Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 25
J>V Fókus FÖSTUDAGUR 7 9. MARS 2004 2S Leikarínn er kominn með nóg af hasarmyndum og ætlar að snúa sér að grininu. Aldrei altur hetja Ben Affleck ætlar aldrei aftur að taka að sér hasarmyndahlutverk sem þýðir að við eigum ekki von á framhaldi af Daredevil, að minnsta kosti ekki með stráknum í aðal- hlutverki. Leikarinn segist sjálfur vera kominn með leið á þessum hlutverkum enda búinn að leika hetjuna í mörgum myndum. Nú ætlar hann að skipta um gír og snúa sér að grínmyndum. Sú fyrsta mun koma út í nóvember og er jólamynd fyrir alla fjölskylduna. „í myndinni tek ég að mér hlutverk sem er ekta fyrir Mike Myers, Adam Sandler eða Eddie Murphy og ég vona að ég eigi eftir að standa mig,“ sagði leikarinn sem er að reyna að ná sér eftir sambands- slitin við Jennifer Lopez. American Splendor School of Rock Cold Mountain Monster Something's Gotta Give Lost in Translation Big Fish Hringadróttinssaga Kaldaljós Myndin sem allir hafa verið að tala um í góðan tíma er loksins komin í bíó. The Passion ofthe Christ er frumsýnd í Regnboganum og Smárabíói í dag. Það er nokkuð undarleg tilfinning að sitja í bíósal og maula popp og hlusta á prest ræða um dauða og píningu Jesú Rrists. Forsýning myndarinnar var í Smárabíói á fimmtudag í síðustu viku, og voru flest- ir prestar höfuðborgarsvæðisins mættir og héldu sumir þeirra ræðu af tilefninu. Eins og svo margir hef ég sjaldan heyrt presta tala utan ferminga og giftinga. Kannski ættu þeir að selja popp í kirkjum. Á boðsmiðanum er mynd af þjáðum manninum með þyrnikórónuna, og yfir er límmiði merktur Skífunni. Trúin er í boði Skífunnar, og veðr- ið er í boði Tals. Hvorki leiðtogi né kennari Hérna er hún þá loksins komin, mynd sem virð- ist æda að verða einhver umdeildasta og vinsælasta mynd allra tíma. Myndin hefst í Garðinum í Getsemane, þar sem Jesús kvíðir örlögum sínum. Jesús kernur hér hvorki fram sem leiðtogi eða kennari. Hann er fyrst og fremst fómar- lamb. Hann er laminn, húðstrýktur og krossfestur. Hon- um er fórnað af Guði til Guðs, svo að Guð geti fyrirgefið syndir mannanna. Og Guð Gibsons virðist miskunnarlaus miðaidaguð. Vonda fófkið er ljótt og góða fólkið er fallegt. Djöfullinn leynist í hverju horni, hann er með Pétri þegar hann afneitar Jesú, hann eltir Júdas þar til Júdas gefst upp og hengir sig. Auga dauðadæmds manns er kroppað út fyrir efasemdir hans. Slíkan Guð er best að hafa góðan. Hending virðist næstum ráða hver fer til himna og hver ekki. Sá sem hugsar eitthvað Ijótt fer til helvítis Maður sem hangir á hægri hönd Jesú og bíður dauða síns efast um að þessi lemstraði í miðjunni sé sonur Guðs. Hann fer til helvítis um alla eilífð, þessi á vinstri hönd ákveður á síðustu stundu að eitthvað sé til í staðhæfingum hálfdauðs mannsins, hann fer til himna. Sömu sögu er að segja af múgnum. Sá sem hrópar ókvæðisorð eða jafnvel hugsar eitthvað Ijótt fer til helvítis, sá sem þerrar blóð hans fer til himna. Jesú biður um fyrir- gefningu handa þeim, en maður veit, ef mið er tekið af örlögum Júdasar, að svo mun ekki verða. Mel Gibson á hrós skilið fyrir að taka myndina á upprunalegum tungumálum, hebresku, aramísku og latínu, sem gefur manni meiri tilfinningu fyrir stað og tíma en þegar allir mæla á drottningarensku, eins og vaninn er með sögulegar stórmyndir. Sagan um Jesú er ein magnaðasta saga allra tíma, og þó hún hafi oft verið kvik- mynduð áður hefur verið deilt um efnið í 2000 ár og af nógu að taka. Þó er spurning um hvort, þrátt fyrir allar deilurnar, að myndin bæti einhverju við þá umræðu. Brjálaði hatlarinn kemur í heimsókn Árið 2000 kom út myndin um Trölla sem stal jólunum eftir barnabókahöfundinn Dr. Seuss. Nú hefur verið ráðist í að kvik- mynda aðra bók hans, hina ekki síður vinsælu „Kötturinn með hött- inn." Það var Jim Carrey sem fór með hlutverk Trölla, en hér er það Mike Myers, þekktastur sem Austin Powers og Wayne úr Wayne’s World sem fer með hlutverk kattar- ins. Flestir ættu að þekkja söguna af tveimur börnum sem eru skilin eftir heima og fá þá óvænta heim- sókn af kettinum. í fyrstu skemmta þau sér við að leggja heimilið í rúst, en það er minna gaman þegar von er á mömmu heim. Það er Sean Kötturinn með höttinn Flestir þekkja söguna, tvö börn eru skilin eftir heima og fá óvænta heimsókn afkettinum. I fyrstu byrja þau á að leggja heimilið í rúst en svo þarfað bjarga málunum áður en mamma kemur heim. Mike Myers er í hlutverki kattarins og Alec Baldwin kemur sterkur inn í aukahlutverki. Hayes úr Will og Grace þáttunum sem fer með hlutverk hins áhyggju- fulla gullfisks heimilisins, en Alec Baldwin, sem sækir stöðugt í sig veðrið sem aukaleikari, leikur hinn illa nágranna Quinn. Quinn þessi hefur í hyggju að giftast móður barnanna og sendu þau svo í her- skóla. Myndin um Trölla var bæri- lega vel heppnuð, og spurning hvort Myers tekst að feta í fótspor Carrey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.