Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 Fréttir DV Ríkisbréf rifin út Eigandi skammbyssunnar sem banaði Ásgeiri Jónststeinssyni á Selfossi býr í Hveragerði en er staddur í frystitogara úti á reginhafi og er ekki væntanlegur í land fyrr en eftir rúma viku. Lögregla hefur rætt við hann en gefur ekki upp hvort hann gengst við vopninu. Tíu ára drengur á Selfossi fór á puttanum til Hveragerð- is og náði í byssuna daginn sem Ásgeir lést. Stúdentar í Háskóla íslands sem hyggjast halda áfram námi næsta haust verða að greiða 32.500 króna skráningargjald fyrir næsta skólaár dagana 22. tO 26. mars. Þetta var til- kynnt með vikuíyrirvara í tölvupósti til nemenda. Hingað til hefur nem- endum boðist að greiða gjaldið til 20. ágúst, þegar flestir þeirra eru á laun- um á vinnumarkaði. Nýr flokkur ríkisbréfa, RfKB 10 var boðinn út hjá Lánasýslu ríkisins í gærdag. I fréttatilkynningukemur fram að í útboðinu var ósk- að eftir tilboðum að nafn- virði tvo til fjóra milljarða króna í framangreindan flokk. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum og bárust 20 gild tilboð er hljóðuðu upp á 11.5 milljarða krónur. Til- boðum var tekið fyrir fjóra millj. kr. að nafnverði. Með- alávöxtun var 6,89% en lægsta ávöxtun var 6,85% og hæsta ávöxtun var 6,95%. Mikill áhugi er í takt við mikla eftirspurn á skulda- bréfamarkaði en ávöxtunar- krafan hefur lækkað mikið upp á síðkastið. Þar sem Seðlabankinn metur verð- bólguhorfur góðar má búast við áframhaldandi lækkun á ávöxtunarkröfu á skulda- bréfamarkaði og þá sérstak- lega ávöxtunarkröfu óverð- tryggðra bréfa. Kyssa vóndinn Nýútskrifuðum íröskum hermönnum var gert að kyssa bandaríska fánann þegar þeir útskrifuðust úr herskóla sem rekinn er af Bandaríkja- mönnum í Jórdaníu. Um það bil 550 herforingjaefni voru útskiifuð í gær með viðhöfn en þeir eru jafnt Kúrdar sem Súnní og Shita múslimar. Þeim er ætlað að mynda kjarnann í nýjum íraksher sem ædað er aukið hlutverk samkvæmt áædun Bandaríkjamanna um að afhenda völdin aftur í hendur heimamönnum. Bið gæti orðið á því þar sem langt í frá telst friðsamlegt í landinu. Óbreytt út- hlutun Ákveðið hefur verið að kvód íslenskra skipa í út- hafskarfa verði 55 þús. tonn sem er óbreytt magn frá því í fyrra. Óbreytt úthlutun þykir athyglisverð þar sem s.l. sumar bárust mjög neikvæð skila boð frá Haf- rannsókn- Stúdentar æfir vegna skyndirukkunar HÍ astofnun um ástand úthafskarfastoíhsins eftir alþjóðlegan rannsókn- arleiðangur. Hagsmunaaðil- ar höfðu reyndar uppi efa- semdir um að mæling leið- angursins haíi gefið rétta mynd. Sameinað félag Granda og HB ræður yflr lang mestum aflalieimildum í úthafskarfa en Samhetji á einnig stóran hlut. Jarþrúður Ásmundsdóttir, for- maður Stúdentaráðs, segir yfirvöld Háskólans sýna á sér fádæma skiln- ingsleysi í garð nemenda með stefnu- breytingunni. Fjöldi stúdenta hefúr haft samband við Stúdentaráð vegna málsins, sem hefur brugðist við með því að senda Umboðsmanni Alþingis kvörtun. „Þetta er alger breyting frá því sem verið hefur og hún var tilkynnt með rúmlega viku fyrirvara. Núna er versti tíminn til að borga skráningargjaldið og margir eru ófærir um það án hjálp- ar lánastofnana. Þegar fólk er búið að lifa af sinni sumarhýru og yflrdrætd hjá bönkum yfir veturinn er verstí tíminn til að borga skráningargjaldið í mars," segir Jarþrúður. Fæstir náms- menn eru í þeirri stöðu að geta reitt ingargjaldið ( mars er 260 milljónum króna velt yflr í yflrdrátt hjá náms- mönnum á þessum tíma," segir hún. í bréfl ffá Guðrúnu Valgerði Bóas- dóttur, starfsmanni nemendaskrár Háskólans, eru stúdentum settir úr- slitakostir. „Samkvæmt ákvörðun há- skólaráðs verða ekki veittar neinar undanþágur frá þessu skráningar- tímabili, né greiðslu skrásetningar- gjaldsins sem greiða ber við skrán- ingu.“ Engin skólagjöld eru við Háskóla íslands, þrátt fyrir áform ríkisstjóm- arinnar þess efnis. Stúdentar em þó rukkaðir um 32.500 króna skrán- ingargjald samkvæmt útreikningum nemendaskrár, en gjaldið hefur hækkað um 8.000 krónur á tveimur ámm. jontrausti@dv.is Formaður Stúdentaráðs JarþrúðurÁs- mundsdóttir hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis vegna ófyrirséðra krafna Háskóla Is- lands um að stúdentar greiði fyrir næsta skólaár í næstu viku. DV-Mynd GVA fram á fjórða tug þúsunda króna í lok vetrar og telur Jarþrúður hætt við því að fólk missi skólavist vegna breyting- arinnar. „Ef við reiknum með því að 8.000 stúdentar muni greiða skrán- Hvernig hefur þú það? „Okkur litlu köllurtum líður bara vel í Putalandi," segir Mörður Árnason, alþingismaður.„Hef samt afhonum Gúlliver, það er eitthvað erfitt hjá honum útaf stærðinni. Núna heimtar hann að við köllum sig annaðhvort Hannes Haf- stein eða Harold Wilson." SkammbyssumaDurinn staddur á trystitogara Eigandi skammbyssunar sem banaði Asgeiri Jónsteinssyni á Selfossi er staddur um borð í ffystitogara og er ekki væntanlegur í land fyrr en eftir rúma viku. Aðstandendur Ásgeirs eru sagðir ósáttir við að maðurinn sé ekki kallaður í land til að standa fyr- ir máli sínu. Frystitogarinn mun hins vegar staddur úti á reginhafi og ekki annað að gera en bfða komu togarans. Þá mun lögregla yfirheyra manninn. Náðu tali af byssumanni í síma Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að talað hafi verið við manninn í gegnum fjarskiptabúnað. Það jafngildi þó ekki formlegri yfirheyrslu. Því sé ekki rétt að skýra frá því hvort maðurinn hafi gengist við byssunni eða „Þeir hafaverið með byssuna í að minnsta kosti viku og voru búnir að vera skjóta úr henni í Hveragerði/' frá því sem hann sagði að öðru leyti. Byssan var ólögleg, með hljóðdeyfi og biluð. Byssueigandinn er búsettur í Hvergerði. Um það bil viku fyrir voðaskotið á mánudagskvöld tóku tveir drengir byssuna úr húsi mannsins og földu f skúr í Hvergerði. Annar þeirra er tíu ára drengurinn sem var með skammbyssuna við Andatjörnina á Selfossi kvöldið afdrifaríka þegar Ásgeir heitinn lést. Hinn, sem býr í Hveragerði, kom hvergi nálægt Andatjörninni þetta kvöld. Tfu ára drengurinn ber að hann hafi á mánu- daginn eftir hádegið ferðast á puttanum frá Sel- fossi til Hveragerðis og til baka. í þeirri ferð hafi hann sótt skammbyssuna. Lögregla hefur lýst eft- ir vitnum sem sáu til drengsins á því ferðalagi eða ökumönnum sem gáfu honum far á milli bæj- anna. Drengnum er lýst sem lágvöxnum. „Við viljum staðreyna ferðir þessa drengs sem komst yfir byssuna. Hann og annar drengur höfðu komist yfir byssuna og falið hana í skúr sem er á lóðinni hjá húsinu. Þeir hafa verið með byssuna í að minnsta kosti viku og voru búnir að vera skjóta úr henni í Hveragerði," segir Þorgrím- ur Óli. Tekin ítrekað með byssuskot f gær upplýsti Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður á Selfossi, að fimm byssuskot hefðu við tvö aðskilin tilfelli fundist á tíu ára drengnum. Annars vegar hafi foreldri drengsins fundið þrjú skot í fórum hans viku fyrir atburðinn við Anda- tjörnina. Þá hefði gangavörður í Vallaskóla nokkru áður einnig fundið tvö skot á stráknum. Þeim skotum kom gangavörðurinn til eyðingar hjá lögreglu. Skotinu var eytt en ekk- ert frekar aðhafst. Sýslu- maður segir ekki óalgengt að lögregla fá skot til eyð ingar. Útför Ásgeirs Jón- steinssonar verður gerð frá Selfoss- kirkju á þriðjudag. gar@dv.is Yfirvöld Háskóla íslands tilkynntu að stúdentar borgi skráningargjald í næstu viku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.