Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDACUR 19. MARS 2004 Fókus DV Ben Stiller og Owen Wilson leika félagana Starsky and Hutch. Þeir hafa veriö duglegir að birtast saman í bíó undan- farið, og þó Wilson hafi hvað vinsældir varðar staðið í skugga Stillers leikur Stiller oft menn sem eru í skugga Wilsons. í Meet the Parents er Stiller að reyna að biðja sér konu, en á í erfiðleikum með pabba hennar. Ekki batnar ástandið þegar hann kynnist fyrrverandi kærasta væntanlegrar eigin- konu, leikinn af Wilson, sem er bæði ríkur og myndarlegur. í Zoolander leikur Stiller ofur- heimskt ofurmódel sem þarf að sjá á eftir titlinum „Karlmódel ársins" í hendur Wilson. í The Royal Tenenbaums leikur Still- er misheppnaðan fasteigna- söiuman og ekkil sem hefur stanslausar áhyggjur vegna vannýttra hæfileika og vegna öryggis bamanna, en Wilson Ieikur vin hans sem er alltaf í vímu en skrifar þrátt fyrir það metsölu kúrekabækur. í öllum þessum myndum hefur Wilson tekist að stela senunni frá aðal- leikaranum Stiller. Wilson hefur einnig leikið gegn Eddie Murphy og Jackie Chan, ásamt því að hann skrifaði handritin að Rushmore og Royal Tenen- baums ásamt Wes Anderson. Ben Stiller vakti fyrst athygli sem leikstjóri unglingamyndar- innar Reality Bites, en hefur undanfarið sérhæft sig í hlut- verki seinheppins elskuhuga, nú síðast í Along Came Polly, Meet the Parents og Keeping the Faith. í næstu mynd sinni, Envy, leikur Stiller enn mann sem er í skugga vinar sfns, en þar leikur hann besta vin Jack Black, þarf að fást við öfund þegar vinurinn verður skyndi- lega rikur. í næstu mynd Wilson er harrn aftur að leika með Jackie Chan í mynd sem er byggð á hinni klassísku sögu Jules Verne, Umhverfis jörðina á 80 dögum. Bófarapparinn Snoop Dogg fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni Starsky and Hutch sem að Sambíóin frumsýna í dag. Leikur hann þar götugúrúinn Huggy Bear, sem fer honum líklega betur en mörg önnur sem hann hefur leikið 1 gegnum tíð- ina. Er þetta nýjasta dæmið af mörgum um að mestu hörkutól rappsins leiki í bíó- myndum, en flestar eiga myndirnar það sameiginlegt að vera fremur vondar. ICECUBE Fyrst heyrðist í Ice Cube í hljómsveitinni NWA, sem hneykslaði margan hvíta manninn og kætti enn fleiri með fyrstu plötu sinni Straight Outta Compton, sem, með lögum eins og Fuck Tha Police og Gangsta Gangsta, byrjaði að mörgu leyti Gangsta rappið árið 1989. Hann hætti í hljómsveitinni ári síðar vegna ijár- máladeilna, og hóf sólóferil sem í fyrstu lofaði góðu. Kvikmyndaferill hans byrjaði ekki síður vel, þegar hann lék árið 1991 í mynd John Singleton, Boyz N the Hood. í næstu mynd, Trespass frá 1992, lék hann á móti einum helsta samkeppnisaðila sínum í rappinu, Ice-T, en hún markaði upphaf enda- loka þeirra beggja sem talsmanna gettósins. Hann lék í næstu mynd Singleton, Higher Leaming, sem fékk talsvert minni undirtektir. Sama ár, 1995, skrifaði hann handritið að og lék aðalhlutverkið í hinni feikna- vinsælu költmynd Friday, sem hafa síðan verið gerðar tvær framhalds- myndir af. En síðan heíúr hann mest haldið sig við aukahlutverk í hasar- myndum, svo sem Anaconda, Ghosts of Mars og Torque. Helsú há- punktur hans í hvíta tjaldinu var hin ágæta stríðsádeilumynd Three Kings frá 1999, en hann virðist nú vera fastur í hasamum, og er hans næsta hlutverk í framhaldi XXX, sem mun bera nafnið XXX;2. ICE-T Ice T var um skeið hættulegasú rappari í heimi þegar hann gat út lagið Cop Killer með hljómsveiúnni Body Count sem leiddi úl þess að sjálfur Bush Bandaríkja- forseú mótmælú honum. Hann lék reyndar löggu í sirtni fyrstu mynd, hinni ágætu New Jack City árið 1991. Hann sást í annarri löggumynd, Ricochet með ( Denzel Washington, Trespass með Ice Cube og Who’s da Man með Dr. Dre. Hann lék í Surviving the ^ m Game, þar sem Nasisúnn Rutger Hauer leikur sér við að reyna að veiða hann. Engin af þessum myndum er efúrminnileg, en svo átú hann eitt mesta niðurlægingaraugnablik bófarappara þegar hann lék kanínu í Tank Girl. Lögreglur LA hafa líklega glott út í annað, en fáir aðrir gerðu það. Efúr það hefur leiðin legið beint niður á við. Hann lék ásamt John Wayne Bobbit og ásaumaða lim hans í Franken- penis í leikstjóm klámmyndastjömunnar og Verslóvinarins Ron Jer- emy, og með Keanu Reeves í Johnny Mnemonic. Síðan þá hefur hann leikdð í ýmsum B, C og D myndum og sjónvarpsþáttum, og var meðal annars kynnir í heimildaþáttunum Pimpin’ sem fjallar um líf og störf vændiskvenna og hórumangara. Það kæmi manni ekki á óvart að sjá hann næst í Reality TV þætú. Public Enemy menn hafa blessunarlega ekki fallið í þá freisúngu að ein- beita sér að kvikmyndaleik. Þeir hafa komið fyrir í Private Parts, New Jack City og An Alan Smithee film, og vom með tónlisúna í mynd Spike Lee, He Got Game, en hafa annars einbeitt sér að tónlistinni. Tupac Shakur átú blómlegri kvikmyndaferil en flesúr rapparar á tjaldinu. Hann sást fyrst I raunsæis gangsta myndinni Juice, svo í mynd John Singleton, Poeúc Jusúce, og þá í körfuboltamyndinni Above the Rim. Hann átú góðar stundir með Tim I' jjjP' ’ ™ Roth í Gridlock’d, en leikstjóri þeirr- W'%' %V* :• ar myndar gerði næst hina arfa- t i vondu Glitter með Mariu Carey. f . ‘ Dauði Tupac batt enda á kvik- .9- ’• myndaferil hans jafnt sem tónlistar, 5 '' og því óvíst hvort hann hefði haldið » • sama standard hefði hann lifað eða hvort hann hefði fallið í sömu gryíju I í&Ai' “ I °S kollegar hans. Ilans síðasta U ’V mynd var löggumynd með James U* % jjy Belushi, og því hætta á að Tupac h;tfi verið á leið í meðalmennskuna. Hvíú rapparinn Eminem þótú góður í myndinni 8 Mile, þar sem hann leikur hvítan rappara í svörtu hverfi. Það á efúr að koma í ljós hvort El- vis rappsins getur leikið eitthvað annað en sjálfan sig. Kóngurinn sjálf- ur byrjaði vel í Jailhouse Rock og King Creole, en það fór verr þegar hann var tekinn úr sínu náttúrulega umhverfi. Tíminn mun leiða í ljós hvort eins fari fyrir Eminem. Snoop Dogg skrifaði handrit að stutt- myndinni Murder Was the Case og leikstýrði sem klámmynd- iiuii Diary of a Pimp. Hann hefur HIH einnig farið með aukahlutverk I f _ hinum ýmsu unglingamyndum jgSj með sverúngjum í aðalhlutverki. gg Hann virðist þó frekar vera á # ^ uppleið en hitt, efúr að hafa verið með ósk- arsverðlaunahafan- / * /TinéVinn! um Denzel f Training I Day, með lærimeistara 'VauÉÍ sínum Dr. Dre í The Wash, Jjk og svo nú í sínu stærsta hlut- verkiíStarskyandHutch. f Starsky and Hutch frumsýnd í Háskólabíói og Sambíóunum með stóra kraga Starsky og Hutch voru löggupar í samnefndum þáttum. Þetta var um miðj- an 8. áratuginn, og allir voru í undarlegum fötum með enn undarlegri hár- greiðslur. Þar sem félag- arnir eru að reyna að falla inn í hópinn til að koma skúrkum að óvörum eru þeir með permanent og í skyrtum með stóra kraga. Þetta var einnig fyrir tíma Lethal Weapon, þegar það tíðkaðist enn að para saman löggur af sama kyn- þætti. Þess í stað hafa þeir með sér svertingjann Huggy Bear, sem er tengiliður þeirra við götuna. Leik- stjórinn Todd Philips hefur nú gert endurgerð myndarinnar, en hans næsta verkefni er einmitt endur- gerð annarrar vinsællar þáttaraðar frá 8. áratugnum, The 6 Million Dollar man, þar sem Jim Carrey er í aðalhlutverk- inu. Phillips hefur áður gert myndir eins og Old School og Road Trip. Með aðalhlutverk fara þeir Ben Stiller og Owen Wilson, sem eru nú að leika saman sinni fjórðu mynd, en í fyrsta sinn sem þeir eru báðir í jafn veigamiklum hlutverkum. Með önnur hlutverk fara Snoop Dogg sem Huggy Bear, Vince Vaughn, Juliette Lewis og Carmen Electra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.