Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 14
84 TlMARIT VPI 1958 Fylgiskjal 2: Sýnd eru upptakasvæði þau, sem reiknað er með við gerð korta á fylgiskj. 3—8. Við gerð kortanna er gert ráð fyr- ir, að upptök jarðskjálfta dreifist jafnt innan hvers hrings, en að engir jarðskjálftar eigi upptök utan þeirra. Gefið er upp, hve mikill hluti allra jarðskjálfta landsins komi á hverju svæði. Epicentrai regions used in preparing the maps on fsk. 3—8. Numbers in circles give the percentage of earthquakes occurring in each region. Breytingar á yfirborði jarðar geta orðið mjög miklar. Miklar breytingar verða á neðanjarðar og ofanjarðar vatnsrásum. Fossar myndast, vötn færast úr stað og breyta farvegi sínum. Þar sem getið er um hús í þessari lýsingu á styrk- leikastiganum, er átt við þau hús, sem algeng voru í Evrópu og Norður-Ameríku um 1930. Þetta yfirlit sýnir, að jarðskjálftar valda yfirleitt engu tjóni, nema styrkleiki þeirra sé meiri en 5 stig, en miklu tjóni, ef styrkleikinn er meiri en 7 stig. Cancani taldi, að styrkleiki jarðskjálfta ákvarðaðist einungis af hraðabreytingu (acceleration) jarðaryfir- borðsins, og mætti því jöfnum höndum nota styrkleika og hraðabreytingu, samanber tölur þær, sem gefnar eru innan sviga í lýsingu styrkleikastiganna. Nú er alls ekki sjálfsagt, að beint samband sé milli hraðabreytingar jarðaryfirborðsins og þeirra áhrifa, sem hún veldur á mannvirki og annað. Þar kemur einnig til greina, hvernig hreyfingin er, hvort jarðskjáiftabylgjurn- ar eru langar eða stuttar, hvort hreyfingin er regluleg eða óregluleg, hve lengi jarðskjálftinn varir o. s. frv. Á síðasta hálfum öðrum áratug hafa Bandaríkjamenn framkvæmt miklar mælingar á hreyfingu jarðaryfir- borðsins í jarðskjálftum, til að finna hvert samband sé milli þeirrar hreyfingar og styrkleika jarðskjálftans. Mælingar þessar hafa sýnt, að mesta hraðabreyting jarðaryfirborðsins getur verið mjög mismunandi mikil í jarðskjálftum, sem metnir hafa verið jafnir að styrkleika. Sem dæmi má taka jarðskjálfta að styrkleika 5 stig. Af 51 mælingu, sem gerðar voru á hraðabreytingu slíkra jarðskjálfta í Kaliforníu á árunum 1942—1954, hefur i 5 skipti mesta hraðabreyting jarðaryfirborðsins verið minni en 2.5 cm/sec2, en í önnur 5 skipti var hún meiri en 25 cm/sec2. Algengast var, að mesta hraðabreyting þessara jarðskjálfta væri um 10 cm/sec2, en það er allmiklu meira en Cancani hafði gert ráð fyrir í jarð- skjálftum, sem voru 5 stig að styrkleika (Gutenberg 6 Richter: Earthquake Magnitude, Intensity, Energy and Acceleration, Bulletin of the Seismological Society of America 1956). Tafla I er tekin úr nefndri grein og sýnir algeng- ustu mestu hraðabreytingu jarðaryfirborðsins fyrir hvert styrkleikastig jarðskjálfta. I er styrkleiki, a er mesta hraðabreyting jarðaryfirborðsins. I 2 3 TAFLA 4 5 I 6 7 8 9 10 a(cm/sec2) 1 1.6 3 10 30 80 170 300 400 a(% af g) 0.1 0.16 0.3 1.0 3.0 8.0 17 30 40 *

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.