Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 33
TÍMARIT VFl 1958 95 r.RRIVARGBRD PM JARDSK.)ÁI.FTA A ÍSLANDl : Fylgiskjal 12: Tillaga til skiptingar íslands 1 jarðskjálftahættusvæði. Proposed division of the country lnto earthquako sOnes according to the severity of the earthquake risk. lagt til grundvallar það, sem vitað er um jarðskjálfta samkvæmt mælingum siðustu áratuga og jafnframt haft hliðsjón af sögulegum heimildum. Nefndin leggur mikla áherzlu á að sjálfsagt sé og nauðsynlegt að skipta landinu í svæði eftir jarðskjálfta- hættu og hefur því beitt sér að því að vinna úr þeim gögnum, sem fyrir liggja, jarðskjálftamælingum og sögulegum heimildum um jarðskjálfta síðan landið byggðist, m. a. i því skyni að grundvalla þessa svæða- skiptingu sem bezt. Kort Eysteins og töflur Sigurðar Þórarinssonar sýna m. a., að jarðskjálftahættan er mjög misjöfn á byggðum svæðum landsins. Það er lítið vit i því og fánýt sóun á fé, að gera jafnmiklar kröfur um styrkleika bygginga á Isafirði og Seyðisfirði eins og á Selfossi eða Húsavík. Svæðaskipting er sjálfsögð, enda viðhöfð í þeim jarðskjálftalöndum, þar sem mál þessi eru komin i gott horf. Hún er og nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að koma hér á jarðskjálftatryggingum með sanngjörnum iðgjöldum. Nefndin væntir þess, að hið allra fyrsta verði settar reglur um styrkleika bygg- inga gagnvart jarðskjálftum, er byggi á þeim upplýs- ingum um jarðskjálftahættu, sem framlagðar eru í þessari greinargerð. 22. nóvember 1958. Eysteinn Tryggvason. Sigurður Thoroddsen. Sigurður Þórarinsson. Fylgiskjal 18. Sennilegt meðaltímabil milli jarðskjálfta að styrkleika >5 stig (a>0.01g), og >7 stig (a>0.08g). Probable mean time in years betveen eartliquakes of intensity gVand > VII. Kaupstaðir: 5 stig 7 stig Reykjavík 8—10 ár 500—1000 ár Akranes 50 — 10000 — Isafjörður >1000 — >10000 — Sauðárkrókur 400 — >10000 — Siglufjörður 10 — 200—500 — Akureyri 100 — 10000 — Húsavik 10 — 200 — Seyðisfjörður >1000 — >10000 — Norðfjörður >1000 — >10000 — Vestmannaeyjar 300 — >10000 — Keflavík 8 —- 200 — Hafnarfjörður 5 — 200 — Kópavogur 8 — 500 — Sýslur: 5 stig 7 stig Gullbr. og Kjósarsýsla . 2—20 ár 50—1000 ár Borgarfjarðarsýsla .... 20—100 — 1000—10000 — Mýrasýsla 50—300 — >10000 — Snæf. og Hnappadalss. . 300—1000 — >10000 — Framhald á bls. 96.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.