Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 23
TlMARIT VFÍ 1958 89 Probable maximum earthquake intensity in each 1000 years. ist sem jafn stórir jarðskjálftar finnist heldur meira, og séu heldur snarpari á Norðurlandi en á Suðvestur- landi. Einnig virðist, að jarðskjálftar finnist mjög svipað hér á landi og í Suður-Kaliforníu, en þar hefur verið lögð mikil áherzla á að rannsaka samhengið milli styrk- leika og stærðar (orku) jarðskjálfta (Gutenberg & Richter 1956). 1 samræmi við þetta hafa verið dregin nokkur kort, sem sýna á mismunandi hátt jarðskjálftáhættu ýmissa staða á landinu. (Fylgiskjöl 3—8). 1 sambandi við þessi kort er rétt að geta þess, að upptakasvæði jarðskjálfta fjarri Reykjavík eru talin tiltölulega stór að flatarmáli og reiknað með því, að upptök jarðskjálfta séu jafn tíð alls staðar á þessum upptakasvæðum. Hins vegar má gera ráð fyrir, að al- gengast sé, að upptökin séu á miklu þrengri svæðum, sem þó er ekki unnt að staðfesta út frá þeim mæling- um, sem gerðar hafa verið til þessa. Þetta veldur því, að sennilega eru svæði, lítil að flatarmáli, þar sem jarðskjálftahættan er meiri en kortin gera ráð fyrir, en í nokkurri fjarlægð frá þeim ætti jarðskjálftahættan að vera minni en kortin segja til um. Þetta gildir eink- um um jarðskjálftasvæðin á Norðurlandi. Sennilegt má telja, að jarðskjálftar að styrkleika >7 stig valdi verulegu tjóni á byggingum hér á landi, en sé styrkleikinn >5 stig vekur jarðskjálftinn almenna at- hygli. Tafla á fylgiskj. 13 er miðuð við þetta, og á hún að gefa, hve langt tímabil líði að meðaltali milli jarð- skjálfta, sem tjóni valda, og jarðskjálfta, sem verður mjög áþreifanlega vart við. Taflan gefur þessar upplýs- ingar fyrir hin ýmsu héruð landsins, og auk þess fyrir helztu þéttbýli landsins. Jarðskjálftakort Eysteins Tryggvasonar*) með hliðsjón af því, sem vitað er um jarðskjálfta á Islandi af sögulegum heimildum. Þorvaldur Thoroddsen safnaði á sínum tíma öllum fáanlegum sögulegum upplýsingum um jarðskjálfta á Islandi og birti þær niðurstöður í ýmsum ritum. Er þar einkum að nefna þrjú rit: Jarðskjálftar á Suðurlandi, Kaupmannahöfn 1899. Jarðskjálftar á Islandi, Kaup- mannahöfn 1905, og Die Geschichte der islandischen Vulkane, Köbenhavn 1925 (kaflinn: Erdbeben in Island in den Jahren 1013—1908, bls. 380—458). Á grundvelli þessara rita gerði Þorvaldur kort það, er birt var í riti hans Island, Grundriss der Geologie und Geographie, Gotha 1905—1906. 1 riti S.Þ.: Das Dalvík-Beben in Nord- island 2. Juni 1934 (Geografiska Annaler, Stockholm *) Sigurður Þórarihsson tók saman.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.