Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 7

Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 7
AKRANES 103 Frá bæjarstjórninni í síðasta blaði er kvartað undan því af lesanda þess, að um sinn hafi fallið niður að skýra frá því, sem er að gerast hjá bæjarstjórninni á hverjum tíma. Sem svar við þessu gerði ritstjórinn þessa þegar nokkra grein. Af ýmsum orsök- um virðist rétt að gera hér að umtalsefni höfuðviðfangsefni bæjarstjórnarinnar upp á síðkastið, þó ekki verði hægt að taka upp þráðinn þar sem fyrr var frá horfið. í því sam- bandi má þó vísa til annáls blaðsins fyrir hvert ár. Að þessu sinni verður því látið nægja, að benda á nokkur mál, sem nú eru að staðaldri mest rædd í bæjarstjórninni, og reynt að finna úrlausn á. Höfnin. Svo sem kunnugt er hefur s.l. tvö ár verið unnið af kappi að hafnargerðinni. Má með sanni segja, að flest annað hafi verið látið sitja á hakanum til þess að koma þessu eina máli sem lengst áleiðis. í fyrrasumar (1944) var hafizt handa um byggingu báta- bryggju á Krossvík. Þá var byggð bryggja, sem var kring- um 100 m. löng, en af þessari lengd eru 40 m. byggðir fyrir framan stórstraumsfjörumál. Bryggjan er ofantil 12 m. breið, en þegar framar dregur 8 m. S.l. vetur var landað við bryggju þessa 40% af því fiskmagni, sem barst á land á Akranesi þann tíma, svo ekki verður annað sagt, en bryggj- an komi að tilætluðum notum. Samtímis því, sem bryggja þessi var byggð, var dýpið á Krossvík rannsakað nákvæmlega, alt frá hafnargarðinum að Sólmundarhöfða. Slík rannsókn var nauðsynleg til þess, að hægt væri að gera áætlanir um fullkomin hafnarmannvirki á Akranesi. Þótt um það megi e. t. v. deila, er ég sannfærð- ur um, að rannsókn þessi hafi sýnt, að meiri möguleikar eru á því, að byggja a. m. k. bátahöfn á Akranesi, en ætlað hefur verið. Nú, í sumar, hafa verið byggð þrjú ker 10X10 m., sem sett voru við hafnargarðinn. Hæð þessara kera er kringum 12 m., miðað við hæðina frá botni keranna að bryggjukanti. Nokkur uppfylling er undir kerunum, og auk þess verður sett grjót meðfram þeim til varnar því, að það grafi undan kerunum. Þá hefur einnig verið byggt eitt ker 8X8 m., og annað slíkt ker er nú í smíðum. Þessi tvö ker verða sett við bátabryggju þá, sem byggð var s.l. sumar. Þegar búið er að lengja bryggjuna um þessi tvö ker, verður við hana gott lægi fyrir línuveiðara og togara. Meðalhæð þessara seinni kera, miðað við hæðina frá botni þeirra að bryggjukanti, verður ca. 9 m. S.l. vor keypti bærinn fimm stóra vörubíla, sem notaðir hafa verið við allan aðflutning á efni til hafnargerðarinn- ar, bæði grjóti, sandi og möl. Þá hefur einnig verið flutt með bifreiðunum mestallt efni, sem keypt var í Reykjavík. Nú í sumar var fenginn krani í grjótnám bæjarins í Kjalar- dal. Tæki þessi hafa auðVeldað hafnargerðina til mikilla muna. Grundvöllurinn að framkvæmdum þeim, sem greint hefur verið frá hér að framan, var raunverulega lagður þegar fjárhagsáætlunin fyrir árið 1943 var samþykkt, en þá var í fyrsta skipti tekið frá fé, af tekjum bæjarsjóðs, til þess að leggja til hafnarinnar, eða 150 þús. kr., auk helmings af stríðsgróðaskatti ársins 1942, sem nam 54 þús. kr. Á þessu ári var því lagt til hafnargerðarinnar 204 þús. kr. Árið 1944 var lagt til hafnarinnar 250 þús. kr. og nú í ár 400 þús. kr. Á þessum þremur árum hefur verið lagt til hafnarinnar af út- svarstekjum bæjarins 854 þús. kr. Bæjarstjórnin hefur öll staðið að því, að nota til hins ýtr- asta það tækifæri, sem gefizt hefur til þess, að koma hafn- armálunum sem lengst áleiðis. Henni var það vel ljóst, að til þess þurfti að leggja á bæjarbúa há útsvör, svo sem ann- ars staðar hefur verið gert, því bæjarstjórnarmenn eru engir galdramenn, sem geta gert mikið án þess það komi við bæjarbúa. Því verður ekki neitað, að hér er um að ræða verulegt átak hjá ekki stærra bæjarfélagi en Akranes er. Á þremur árum hefur verið varið af útsvarstekjum bæjarbúa 854 þús. kr. til hafnargerðar. Það svarar til þess, að Reykvíkingar hefðu lagt 21,3 millj. kr. til hliðstæðra framkvæmda af út- svarstekjum þessara ára. Nú er mikið talað um nýsköpun atvinnuveganna. Akur- nesingar hafa lagt fram sinn skerf til þessarar nýsköpunar með átökum sínum í hafnarmálunum, því alltaf er það svo, að framkvæmdirnar eru það, sem máli skiptir. Það eru ekki einstakir menn, sem tekið hafa þátt í því, sem áunnizt hefur, og ekki heldur bæjarstjórnarmenn frekar en aðrir borgarar. Yerulegur hluti af útsvörum hvers einasta útsvarsgreiðanda hefur gengið til hafnargerðarinnar, — nú í ár t. d. meira en þriðjungur. Enginn Akurnesingur þarf að bera kinnroða fyrir hin djörfu átök í málum þessum. Hafnarframkvæmdir síðustu tveggja ára hafa mjög stutt að því, að þess verði ekki langt að bíða, að Akranes fái þá höfn, sem nauðsynleg er bænum, en það getur orðið undirstaða þess, að hér rísi upp blómlegra bæjarfélag en margan grunar. Það, sem mér virðist hafa unnizt á með hafnarfram- kvæmdum þeim, sem greint er frá hjer að framan, er eink- um þetta: 1. Bætt er að fullu úr löndunarörðugelikum bátanna. 2. Vegna lengingar hafnargarðsins verður auðveldara að afgreiða hér stærri skip en verið hefur, og er hér um að ræða þýðingarmikið mál fyrir útveginn í bænum. 3. Framkvæmdirnar auðvelda til mikilla muna, að hægt sé að byggja a. m. k. fullkomna bátahöfn áður en langt um líður. Ef sú bæjarstjórn, sem kosin verður í janúarmánuði n.k., sýnir sama áhuga fyrir hafnarmálunum og núverandi bæj- arstjórn hefur gert, hygg ég að hafnarmálin komist í gott horf fyrr en varir, og vera má, að fleiri möguleikar verði fyrir hendi í þessum málum á næstunni en menn gera sér ljóst nú sem stendur. Rafmagnsmálin. Það varð hlutskipti núverandi bæjarstjórnar, ásamt sýslu- nefndum Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu, að hrinda raf- magnsmálunum í framkvæmd. 1. nóv. 1942 var stofnað hér á Akranesi félagið Andakílsárvirkjun, en félag þetta er eign þriggja sýslufélaga, Akraneskaupstaðar, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu. Félag þetta var stofnað eftir nokkrar deilur milli sýslufélaganna, en síðan hefur samstarf stjórnarnefnd- armanna verið hið prýðilegasta. Stjórn félagsins leitaði eftir tilboðum í vélar í Ameríku, og var í fyrstunni ráðgert að byggja 2500 hestafla stöð. Fyrir forgöngu formanns félagsstjórnarinnar, Haraldar Böðvars- sonar, var síðar leitað eftir tilboðum í vélar þessar í Svíþjóð, og jafnframt ákveðið að leita eftir tilboðum í 5000 hestafla stöð, og mun það vera tiltölulega stærsta rafmagnsstöðin hér á landi, sé miðað við fólksfjölda. í Svíþjóð fengust mun hagkvæmari tilboð í vélarnar en hægt var að fá í Ameríku, enda var leitað tilboðanna á mjög heppilegum tíma. Nú í sumar hefur verið unnið að virkjun Andakílsár, og er ráðgert, að þeirri vinnu verð lokð að mestu árð 1946, þótt slíkri áætlun megi ekki treysta fyllilega, sem skiljan- legt er, þegar um svo stórt mannvirki er að ræða, sem virkjun Andakílsár. í samþykktum félagsins Andakílsárvirkjun er svo ákveðið, að félagið byggi og reki orkuverið við Andakílsá ásamt há-

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.