Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 28
94 TIMARIT VFl 1958 Norður-Amerlku, Canada, Mexico, Chile, Nýja Sjálandi og fleirum. Nefndin telur rétt og nauðsynlegt, að hér verði einnig settar reglur um þetta atriði, ekki sízt þegar þess er gætt, að nú á síðustu tímum hafa verið reist hærri og meiri mannvirki en áður. Jafnframt hefur þróunin verið sú, að gluggar og múrop mannvirkjanna hafa stækkað meira en hlutfallslega og milliveggjum fækkað að sama skapi, en þetta hvort tveggja veikir mannvirkin fyrir verkunum jarðskjálfta. Ætti ekki að þurfa að rökstyðja þennan vilja nefndarinnar, en þó skal vikið að því nokkuð. Um skemmdir og tjón af völdum jarðskjálfta er til mikill bókakostur, en þó er hann til orðinn að mestu á siðustu áratugum, einkum eftir hinar geigvænlegu af- leiðingar af völdum jarðskjálfta þeirra, er dunið hafa yfir stórborgir bæði í Japan og Ameríku um og eftir aldamótin. Er þetta mikill fróðleikur, en ekki að sama skapi skemmtilegur lestur. Um nákvæmar lýsingar á afleiðingum jarðskjálfta hérlendis er ekki að ræða, nema frá Dalvíkurjarðskjálft- anum árið 1934 í riti eftir Sigurð Þórarinsson, er hann tók saman, þá stúdent. Engir verkfræðingar skoðuðu þær skemmdir svo vitað sé. Fróðleikurinn hefur fengizt bæði með því að athuga þau mannvirki, er hrundu eða stórskemmdust, og eins hin, er uppi stóðu lítið eða ekki skemmd. Ber þessum bókum yfirleitt saman um það, að frágangur og vand- virkni hafi ráðið mestu um það, hvort mannvirki hefur farið vel eða illa út úr jarðskjálftarauninni í það og það • sinnið og að hverfandi litlu þurfi að muna, kostnaðar- lega, til þess að betur fari. Greint er frá skemmdum á alls konar mannvirkjum, en þó húsum og þessháttar byggingum helzt. Er víða til þess tekið, að einstaka byggingar gnæfa óskemmdar upp úr rústahrúgunni. Þess ber að geta, að samfara þeim meiriháttar jarð- skjálftum, er áttu sér stað bæði í San Francisco og í Tokíó, hafa orðið voveiflegir eldsvoðar, er miklu meira tjóni hafa valdið en jarðskjálftamir sjálfir. Hefur slökkvistarf allt farið út um þúfur, vegna þess meðal annars, að vatnsveitur hafa farið úr lagi við skjálftann, en i verulegum jarðskjálftum er öllum tegundum mann- virkja hætt, brýr hafa hrunið, vegir skemmst, hafnar- mannvirki laskazt, neðanjarðarmannvirki, bæði vatns- og holræsislagnir farið í sundur, loftlínur slitnað o. s. frv. Alls staðar er þó sama sagan að því leyti, að jarðskjálft- inn kemur misjafnlega niður, sumt fer veg allrar ver- aldar, en annað kemur óskemmt út úr rauninni. Það er ekki hægt hér, að gera grein fyrir í hverju þetta hefur aðallega legið, nægir aðeins að benda á og endurtaka það einróma álit allra þeirra fræðimanna, er um þetta hafa fjallað og nefndinni er kunnugt um, að með tiltölulega litlum aukakostnaði og réttum bygginga- háttum sé unnt að draga allverulega úr tjóni af völdum jarðskjálfta yfirleitt, þvi að sem betur fer eru allra hörðustu jarðskjálftar, sem geta orðið öllum mann- virkjum ofraun næsta sjaldgæfir. Ennfremur að geta þess, að athuganir, sem fram hafa farið, hafa orðið til þess að sýna mönnum, að hér var á ferð afl, sem taka þarf tillit til við burðarþolsútreikninga og unnt var að vinna á móti, að hér voru ekki þau náttúruöfl, sem mannleg snilli mátti sín einskis gegn, og þess vegna væri eins gott að treysta á guð og lukkuna í þessum efnum. Þær rannsóknir, sem fram hafa farið á skemmdum af völdum jarðskjálfta, urðu til þess að tekið var að setja reglur um að reikna beri með jarðskjálftakröftum við burðarþolsútreikninga meðal þeirra þjóða, sem við jarðskjálftahættu eiga að búa. Eins hefur þetta orðið til þess, að mikil framför hefur átt sér stað i jarðskjálftafræði yfirleitt og orðið lyfti- stöng að vísindalegum vinnubrögðum á þessu sviði, með náinni samvinnu milli jarðskjálftafræðinga og mann- virkjafræðinga. Nefndin mælir með því fyrir sitt leyti, að hérlendis verði settar reglur um, að við burðarþolsreikninga af mannvirkjum í jarðskjálftahéruðum skuli teknir til greina þeir kraftar, sem af jarðskjálftum stafa. Nefnd- in telur þetta mikilsvert út frá því sjónarmiði, að tryggja beri líf og eignir og koma þurfi í veg fyrir tjón, að því skapi, er vituriegt mat telur framkvæmanlegt. Nefndin telur þetta eigi síður rétt og mikilsvert, vegna þess, að það er skoðun hennar, studd almennu áliti fræðimanna á sviði mannvirkjagerðar, að með skynsamlegum bygg- ingarháttum og vandvirkni megi með tiltölulega litlum kostnaðarauka gera það sem þarf til að draga að mestu úr tjóni á mannvirkjum af völdum jarðskjálfta. Nefndin mælir með þessu, þó að henni sé ljóst, að reglur einar séu ekki einhlítar til þessa. Reglum verð- ur að fylgja eftir með umsjón, eftirliti og vandvirkni, og góðs frágangs þarf að gæta svo vel fari. Nú var nefndinni ekki falið að gera tillögur um slíkar reglur, heldur að gera athuganir um jarðskjálfta á Is- landi, hvar þeirra sé helzt að vænta og hve miklum skjálftum megi búast við á mismunandi svæðum á landinu. Nefndinni hefur alla tíð verið ljóst, að erfitt væri að leysa þetta verkefni af höndum svo vel væri, bæði vegna eðli málsins, hér er um náttúruöfl að ræða, sem enn er óljós vitneskja um, og ekki síður vegna mjög ófullkominna gagna, stutts tímabils, er mæling- ar ná til, og næsta ófullkominna og yfirborðskenndra lýs- inga á jarðskjálftum í þeim heimildum, sögulegum, sem til eru, og þar af leiðandi erfiðu mati á styrkleika þeirra skjálfta, er þar er lýst, bæði vegna vöntunar á stað- setningu mannvirkja, er fyrir skemmdum hafa orðið, og eins lýsingu á skemmdunum o. fl. Jafnframt er nefndinni ljóst, hvert fjárhagslegt eðli þessara athugana og niðurstöður þeirra geta haft á sviði mannvirkjagerðar. Eins og áður hefur verið lauslega vikið að, er mat á því, við hve miklum jarðskjálftum megi búast og hve tiðum, byggt á líkum einum, og ekki getur orðið um neina vissu að ræða. Þegar ákvarða skal reglur um það, hve mikinn jarð- skjálfta beri að reikna mannvirki fyrir, verður að meta eftir þeim líkum, sem gera má ráð fyrir að séu fyrir hendi. Jafnframt verður að gera sér grein fyrir því, hve langan tíma skuli ætlast til að mannvirkið endist. Þykir nefndinni þá rétt, að gera ráð fyrir því, að það standist þá mestu raun, sem búast má við af völdum jarðskjálfta á þessu tímabili. Um leið og nefndin ítrekar, að það er ekki í hennar verkahring að gera tillögur um slíkar reglur, heldur að leggja fram álitsgerð, er verið gæti til leiðbeiningar þeim er slíkar reglur setja, vill hún benda á, að hún hefur lagt mat líkt þessu til grundvallar þeim upp- drætti, fylgiskjal 12, er hér fylgir: Tillaga til skipt- ingar Islands í jarðskjálftahættusvæði. Hefur hún þar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.