Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7 9. MARS 2004
Fréttir BV
Fjórar millj-
oniríbætur
Hæstiréttur hefur dæmt
Háskóla íslands til að
greiða þrotabúi Gunnars
Þórs Jónssonar fjórar millj-
ónir króna í bætur vegna
ólögmætrar uppsagnar.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði áður dæmt Gunnari
Þór bætur upp á sjö millj-
ónir króna. Þá er háskólan-
um gert að greiða
1,2 milljónir í
málskostnað.
Gunnar Þór starf-
aði sem prófessor
við læknadeild HÍ
og sem yfirlæknir á
Landspítalanum.
Honum var vikið
um stundarsakir úr
prófessorsstöðu vegna
ávirðinga í starfl. Sama ár
var honum sagt upp störf-
um yfirlæknis. Prófessors-
staðan var síðan lögð niður
og kærði Gunnar Þór þann
gjörning.
Leiðrétting
í viðtali við Helga Magn-
ús Helgason í blaðinu í gær
gætti misskilnings varðandi
fæðingu barns hans fyrir
nokkrum mánuðum. Var
sagt að barnið hefði fæðst í
Skotlandi en hið rétta er að
Helgi og Björk eigin-
kona hans fóru tvær
ferðir til Skotlands
þar sem barnið
fékk blóðgjöf í
móðurkviði.
Það fæddist
síðan á fæð-
ingardeild
Landspítal-
ans og hlaut
þar hina bestu
umönnun.
Nafiilaus skrif
á vefiium
Sigrún Jóhannesdóttir
forstjúri Persónuverndar
„Persónuvernd hefur enga af-
stööu til þessa máls,"segir Sig-
rún Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar.„Mín per-
sónulega skoðun er hins vegar
sú aö mérfinnst þetta afar
ósmekklegt og ber vott um
gunguskap þeirra sem skrifa
níð um náungann nafnlaust."
Hann segir / Hún segir
„Við erum með mjög strangar
reglur um þetta á mfnum
spjallvefá forsetakosning-
ar.is," segir Ástþór Magnússon,
forsetaframbjóðandi.„Ég er
fytgjandi því að menn skrifi
undir nafni. Sá sem rekur vef
ber ábyrgð á því sem skrifað er
og þvi er þetta aivarlegt mál.
Skrílslæti á opinberum spjall-
vefjum er eitthvað sem á ekki
réttásér."
Ástþór Magnússon
forsetaframbjóðandi
Hallur Hilmarsson, næstráðandi yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, tók
900 þúsund krónur af fíkniefnafé sem átti að fara á sérstakan vörslureikning. Hann
hætti hjá lögreglunni á þriðjudag. Samdægurs var nafnskilti skrúfað af skrifstofu
hans og nafn hans fjarlægt af viðveru- og netfangaskrá lögreglunnar. Málinu vísað
til ríkissaksóknara. Lögreglan gerir úttekt á allri meðferð fíkniefnadeildarinnar
með fikniefnafé.
Eiturlyf Flkniefnapeningarnir
urðu lögregluforingjanum að falli
2000.
Hallur G. Hilmarsson, 34
ára gamall, næst æðsti yfir-
maður fíkniefnadeildar
Lögreglunnar í Reykjavík
bað um lausn frá störfum á
þriðjudaginn og hætti strax.
Hann hafði misfarið með
um 900 þúsund krónur sem
höfðu verið haldlagðar í
fíkniefnamáli sem hann var
að rannsaka. Málið komst
upp fyrir tilviljun þegar eigandi peninganna
byrjaði að spyrjast fyrir um þá. Yfirmenn lögregl-
unnar fengu fá svör frá Halli og ekki var hægt að
leysa úr trúnaðarbrestinum. Hallur hefur skilað
öllum peningunum.
Lögreglan í Reykjavík hefur beðið ríkissak-
sóknara um að rannsaka málið. „Það er ekki á
okkar forræði að rannsaka þá sem grunaðir eru
um brot í starfi," segir Ingimundur Einarsson
varalögreglustjóri í Reykjavík. „Það er ekki nóg
að okkar viti, að hann hafi skilað peningunum.
Hér hafa verið brotnar þær reglur sem gilda um
haldlagt fé,“ segir Ingimundur. „Okkur þykir
þetta afskaplega alvarlegt."
Ingimundur segir að í framhaldi af þessu
verði öll mál skoðuð hjá fíkniefnadeildinni aftur
í tímann til að athuga hvernig farið hafi verið
með haldlagt fé og muni. Fé sem lagt er hald á
við lögreglurannsóknir á að fara inn á sérstakan
vörslureikning en þangað rötuðu peningar Halls
ekki.
Hallur hefur starfað hjá fíkniefnadeildinni í
Reykjavík í 4-5 ár en var áður hjá fíkniefnastofu
Ríkislögreglustjóra. Hann hefur klifið metorða-
stiga lögreglunnar og
starfað sem stað-
gengill Ásgeirs Karls-
sonar, yfirmanns
fíkniefnalögregl-
unnar. Hann hefur
stýrt stórum fíkni-
efnarannsóknum og
var lykilmaður við
rannsókn Stóra fíkni-
efnamálsins árin 1999 og
nafnskilti hans umsvifalaust fjarlægt
af einkaskrifstofu hans og nafn hans
afmáð úr viðveru- og netfangaskrá lög-
reglunnar.
Eiginkona Halls, sem gegnir starfi
rannsóknarlögreglumanns, mætti
hvorki til vinnu í gær né fyrradag. Þau
búa nú bæði hjá foreldrum hennar.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni-
efnalögreglunnar, vill ekki tjá sig um
málið að svo stöddu:
Aðspurður segir Hallur G. Hilmarsson
að sér hafí ekki verið vikið frá störfum. „Ég
sagði upp, en hef ekki fengið nein viðbrögð
við því. Ég ætla ekkert að tjá mig um
þetta.“
Hallur Hilmarson Hefur
verið næstæðsti maður
fikniefnalögreglunnar en ernú tii
rannsóknar hjá rikissaksóknara.
dóppeningum ng
missti starfi
„Það er ekki nóg
að okkar viti að
hann hafi skilað
peningunum.
Hér hafa verið
brotnar þær
reglursem gilda
um haldlagt fé."
Bjarni Harðarson sagði viðtal við Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur vera uppspuna
Stendur við ummæli sín um Sigurgeir
„Ég stend við það sem ég sagði í
DV um aðbúnað Sigurgeirs," segir
Sigurbjörg Eyjölfsdóttir, listakona í
Ölfusi, vegna þeirra ummæla Bjarna
Harðarsonar, stjórnarmanns í
Þroskahjálp og ritstjóra, í þættinum
ísland í dag að fréttir DV um málefni
Sigurgeirs Kristinssonar, þroska-
hefta mannsins í Þorlákshöfn, væru
að mestu leyti uppspuni. Bjarni
sagði að meðal annars hefði viðtal
blaðsins við Sigurbjörgu verið
spunnið upp. Bjarni sagðist hafa
hennar orð fyrir því. Sigurbjörg seg-
ir að þessi ummæli Bjarna séu
ósönn.
„Ég hef aldrei sagt neitt í þessa
veru. Ég hringdi í Bjarna og spurði
hvort hann eða presturinn hefðu
ekki séð ástæðu til að tala við mig
eftir að nafn mitt kom í DV og heyra
mína hlið á málinu og af hverju ég
væri að skipta mér að þessu. Hann
sagðist ekki hafa athugað það. Jafn-
framt sagði ég honum að mér hefði
sárnað að bara mitt nafn hefði kom-
ið í blaðinu en ekki annarra heimild-
armanna," segir Sigurbjörg.
Sigurbjörg sagði í DV 8. mars að
farið væri með Sigurgeir eins og
hverja aðra sképnu. „Honum er
haldið þarna sem þjófa- og bruna-
varnakerfi," sagði hún meðal annars
og vísaði til þess að um sex ára skeið
hefur slökkviliðsstjóri gagnrýnt að
Sigurgeir búi í húsnæði þar sem eld-
varnir eru í lamasessi. Sigurgeir býr
þannig í eldgildru.
í sama blaði varð Brynjar Heimir
Guðmundsson, vinnuveitandi Sig-
urgeirs, tvísaga þegar hann sagði að
gamli maðurinn svæfí á verkstæðis-
loftinu. Seinna í viðtalinu sagði
hann þetta misskilning. „Hann býr
ekki þar heldur er með lögheimili
hjá okkur".
Bjarni lýsti fólki í Þorlákshöfn sem
lætur sig aðstæður Sigurgeirs varða
sem sértrúarsöfnuði sem væri að seil-
ast í peninga Sigurgeirs. Þar er um að
ræða eldri hjón sem Sigurgeir átti
skjól hjá ámm saman. Þau eru að-
ventistar og var mjög brugðið vegna
þess hve sótt er að þeim af bæjaryfír-
völdum, presti og nú ritstjóranum frá
Selfossi vegna frétta af kjömm Sigur-
geirs í eldgildrunni. Hjónin ætla að
ráðgast við lögfræðing sinn. Þau upp-
lýstu þó að þvert á það sem Bjarni
sagði í Island í dag um að Sigurgeir
hefði ekki borðað skyr þá hefði hann
margoft borðað það hjá þeim. Hann
hafi af eðlilegum ástæðum hætt við
skyrið eftir að hafa nokkmm sinnum
verið látinn innbyrða laxerolíu.
rt@dv.is
Sigurgeir
Kristinsson
Mál hans hefur
valdið mikiu
fjaðrafoki í
Þorlákshöfm.