Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 Fréttir DV "Auschwit/ fSru wo Sc/i s teht^^TL^atff. jri nur 1 ,;SSk WY.wpclj-d» .M{05TII-86fc-6l| pí JA vvww.massenvtit'nkhtunq.il Helförin á diskinn Þýsk kona í Stuttgart gengur fram hjá veggspjaldi sem er hluti af afar um- deildri herferð þeirra sem berjast gegn kjötáti. Græn- metisæturnar berjast fyrir málstað sínum með yfir- skriftinni „helförin á matar- diskinn". Herferðin hófst í gær en áætlað er að birta auglýsingarnar í 11 borgum Evrópu. I auglýsingunum er slátrun dýra borin sam- an við þjóðarmorð nasista á gyðingum í seinni heim- styrjöldinni. Hótanir um lögsóknir hafa ekki stöðvað baráttumennina en þeir nota eftirfarandi tilvitnun í þýska heimspekinginn og gyðinginn Adorno: „Auswitz verður til þegar einhver í sláturhúsi segir að þeir séu aðeins dýr.“ Beðið eftir Siv „Mig grunar að Siv hiki við flugvöllinn," segir Mörður Árnason alþingis- maður, en hann spyr á Al- þingi hvers vegna Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hafi „ekki enn staðfest að fullu aðalskipulag Reykjavíkur 2001 - 2024“ og spyr einnig hvenær ráð- herrann hyggist staðfesta aðalskipulagið að fullu. Skipulagið var á sín- um tíma staðfest með fyrir- vara og sá fyrirvari veldur nú óvissu. „Þetta er miður, því hverfi 102, flugvaUar- svæðið, er það bygginga- og athafnasvæði sem skipt- ir hér mestu máli í framtíð- inni. Og þessar flottu hug- myndir um framkvæmdir í miðborginni eru meðal annars háðar því að menn viti hvernig þetta á að vera í hverfi 102,“ segir Mörður. Ráðherra svarar fyrirspurn- inni munnlega á næstunni. Landsíminn „Maður hefur alltafl nógu að snúastog stússa kringum búð- ina mína," segir Anna Jóna Hauksdóttir blómadrottning á Eskifirði en hún á blómabúð- ina Fjarðarblóm við Strand- götuna. „Núna er vertlö framundan hjá mér efsvo má að orði komast. Fermingar og páskarnir eru á næsta leiti og það er óhætt að segja að Esk- firðingar séu að verða mjög blómelskir. Ég opnaði búðina fyrir fjórum árum og var þá með hana upp á loftinu á gamla Sambandshúsinu. I fyrra flutti ég svo á jarðhæð' hér neðar í Strandgötunni. Þetta er mun skemmtilegra húsnæði en þaö var Ijós- myndastofa tilstaðarhér áður. Það er óhætt að segja að ég lít framtiðina björtum aug- um. Stóra málverkafölsunarmálið verður tekið fyrir 21. apríl. Þrátt fyrir einhverja um- fangsmestu og dýrustu rannsókn íslenskrar réttafarssögu hefur Bogi Nielsen sak- sóknari metið það sem svo að sönnunargögn vegna verka sem ákært var í Héraðs- dómi séu af of skornum skammti. Pétur Þór Gurmarsson / Héradsdómi Reykjavíkur. A myndinni eru einnig Sigríöur Rut lögmaöut Pétur Þórs og Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaöur Jónasar Freydal. Allar pappirsmyndirnar sem sagöar voru falsaÖar og eftir Svavarhafa veriö teknar úr málinu áöur en þaö kemur íyrir Hæstarétt. fölsunarmálinu „Saksóknari lagði fram greinargerð sína í gær til Hæstaréttar og hún er sennUega í pósti á leið- inni til mín núna. En samkvæmt því sem mér skilst þá hefur verið fallið frá rúmlega helmingi ákæruliðanna," segir Ragnar Aðalsteinsson verj- andi Péturs Þórs Gunnarssonar í því sem kallað hefur verið Stóra málverkafölsunarmálið. Kostnaður slagar í 100 milljónir Málið er eitt hið aUra dýrasta í íslenskri réttar- farssögu, rannsóknin var afar umfangsmikU og teygði anga sína víða um heim auk langra réttar- halda fyrir héraðsdómi. Fjöldi vitna var kaUaður til frá útlöndum og þá var kostnaður vegna sér- fræðiálits mikill. Ákært er fyrir falsanir á 102 lista- verkum en alls voru rúmlega 180 myndverk til rannsóknar hjá lögreglu. Jón H. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hefur sagt rannsóknina hafa kostað embættið á bilinu 40 til 50 milljónir króna, þar af sé kostnað- ur vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu um 20 milljónir. Þá er eftir að taka inn í reikninginn kostnað vegna réttarhaldanna sjálfra og er ekki séð fyrir endann á því. Menn telja heildarkostn- aðinn ekki undir 100 milljónum. s J. J., t i Ragnar Aðalsteinsson Segir að sér hafi ekki komið á óvart þó búið sé að taka úr ákærunni 58 verk sem voru fyrir rétti i Héraðsdómi Reykjavlkur. Sönnunargögnin segir hann laus i reipunum. Nú loksins er búið að setja dagsetningu á mál- ið en það verður tekið fyrir í Hæstarétti 21. apríl næstkomandi. Ragnar segir í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart .að faUið hafi verið frá því að ákæra í þeim tilfeUum sem um ræðir. Nánast vonlaust sé fyrir ákæruvaldið að fjalla um það frekar svo laust sé það verið í reipunum. Ekki pappírsins virði í dómsskjölum er það 3. kafli ákærunnar sem fellur út. 43 pappírsverk sögð eftir Svavar Guðna- son auk 15 málverka einnig eftir Svavar sem tek- in hafa verið út. Þetta eru verk sem seld voru í Gallerí Leif Jensen í Danmörku. Til var kvaddur í héraðdóm á sínum tíma mikill pappírssérfræð- ingur frá Bretlandseyjum, Peter Bower, til að fjcúla um málið en álit hans hefur samkvæmt þessu ekki þótt pappírsins virði. Því eru um að ræða að 58 verk eru ekki lengur inni í ákærunni. Saksóknari, Bogi Nielsen, hefur ekki séð sér fært, miðað við þau sönnunargögn sem fyrir lágu að halda ákærunni til streitu. Ragnar telur ljóst að Bogi haf! meiri fjarlægð á málið og sé betur fær að meta það en Jón H. Snorrason hjá EfnahagsbrotadeUd sem sótti mál- ið fyrir Héraðsdðmi Reykjavíkur. Óæskilegt sé að þeir sem rannsaki mál séu jafnframt þeir sömu og ákæri. Verkin sem snéru að Pétri Þór í héraði voru 95 sem þýðir að 37 verkanna standa eftir. Pétur var dæmdur fyrir að hafa selt fjögur verk vitandi að þau væru fölsuð sem er innan við 5 prósent þess sem ákært var í. Að stela súkkulaði aftur og aftur Ragnar segir það stundum gerast að menn sæti alvarlegum ákærum í dómssal en svo situr eftir eitthvert smáatriði sem menn eru sakfeUdir fyrir. Þeim reynist hins vegar erfitt að má af sér ákæruna. „Jú, það má heita ámælisvert. Sönnun- arfærslan gekk mikið til út á það hvort málverkin væru fölsuð eða ekki fölsuð. I fæstum tilfella voru Pappirsvetk eftit Svavar Þelta verk varskoðað i bak og fynr i Heraðsdómi Reykjavikur en dómar- cir Hæstarettar fá ekki að sjá verkið þvi það er ekki iengur ákæruliður saksóknara. Öll verkin sem dæmt verður um i Hæstarétti verða skoðuö en þau eru nú umtalsvert færri en var: Úr 102 i 44 sönnunargögn fyrir hendi þess efnis að sakborn- ingar hefðu nokkuð með það að gera eða vissu til þess. Segir í dómsorði að talið sé líklegast að Pét- ur Þór hefði átt að vita að málverkið væri falsað." Fyrir hæstarétti verður, líkt og var í Héraðs- dómi Reykjavíkur, lögð fram frávísunarkrafa af héndi Ragnars og hans umbjóðanda. Hún er á þeim forsendum að rannsóknin hafi tekið óhemju langan tíma og dregist úr hófi fram. Þá haft áður verið ákært árið 1998 vegna þriggja málverka þrátt fyrir að rannsókn málsins hafi greinilega ekki verið lokið. Hæstiréttur dæmdi Pétur Þór í sex mánaða fangelsi vegna þeirra árið 1999 og hefur hann lokið afþlánun. Ragnar man ekki annað dæmi þess að ákæru- valdið hafi farið af stað með svo rnörg ákæruat- riði, tekið svo frá fjölda þeirra, geymt og farið svo af stað aftur með þau í rannsókn og svo sem ann- að mál. „Margt bendir til þess að ákæruvaldið liafi hugsað sér að hafa þau áhrif á dómsstóla, að þeir sakfeUdu ákærðu í seinna málinu á grund- veUi fyrra málsins. Að menn telji sem svo að steli einhver súkkulaði úr búð fyrir mörgum árum geri hann það aUtaf aftur.“ jakob@dv.is Mismundandi verð á magnýli Hjartaamagnýl dýrt Hjartamagnýl, sem nýtt er á markaðnum og sérstaklega er ætíað hjartasjúklingum er margfalt dýrara en venjulegt magnýl. Virka innUialdseftúð í hjarta- magnýl er aðeins 75 mgr. en í venju- legu magnýli er það frá 150 mgr tU 500 mgr. Harpa Leifsdóttir sviðsstjóri markaðssviðs hjá Pharmaco segir að magnið hafi ekki áhrif á verðlagning- una í þessu tUfeUi. Hjartamagnýl er nýþróað lyf og það sé ákveðinn kostnaður við það ferli. Hún segir að þannig sé farið með allar nýjar lyfja- samsetningar. „Margar af gömlu pakkningunum hafa verið á markaði lengi og það kann að vera að á þeim tíma hafi kostnaðurinn ekki verið eins hár. Það er líka rétt að taka það fram að virka efnið skiptir ekki alltaf sköpum í lyfjaverði þótt oft stjómist verðlagningin af því. í þessu tUfeUi geri það ekki,“ segir Harpa. Harpa bendir einnig á að í hjarta- magnýli sé nákvæmlega það magn sem læknar ráðleggi fyrir hjartasjúk- linga. Þeir gætu vísast tekið inn hálfa 150 mgr. töflu en það sé bara oft þannig að fólk brjóti ekki töflur. Pharmaco sé að koma á móts við þarfir markaðarins með því að hafa innihaldið nákvæmt. Hún segir engu að síður að fólk skuli ráðfæra sig við lækni um hve mUdð magn það eigi að taka áður en það skiptir yfir. Mikill verðmunur er á magnýli í lyfjaverslunum en ódýrast er að kaupa stærstu umbúðirnar með sem mestu innihaldi Hjartamagnýl 75. mgr. 50 töflur kr. 498.- Magnýl 150 mgr. 100 töflur kr. 799,- Magnýl 500 mgr. 100 töflur kr. 766-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.