Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Side 11
TlMARIT VFl 1959
39
ófullnægjandi að hafa aðeins einn veg yfir Elliðaárnar,
en út í það skal ekki farið nánar hér.
TJndirstaða götunnar.
Eins og ég hef getið um hér áður, er gerð grein
fyrir því á fyrstu skipulagsuppdráttunum, er sýna
Miklubraut, að hún liggur sums staðar yfir svasði, þar sem
djúpt er á fast. Vitað var að í Kringlumýrinni voru mó-
grafir bæjarbúa á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. En
menn hafa væntanlega ekki búizt við erfiðleikum, að því
er snertir undirstöðu brautarinnar. Umferð var þá lítil
og bifreiðir léttar.
Máiið horfir öðruvísi við fyrir okkur, sem fjöllum um
gerð Miklubrautar nú, því að nú er ætlazt til þess að
hún beri mikla umferð með þungum bifreiðum, eins og
gerist í öðrum löndum, og vissa er fyrir því, að umferð-
ar-álagið á eftir að aukast mikið. Akbrautir slíkrar götu
þurfa að vera sléttar og haldast sléttar. Það þýðir að
gatan má ekki missíga neitt að ráði.
Á fyrsta kafla Miklubrautar, frá Miklatorgi að Rauð-
arárstíg, er ágæt undirstaða fyrir götuna. En við Rauð-
arárstíg taka við mýrar, Norðurmýri og Kringlumýri,
sem eru mikið til óslitnar austur á Grensás, en eru þó
mjög misdjúpar á þeirri leið. Við núverandi Kringlu-
mýrarveg og á Grensási er malarkenndur jarðvegur. Þar
eru gamlir sjávarbakkar. Austan við Grensás tekur við
mýri á nýjan leik, Sogamýrin, austur að gatnamótun-
um við Suðurlandsbraut. Miklabraut er því ekki lögð um
hentugt svæði til gatnagerðar, að því er undirstöðu
snertir.
TJndirstöðurannsóknir.
Árin 1952 og 1953 var undirlag götunnar í Hliðahverf-
inu rannsakað. Auk verkfræðinga bæjarverkfræðings
starfaði að því dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur.
Hann samdi greinargerð um uppruna og eðli jarðlaganna
í götustæðinu á þessu svæði og hvaða ráð virtust til-
tækileg, til þess að forðast mikið sig götunnar.
Mýrarjarðvegurinn er þarna um 2 til 3 m, að meðal-
tali 2,4 m á þykkt. Undir honum er botnurð jökulsins,
er huldi landið á ísöldinni. Efstu lög þessarar botnurð-
ar eru brimþvegin og því malarkennd, því að svæðið
lá undir sjávarmáli, þegar jökullinn hörfaði af því í
ísaldarlokin, sem talin eru hafa verið fyrir um 10 þús-
und árum. Mýrarjarðvegurinn er því myndaður síðan ís-
öld lauk og landið reis úr sjó. Hann greinist í megin-
atriðum í þrjú lög. Neðst eru mjög sundurgrotnaðar
jurtaleifar, blandaðar leifum þörungagróðurs og kallar
dr. Sigurður þetta módrullu. Miðlagið er leifar gras- og
skégargróðurs. Þær leifar eru all-fúnar, sums staðar með
birkilurkum. Þetta lag er myndað á hlýviðrisskeiði því,
sem hér var um miðbik þess tímabils, sem liðið er frá
ísaldarlokum og náði hámarki um 2500—500 f.Kr. Efsta
lagið hefur myndazt á undanförnum 2500 árum. Það er
mýrartorf, lítt fúið.
Það er mjög áberandi, hve jarðvegurinn er vatnsósa
þarna. Sums staðar var erfitt að ná jarðvegssýnishorn-
unum upp með rannsóknatækjunum, þvi að efnið mátti
heita fljótandi.
Þarna hafði verið gerð malargata árið 1944. Gatan
hafði sigið mikið þau 8—9 ár, sem liðin voru síðan þá.
Greinilegur hristingur fannst í götuyfirborðinu, þegar
fólksbifreiðir óku framhjá, jafnvel upp í 20 metra fjar-
lægð. Hristingurinn var meira áberandi þegar þyngri
farartæki óku framhjá. Kvartað var um hristing inni í
húsum við Miklubraut.
Ég var þeirrar skoðunar, að víðtækari rannsóknir
væru nauðsynlegar. Það varð til þess að fenginn var
hingað til lands árið 1953 þýzkur sérfræðingur í geo-
teknik og undirstöðugerð mannvirkja, Dr. Ing. Hans
Leussink. Dr. Deussink var þá talinn vera meðal fremstu
sérfræðinga Þjóðverja á þessu sviði. Þegar þetta var,
hafði hann m. a. starfað sem ráðgefandi verkfræðingur
við áætlanir um undirstöðurnar að stíflunni í Níl við
Assuan í Egyptalandi, einu mesta mannvirki heims af
því tagi. Dr. Leussink er síðan orðinn prófessor í geo-
teknik og undirstöðum mannvirkja við Tækniháskól-
ann í Karlsruhe í Þýzkalandi. Hann er nú rektor háskól-
ans í Karlsruhe.
Dr. Leussink gerði rannsóknir á jarðvegi i götustæði
Miklubrautar, bæði í Hlíðarhverfinu og í Kringlumýri.
Hann gaf fyrst bráðabirgðaskýrslu á árinu 1953 og svo
fullnaðarskýrslu árið 1954 um rannsóknir sínar. Fylgja
þar með ákveðin ráð um undirstöðu götunnar. Skal ég
hér greina nokkuð nánar frá þessu.
Mörg sýnishorn af jarðveginum voru tekin og sum
þeirra þannig, að hið náttúrulega ástand þeirra helzt ó-
breytt um langan tíma. Ýmsir eðlisfræðilegir eiginleikar
jarðvegsins voru rannsakaðir. Nokkra þeirra gat At-
vinnudeild Háskólans fundið, en það, sem ekki var hægt
að gera hér á landi, var rannsakað í rannsóknarstofn-
un dr. Leussinks í Essen i Þýzkalandi. Hinir rannsök-
uðu eiginleikar voru þessir:
Vatnsinnihald
Rúmþyngd
Glæðitap, þar með innihald lífrænna efna
Samdráttur við þurrkun
Flotmörk, þar sem efnið fer úr plastisku ástandi
i fljótandi ástand.
Mörkin, þar sem efnið fer úr föstu í plastiskt ástand
Stuðull hins plastiska ástands, sem finnst úr tveim
fyrrgreindum stærðum
Sambandið milli þrýstings og samþjöppunar
Sambandið milli samþjöppunar og tima.
Skal ég ræða nokkuð nánar þessi atriði og tilfæri mat
dr. Leussinks á þeim.
Vatnsinnihald er hér hlutfallið milli þunga vatnsins
fi'ykjavik. 7■ IO-S3
7. mynd: Vatnsinnihald mýrarjarðvegs í götustæði Miklu-
brautar. Staðurinn. sem þessi athugun á við, er skammt austan
við gatnamót Kringlumýrarbrautar, þar sem jarðvegsdýpi er
mest. Vatnsinnihaldið er líkt þessu á öðrum stöðum, sem rann-
sakaðir hafa verið í götustæðinu, þar sem mýrarjarðvegur er.