Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 7 3 Réttaðyfir khmerum Búist er við að réttar- höldin yfir þeim sem ábyrg- ir voru fyrir þjóðarmorði Rauðu khmeranna í Kam- bódíu taki allt að þrjú ár. Lengi hefúr verið beðið eftir því að eftirlifandi leiðtogar Rauðu khmeranna verði dregnir til ábyrgðar fyrir hryllinginn í íandinu á stjómartíð þeirra. Áætlað hefur verið að khmerarnir beri ábyrgð á dauða 1,7 milljóna manna. Grimmdarverkunum er lýst í kvikmyndinni „Killing fields" eða Dauðaakramir sem vann til íjölda verð- launa. Sameinuðu þjóðirnar áæda að kostnaðurinn við réttarhöldin muni nema 50 milljónum dollara eða hátt í 4 milljarða króna. ESB qeqn Gates Mario Monti, fram- kvæmdastjóri samkeppnis- mála í Evrópusambandinu, lýsti því yfir í gær að ESB og tölvufyrirtækinu Microsoft hefði ekki tekist að ná sáttum í yfirvofandi dómsmáli gegn fyrirtækinu vegna gmnsemda um að það hafi misnotað ráðandi stöðu sína á hugbúnaðarmarkaði. Ein- sýnt er að réttað verður og má búast við kröfum um að fyrirtækinu verði skipt upp. Borgarholtsskóli batt enda á 11 ára sigurgöngu MR í spurningakeppni framhalds- skólanna í gær. Gríðarleg spenna var í salnum enda nánast jafnt á öllum tölum. Borgarholtsskóli hafði þó betur undir lokin og brutust að vonum út gríðarleg fagnaðarlæti í salnum. Lið MR Segjast vera sáttir V við sinn hlut en þeir töpuðu ■f1 fyrir Borgarholtsskóla í \ Gettu betur i gær. Erþað i fyrsta skipti i meira en áratug sem MR-ingar tapa i spurn- j ingakeppni framhalds- skólanna. . - Það bar til tíðinda í fyrri undanúrslitaviður- eign spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur í gær þegar lið Menntaskólans í Reykjavík tapaði fyrir Borgarholtsskóla 28-31. Það var hnífjafnt meira eða minna alla keppnina en á lokasprettinum hafði Borgarholtsskóli betur. Þar með bundu þeir enda á 11 ára samfellda sigur- göngu MR. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig okkur líð- ur,“ sagði Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn liðsmanna Borgarholtsskóla eftir keppnina í gær. „Þetta var jafnt allan tímann en þetta réðst síðan á lokasprettinum þegar borin var upp vísbendingaspurning um kvik- myndaleikara. Þar náðum við að kveikja á því að svarið væri Clint Eastwood í ann- arri vísbendingu,“ segir Steinþór sem ætlar sér að sjálfsögðu sigur í keppninni. „Við erum samt alveg niðri á jörðinni og bíðum bara eftir því að sjá hverjum við mætum í úrslit um. Við förum nátt- úrulega alltaf í þetta til að vinna og það er sama hvort mað- ur er að keppa á móti MR eða ein- hverjum öðrum - við tökum á móti öllum mótherjum með sama hætti," segir Steinþór og bætir þvf við að vissulega hafi verið gaman að binda enda á sigurgöngu MR. „Þetta eru samt hinir mestu sómapiltar þarna í MR og þeir eru góðir félagar okkar þannig að það eru blendnar tilfinningar. Það þarf samt einhver að tapa og að þessu sinni voru það þeir." „Maður getur ekki verið annað en sáttur við að tapa fyrir svo góðu liði,“ sagði Snæbjörn Guð- mundsson úr liði MR eftir keppnina í gær. „Ég bjóst við að vera fúlli yfir þessu en í raun er þetta ákveðinn léttir. Við erum búnir að vera í þessu í þrjú ár og höfum í rauninni fengið meira en nóg af þessu. Þetta hefur tekið al- veg gríðarlega mikinn tíma frá okkur og við erum sáttir við að tapa fyrir Borgarholtsskóla sem eru búnir að æfa og æfa,“ sagði Snæbjörn sem hefur ásamt félögum sínum sigrað keppnina síðustu tvö ár. Þeir voru nálægt því að falla út í síðustu umferð fyrir MH en mörðu þá sigur undir lokin. Það ræðst svo eftir viku hverjir koma til með að mæta Borgarholts- skóla í úrslitum þegar Verslunar- skólinn mætir Menntaskólan- um Hraðbraut í hinni und- anúrslitaviðureigninni. agust@dv.is Askriftar happdrætti Ferð fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar Á hverjum föstudegi til páska verður dregið úr öllum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express tii London eða Kaupmannahafnar. , Vinningshafar verða kynntir í Askriftarsíminn er 550 5000 helgarblaði daginn eftir útdrátt. DV Með DV fylgist þú betur með þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Helgarblaðið fylgist með þeim einstaklingum sem skara fram úr. Helgarviðtalið, krossgátan, sérstæð sakamál og margt fleira. DV tekur á málum af harðfylgi og áræðni. DV veitir stjórnvöldum hverju sinni kröftugt aðhald. Á DV duga engin vettlingatök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.