Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 2
98 AKRANES hér og þar, er jökullinn hefur eftir sig látið. Svo eru klofnan- ir, landsig og eldgos síðari tíma, sem lagt hafa sinn skerf til að skila landinu í því „formi“, sem það var, er fyrst fara sög- ur af því, að ógleymdu starfi Ægis, við strendur þess og stór- ánna frá jöklunum, sem unnið er enn í dag. ísöldin og jökull hennar skiluðu öllum þeim löndum, er þau höfðu spennt helgreipar sínar um í tugþúsundir ára al- gerðri, — steindauðri — eyðimörk, ekki síður en eldgosin gerðu það á sínum valdatímum. — En eftir 12 þúsund ára tímabil, er 1 í f i ð komið til sögunnar. Margbreyttur jurta- gróður þekur löndin, þar sem skógarnir eru hinn stærsti, fegursti og tilkomumesti. Sömuleiðis fjölbreytt dýralíf, sem fær að dafna um þúsundir ára í fullkomnum friði, að undan- skildum innbyrðis óeirðum þeirra sjálfra. Öllum ber saman um það, að „álfu vorrar yngsta land“, Fjallkonan, hafi í senn verið fögur og björguleg, þegar hún breiddi faðminn móti frumbyggjunum. — Ósnert náttúra í þúsundir ára! Marga landnámsmenn hefur eflaust borið fyrst að landi við suðausturströndina og hafa þá litið þá fegurstu og tignarleg- ustu landsýn, sem ég get hugsað mér: „Öræfajökull ofar skýjum“. — Manni finnst, við fyrstu sýn, að þessi mikla hvíta breiða hljóti að vera ský meðal skýjanna, svona hátt yfir sjó. En svo sannfærist maður um, að þetta er bjargfast land, sveipað hreyfanlegum þokuböndum. Þegar svo sólin gull- briddir þennan tignarlega fald, fjöllin hið neðra blasa við í blámóðu fjarlægðarinnar og skrúðgrænar hlíðar upp frá| söndunum, sem hafaldan skolar ár og eindaga, þá finnst manni að ekki geti tignarsjón tígulegri, og þykir skáldinu hafa valizt vel orðin, er hann segir um Fjallkonuna: „Hún ber í hátign hvítan fald við ský í möttli blám, með gullhlað glæst um enni í grænum kyrtli og blómum stungið í“. Þegar svo inn á firðina kemur, í víkurnar, dalina og víð- lendu undirlendin, blasir við önnur sjón, er ekki síður heillar auga og lund landnemans. Allt er þakið gróðri og ber þar mest á björkinni, sem að sögn hins óljúgfróða manns, Ara Þorgilssonar, klæðir landið milli fjalls og fjöru. í skjóli bjark- arinnar þróast svo hverskyns nytjagróður og margskonar fögur blóm. Hver fjörður og flói morar af margskonar fisk- um, þar á meðal glitrandi síldartorfum og hvalir og selir í stórum vöðum synda um og una vel lífi sínu í þessum alls- nægtum. Ár allar og vötn eru einnig full af silungi og laxi. — Fúgl- ar verpa hvarvetna, svo að segja má að landið sé eitt eggver. Þegar svo til þess kemur að „reisa sér byggðir og bú í blómg- uðu dalanna skauti“, þarf ekki annað en að leita til strandar- innar og velja efniviðu úr timburhlöðum rekaviðarhrann- anna, en smærri viðu mátti sækja í íslenzku skógana. — ís- lendingasögurnar eru frekar fáorðar um náttúru landsins, en þó koma víða óbeinlínis fram sannanir á gæðum þess. — Hrafna-Flóki sinnir ekki að afla heyja vegna veiðiskapar. Þórólfur kveður hér drjúpa smjör af hverju strái. Haffært skip er smíðað úr íslenzkum skógarviði og m. fl. Það var því ekki að undra, þótt landnema fýsti hingað í land fegurðar- innar, land gnægtanna, en um fram allt í land frelsisins, þar eð ein meginorsök komu þeirra hingað var flótti undan ófrelsi. Landið albyggðist líka á furðu skömmum tíma, að sögn Landnámu. „Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.“ Vil ég svo ljúka þessum kafla með orðum skáldkonungs okkar, M. J., sem vel gætu verið sögð fyrir munn Konungsins í Thule: HEIMILIÐ v. Heimilið er huldreipið. Það er vitanlega hin mesta nauðsyn að heimilisbragur sé góður, háttprýði og reglusemi sé þar virð vel. Þar verða hjón- in að „gefa tóninn“ eins og fyrr er sagt, þá er hægara um vik, en allir verða að vera með í þeim „leik“ til þess að heimilið verði sönn fyrirmynd. Það er vitanlega ákaflega gott að það sé létt yfir heimilinu, án ærsla eða gáska, þó gerir mirma til þó hann sé með, ef hann er græskulaus. Baktal og þvætting- ur um náungann, hvort sem hann er sannur eða ósannur, er óþolandi. Fólk hleypur bæ frá bæ með alls konar kynja- og slúðursögur, sem „ólyginn“ sagði þeim vitanlega. Það væri mikils virði, að fólk vildi „slá af“ í þessum efnum, en taka upp gagnlegra hjal, nauðsynlegra, meira menntandi og göfg- andi. Allur afsláttur í þessum efnum mundi þá líka að sama skapi auka vinnu og afköst, og væri það mikils virði. Það er hin mesta nauðsyn fyrir foreldrana að fylgjast með börnunum, hvað þau aðhafast. Að þau séu ekki látin „sjálf- ala“. Það þarf að skipuleggja tímann hjá þeim til starfs, náms og leikja. Það þarf að byrja þetta mjög snemma og halda því sífellt áfram meðan barnið dvelur í foreldrahúsum. Á þetta hefur lítillega verið drepið hér framar í þessum þáttum. Fyrsta boðorðið er að láta börnin fást við eitthvað gagn- legt, og þá ef hægt er þannig, að þeim sé það um leið „leikur“ að fást við það. Vinna án þess að það sé „ok“ og þrældómur. Stúlkur geta æðifljótt hjálpað til við húsverk, einnig prjónað og saumað o. m. fl. Piltum má líka fá margt til að gera. Það má kenna þeim að fást við veiðarfæri, smíðar o. fl. o. fl. Það má alls ekki draga úr eða liggja á þeim til leikja. Aðeins að þeir séu hollir og ekki eintómir leikir frá morgni til kvölds. Hér kemur ekkert til greina, hvort foreldri er ríkt eða fá- tækt. Það kemur þessu máli ekki hið minnsta við. Þá verður og að gera allt, sem mögulegt er til að örfa börinih til lesturs og sjá þeim sífellt fyrir góðum bókum. Og svo vitan- lega námið meðan námstíminn stendur yfir, en þar þurfa kennarar og heimili að vinna vel saman, eins og áður er að vikið. Þá er það hin mesta nauðsyn, að venja börn með „harðri hendi“ á þrifnað og reglusemi, svo í smáu sem stóru. T. d. umgang í svefnherbergi sínu, jafnvel að láta föt sín af sér, alltaf eins og í fastar skorður, þegar háttað er. Manni getur hitnað um hjartaræturnar, þegar maður sér vel frá þessum hlutum eða öðrum gengið hjá litlum snáðum. Allt þetta setur „svip á bæinn“, en þó meira um vert, hvað þetta „mótar manninn11, og ef til vill ekki einasta það, heldur kynslóðir, þó einkennilegt sé í fljótu bragði. Allt þetta er sjálfsagt erfitt í öllu losinu og látunum, sem nú er. Mikið af þessum hraða og „tímaleysi“ manna stefnir nefnilega í öfuga átt. Frá lífinu, en ekki til meiri þroska og sannara lífs. Nú er um að gera að vinna sem allra stytztan (Frh. á bls. 104.) Gnæf þú yfir sæ og sand! sólu roðið fósturland. Sjáum hæstum hnjúkum af hvílíkt land oss Drottinn gaf: mundi hjarn og hraun og glóð hæfa lítilsigldri þjóð? — Nei, nei, hefjum hjörtu klökk, helgum lands vors Guði þökk! Björn Guðmundsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.