Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 12
82 TÍMARIT VFÍ 1058 skjálftar, en upptök þeirra eru á mjög miklu dýpi, jafn- vel allt að 700 km undir yfirborði jarðarinnar. Einnig má nefna „vúlkanska" jarðskjálfta, sem verða í eldfjöll- um, sem afleiðing eldgosa og annarra hreyfinga á bráðnu bergi í sambandi við eldfjöll. Stundum koma litlir jarð- skjálftar, er hellar hrynja saman, en slíkir jarðskjálftar eru óþekktir hér á landi. Loks má nefna jarðskjálfta, sem koma af manna völdum, t. d. við sprengingar, svo og jarðskjálfta er fall loftsteina veldur. ..Upptök jarðskjálfta er sá staður, þar sem fyrsta hreyf- iVíg jarðskjálftans á sér stað, en þaðan berst bylgju- hreyfing í allar áttir með miklum hraða. Þessi bylgju- hreyfing er mæld með jarðskjálftamælum, er sífellt rita allar hreyfingar á yfirborði jarðarinnar á þeim stað, þar sem mælirinn stendur. Hraði þessara bylgja er þekktur, og ef vitað er með nákvæmni, hvenær þær mældust á þremur ,;eða fleiri jarðskjqjftamælingastöðv- um, má reikna út hvar upptök viðkomandi .jarðskjálfta hafa verið. Einnig sýna jarðskjálftamælarnir hve miklu hreyfing jarðaryfirborðsins nemur. og hver sé tiðni jarð- , skjálftabylgjanna og þá jafnframt hve orkumik'iíl jarð- skjálftinn er. Jarðskjálftar koma einkum á ákveðnum svæðum jarð- arinnar, svonefndum jarðskjálftasvæðum, eri annars stað- ar verður jarðskjálfta sjáldan eða" aldrei vart. Helztu jarðskjálftasvæði jarðarinnar eru: ui5 -utmiiisbflten luoöíeiuöi'r ussl&H Kyrrahafssvæðið, er li'ggút• í hring umhverfis Kyrra- ■ háfiðl ^ 'I'cðaJa ximjS liJia íbnfli -eiíl-iivnnam ðlv innrtnrí iií Jiiiij coir.l 8b inötj nýid 8a Miðjarðarhafssvæðið, er liggur frá fjalllendi Suðaust- ur-Asíu um Miðjarðarhafið allt til Atlantshafs. Atlantshafssvæðið, er liggur sem-mjótt belti eftir endi- löngu Atlantshafi og þvert yfir Island. Minni jarðskjálftasvæði eru t. d. í Vestur-Afriku, Ind- landshafi og víðar. Þessum aðal-jarðskjálftasvæðum má svo skipta nið- ur í minni svæði, en ekki er hægt að gefa neinar regl- ur um slíka skiptingu. Það eru næstum eingöngu „tektóniskir" jarðskjálftar, sem farið er eftir, þegar jarðskjálftasvæðin eru ákveðinx „Plútóniskir" jarðskjálftar koma einkum á Kyrrahafs- svæðinu, en miklu minna á Miðjarðarhafssvæðinu og etu óþekktir annars staðar. „Vúlkanskir" jarðskjálftar koma alls staðar þar, sem eru virk eldfjöll, en þeir eru mjög fáir og smáir samanborið við „tektóniska" jarðskjálfta. Eins og áður er sagt liggur jarðskjálftabelti Atlants- hafsins þvert yfir Island, og eru þvi „tektóniskir" jarð- skjálftar hér á landi sama eðlis og annars staðar í Atl- antshafinu. Líkur benda til, að jarðskorpuhreyfing sú, sem veldur jarðskjálftum í Atlantshafsbeltinu, sé í aðal- atriðum tognun, þannig að vestari jaðar jarðskjálfta- beltisins þokist í vestur miðað við þann austari. Ekki hefur þetta þó vérið staðfest svo óyggjandi sé. Jarðskjálftar hér á landi eru flestir af „tektóniskum" uppruna, og allir þeir, sem mestu tjóni hafa valdið. „Vúlkanskir" jarðskjálftar eru þó vel þekktir, t. d. sam- fara gosum í Heklu og Kötlu, en þeir hafa sjaldan valdið teljandi tjóni. Vafi leikur á hvort ýmsar minni háttar jarðhræringar í Henglinum og fleiri hverasvæðum geti talizt til „tektóniskra" jarðskjálfta, en hinir meiri jarð- skjálftar á sömu svæðum eru vafalítið af „tektóniskum" uppruna. Jarðskjálftar á Islandi koma einkum á tveimur svæð- um, og liggur annað þeirra við norðurströnd landsins, en hitt á Suðvesturlandi. Þriðja jarðskjálftasvæðið er í norð- vesturhluta Vatnajökuls. Þessum jarðskjálftasvæðum má skipta niður í enn minni svæði, en til þess að sú skipt- ing sé raunhæf þarf í flestum tilfellum nánari þekkingu en enn er fyrir hendi á jarðskjálftum og jarðskjálftaupp- tökum hér á landi. Styrkleiki jarðskjálfta Þégar rætt er eða skrifað um mikla jarðskjálftá, er mat það, sem lggt ,er á j.ar8skjálftana( að ^fnaði mið- að við áhrif þau, sem þeir valda. Mikill er sá jarðskjálfti talinn, sem miklu tjóni veldur, eða ef áhrif hans eru á einhvern hátt mikil, en sá jarðskjálfti er lítill, sem engu tjóni veldur, ef áhrifa hans að öðru leyti gætir lítið. Snarpur er sá jarðskjálfti, sem mikið gætir á einhverj- 'um tiiteknum stað, en vægúr sá, sem lítið verður vart við. Sami jarðskjálfti getur verið snarpur á einum stað, •eri' vægur á öðrum stað. Mjög miklir jarðskjálftar eru snarpir á stóru svæði, en umhverfis það er enn stærra svæði, þar sem þeir eru vægir. Styrkleiki jarðskjálfta segir til um, hve snarpir þeir eru. Styrkleikinn er tilgreindur í stigum frá einu upp í tólf. (Sumir nota þó önnur styrkleikastig, en þeim verður ekki lýst hér). Styrkleikastigi sá, sem hér verður gerður að umtals- efni, og nú er almennt notaður { E'vrópú og Ámeríku, var upphaflega saminn af Mercalli árið 1897, en síðan hafa nokkrar smávægilegar breytingar verið gerðar á honum af Cancani, Sieberg og síðast árið 1931 af H. O. Wood og F. Neumann. Þessi endurbætti styrkleikastigi Mercallis er á ensku nefndur: „Modified Mercalli Intensity Scale of 1931". Nú verður gefin lýsing á einstökum stigum í þessum éndurbætta Mercalli styrkleikastiga. Tölurnar, sem gefn- ar eru innan sviga, merkja mestu hraðabreytingu yfir- borðs jarðarinnar I cm/sec2, eins og Cancani taldi hana vera. Styrkleiki jarðskjálfta í stigum (Endurbættur Mercalli-styrkleikastigi frá 1931). 1. stig. (< 0.25) Jarðskjálftinn finnst ekki, en hans verður vart á mælitækjum. 2. stig. (0.25 — 0.5) Mjög vægur. Fáir finna jarð- skjálftann, og aðeins þeir, sem liggja vakandi, þar sem fullkomin kyrrð er, einkum á efri hæð- um húsa. 3. stig. (0.5 — 1.0) Vægur. Flestir, sem sitja um kyrrt innan húss, verða jarðskjálftans varir, einkum á efri hæðum húsa, en mörgum kemur ekki jarðskjálfti í hug. Titringur, líkt og þegar bíll ekur nálægt húsinu. 4. stig. (1.0 — 2.5) Greinilegur. Að degi til verða flest- ir, sem staddir eru innan húss, jarðskjálftans varir. Að nóttu til vakna sumir við hræringuna. Hreyfing sést á ýmsum hlutum, svo sem opn- um hurðum og gluggum, Ijósakrónum o. s. frv. Hrykktir í timburhúsum, líkist því að þungur bíll rekist á húsið. Það er úndantekning, að fólk hræðist jarðskjálftann, nema annar meiri kippur hafi komið skömmu áður.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.