarfafar þung og veiga-
mikil rök fyrir því að taka þátt
sem þennan afdagskrá þó við
skiljum sjónarmið aðstand-
enda.‘
bregða sér til útlanda. Örn hitti Mundu í fyrsta
sinn í gamla Síðumúlafangelsinu þegar hún
hafði drepið annan þessara tveggja manna. Hún
sat þar þá róleg og bróderaði," segir Jón Ársæll.
Munda Pálfn Enoksdóttir er nú 61 árs. Hún á
mörg börn og skyldmenni og hafa mörg þeirra
lítinn áhuga á að sjá sjónvarpsþátt um ævi henn-
ar og örlög. Stöð 2 heldur þó sínu
striki en þátturinn verður sýnd-
ur strax að loknum fréttum á
sunnudagskvöldið.
Jón Ársæll og
Munda Pálín Sjón-
varpsmaöur ársins tel
ur hana fyrsta
raðmoröingjann á ís-
landi i hópi kvenna.
Munda Palin En-
oksdóttir Hefur
mælst með greindar-
vísitöiusem ermeð
því hæsta sem þekkist.
■
Þeir sleppa skyrinu sem mega það
„Sigurgeir hefur ekki borðað skyr
síðan hann kom á Þorlákshöfn.
Honum þykir skyr vont,“ upplýsti
gamli rannsóknarblaðamaðurinn af
Helgarpóstinum sigri hrósandi og
uppljómaður í gamla Finluxnum.
Svarthöfði fölnaði heima í horn-
sófanum og maríneraða síldin
missti andartak lit sinn og bragð.
Laukurinn líka. Gat þetta verið satt?
Og DV sem var búið að hafa það eft-
ir fólki þar úr sveitinni að Sigurgeiri
þessum hefði verið byrluð laxerolía í
einmitt þessari mjólkurafurð; skyri.
Þannig iiggur þá í því: Sigurgeiri
þykir skyr ekki eftirsóknarvert til
inntöku - að minnsta kosti ekki síð-
an hann fluttist á Þorlákshöfn.
Hverju ætlaði illmennið af DV að
svara því? Engu auðvitað. Ritstjóri
Svarthöfða sat bara sem fastast og
talaði voða hægt um heima og
geima þar til allt ætlaði um koll að
keyra í höfði hins fyrrverandi rann-
. sóknarblaðamanns. Upp úr dúr
gamla blaðamannsins kom einnig
að eftir að litli vísirinn á klukkunni
nær vissum áfanga dag hvern eru
menn á Þorlákshöfn ekki með sjálfu
sér af áfengisneyslu; það er hrein-
lega ekkert við þá talandi. Þetta vissi
blaðamaðurinn fyrrverandi vel af
löngum og áferðarfallegum fréttarit-
araferli og hringdi því fyrir allar ald-
ir í alla þá sem hafa tranað sér fram
og gagnrýnt sakleysislega hrekki
samborgaranna gegn jeppamannin-
um og fyrrverandi kanínueigandan-
um Sigurgeiri.
Kom enda á daginn, þegar rann-
sóknarblaðamaðurinn gekk hart að
þeim, að allir mundu þeir allt í einu
ekki neitt eftir að hafa sagt það sem
þeir sögðu inn á óþverralegu segul-
böndin á DV. Fremstan í þeim út-
valda flokki sagði hann hafa verið
frænda einkaeiganda Sigurgeirs -
sem ekki aðeins mun hafa verið á
rassgatinu og eyrum til skiptis af
brennivínsdrykkju - heldur hafi DV
ekki áttað sig á að snúa öllu við sem
kom öfugt út úr honum þannig að
sannleikurinn gæti gert lesendur DV
frjálsa eins og heimamenn þar aust-
an fjalls sem flögra um frjálsir og
áhyggjulausir - enda ekkert við því
að gera að mönnum, sem ekki geta
borið hönd fyrir höfuð sér, sé strítt
með hægðalyfjum og þeir grunlaus-
ir látnir sofa árum saman í yfirlýstri
brunagildru - það er bara mannlegt
eðli.
Þeir, sem ekki drógu fals-
framburð sinn beinlínis til baka,
sagði Helgarpóstsmaðurinn þaul
reyndi, eru bara snarbrjálaðir með
limir úr leynilegum sértrúarsöfnuði
sem vilja bara græða peninga og sjá
það sem leið að því markmiði að
ljúga tótal vitleysu að höfuðborgar-
pressunni. Best gæti Svarthöfði trú-
að að það pakk væri með einhver
sérviskuleg hallæris-
mottó á borð við
að menn eigi að
elska náungann
eins og sjálfan |
sig oggæta sinna ’
minnstu bræðra.
Svaithöföi
I