Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 38
100 TlMARIT VFl 1958 Föst efni cellulosa hemicollulosa lignin (tréefni) pek'tin og dálitið af proteini, fitu og sterkju, sem allt er fóður fyrir jórturdýr og smágróður (bakteríur og gerla). Hér tapast því ekkert, allt nýtist. Þótt proteinið náist ekki allt í safann, þá kemur það að fullum notum með föstu efnunum. Hér virðist því vera möguleiki til þess að afla marg- falt meiri matar, en nú er gert. Eins og nú er, nota menn aðeins um 100 jurtategundir til matarframleiðslu, en efnafræðin getur notað mörg hundruð þúsunda, og hvar sem þær eru í heiminum, og mat þennan er hægt að framreiða sem brauð, grauta, pillur eða á hvern þann hátt, sem neytandinn óskar. Heimildir: Að mestu eftir ..Journal of the Royal Society of Arts“. FRÉTTIR kronor/mónad Launa'kjör verkfræðinga í Svíþjóð Meðfylgjandi línurit er tekið úr launaskýrslu Svenska Mekanisters Riksförbund fyrir árið 1958 og sýn- ir meðal mánaðarlaun verkfræðinga í Svíþjóð eftir starfsaldri í þjónustu ríkis og einkafyrirtækja. Línuritið er byggt á upplýsingum 1581 verk- fræðings um launakjör sín. Eigin lífeyrissjóðsgjöld verkfræðinga eru ekki innifalin í línuritinu. Láta mun nærri, að samsvarandi laun á Islandi finnist með því að margfalda sænsku krónurnar með 7. H. G. XIII. Alþjóðaráðstefna um atvinnusjúkdóma og heilsuvemd á vinnustöðum. Þrettánda alþjóðaráðstefnan um atvinnusjúkdóma, sem tilkynnt var um hér í blaðinu, 3. tölublaði ’58, verð- ur haldin í New York, í Waldorf Astoria hótelinu, 25.— 29. júlí 1960. Framkvæmdanefnd mótsins gefur þeim, er sækja vilja ráðstefnuna, kost á að leggja fram ritgerðir eða erindi til birtingar á henni. Dagskráin verður einkum helguð umræðum um eftirfarandi atriði, sem snerta atvinnu- sjúkdóma: 1. Tilhögun og stjóm framkvæmda. 2. Lyflækningar. 3. Handlækningar. 4. Fræðsla og þjálfun. 5. Félagsleg og lagaleg sjónarmið. 6. Aðbúnaður og hollustuhættir í umhverfinu. 7. Áhrif umhverfis á heilsuna. 8. Vinnan, lífeðlisfræðilega og sálfræðilega séð. 9. Sérstakar iðngreinar. 10. Almennt. Þeir, sem óska að birta ritgerðir eða erindi um ofan- greind atriði, snúi sér til Jóns Sigurðssonar, borgarlækn- is, Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. TlMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út elgl sjaldnar en sex sinnum á ári og flytur greinar um verkfræOlle* efni. Árgangurinn er alls um 100 siOur og kostar 100 krónur, en einstök hefti 20 kr. — Ritstjóri: Hinrlk GuOmundsson. Rlt- nefnd: Baldur Llndal, Guömundur Bj’Srnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Útgefandl: VerkfræOingafélag Islands. — AfgreiOsla tímaritsins er i skrifstofu félagsins á SkólavörOustíg 3 A, Reykjavik. Sími 19717. Pósthólf 646. STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.