Akranes - 01.09.1945, Page 9

Akranes - 01.09.1945, Page 9
AKRANKS 105 Ól. B. Björnsson: Þœltir úr sögu Akraness, V4. Hversu Akranes byggðist Framh. Guðmundur faðir Helga á Sýruparti var ættaður úr Kjós- inni. Móðir Helga hét Valgerður Ólafsdóttir, frá Efstabæ í Skorradal. Þau munu fyrst hafa búið á Hjarðarnesi á Kjal- arnesi. Fluttust svo vestur yfir fjörðinn og bjuggu í Tanga í Akraneshreppi hinum forna. Þau munu hafa átt 3 börn. Helga, sem hér er nefndur, Guðmund bónda í Lambhúsum og Ingibjörgu, konu Hans í Elínarhöfða Jörgenssonar. Guðmundur faðir þeirra mun hafa andazt aðeins 32 ára gamall, og börnin þá öll verið mjög ung. Fór Helgi þá að Ytra-Hólmi til sr. Hannesar Stephensen, og var þar þangað til sr. Hannes dó. Þá fer Helgi í vinnumennsku m. a. að Steinum í Stafholtstungum. Þau ár reri hann venjulegast á vertíðum, t. d. mörg ár hjá Hallgrími hreppstjóra, sem alltaf þótti drjúgur aflamaður. Móðir þeirra mun hafa haft hjá sér hin börnin. Um nokk- ur ár hafði hún notið Reynisgjafar Brynjólfs biskups. Helgi var kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Heimaskaga (systur konu Árna í Heimaskaga). Þegar Helgi kom að Sýruparti byggði hann þar baðstofu, en árið 1873 byggir hann timburhús það, sem enn stendur þar. Var það þriðja timburhús á Skaga. Gluggarnir munu hafa þótt stinga í stúf við litlu rúðurnar í litlu bæjunum, því mér er sagt að þetta hús hafi í fyrstu af sumum verið kallað „glerhöllin“. Vorið 1886 flutti Helgi sig að Læk í Leirársveit og er þar í þrjú ár. Þaðan flytur hann að Krossi, þar sem hann mun hafa verið í 9 ár. Þaðan flytur hann að Kringlu, þar sem hans mun síðar verða getið, enda gekk hann þá venjulega undir nafninu Helgi í Kringlu . Kristín Bjamadóttir, fyrri kona Finns á Sýruparti, var ættuð að norðan. Tveggja barna þeirra hefur hér verið getið. Að þriðja barninu dó Kristín, og barnið líka. Skömmu síðar ger- ist bústýra hans Sesselja Bjarnadóttir, Ölafssonar frá Akra- koti, fædd 29. nóv. 1849. Árið 1869 er hún á Sýruparti, og eiga þau eina dóttur, Kristínu, og er talin eins árs. Móðir Sesselju, og kona Bjarna í Akrakoti, var Ragnheiður Sveins- dóttir. Börn Finns Gíslasonar og Sesselju Bjarnadóttur voru þessi: 1. Fyrrnefnd Kristín (hennar börn eru: Laufey í Króki, Sveinn, rafvirki hér, Helgi og Sesselja), 2. Ragnheiður, kona Kristjáns á Breiðinni og víðar. Hann mun hafa verið ættaður hér af Nesinu. (Þeirra börn: Kristinn, Kristfinna, Sesselja, Guðrún, Sigurður, Ólafur, Guðmundína, Þórunn, Petrúnella og Gíslína. Öll nú í Reykjavík og Hafnarfirði). 3. Þórunn, fyrri kona Þorvaldar Ólafssonar frá Bræðraparti. (Þeirra dóttir er Valdís, ekkja, búandi í Reykjavík). 4. Gísli, fór til Ameríku, er dáinn, en lætur eftir sig mörg börn. 5. Margrét, kona Árna Árnasonar, og verður þeirra síðar getið. 6. Guðrún, kona Svafars Þjóðbjörnssonar, sem líka verður síðar getið. Húsið á Sýruparti, byggt 1873. Stendwr enn, en gluggar hafa breytzt. Sesselja missti mann sinn 1887 frá börnum þeirra flestum ungum, og 1891 missti hún stjúpson sinn í sjóinn, Kristinn að nafni, hinn efnilegasta mann og henni mjög handgenginn. Hún hefur því ekki alltaf átt sjö dagana sæla, fremur en ekkjur yfirleitt, með ung börn á þeim árum. Hún var dugleg og tápmikil, treysti Guði sínum, en lá ekki á liði sínu. — Skömmu síðar fór hún að Kjalardal og var þar í þrjú ár, og þaðan að Geldingaá, og var þar ráðskona hjá Ólafi bónda Jónssyni í 20 ár samfleytt. En þegar hann andaðist, fluttist hún til dóttur sinnar, Margrétar, að Lindarbrekku. Þar var hún æ síðan meðan hún lifði. Sesselja var myndarkona í sjón og raun, vel greind og minnug. Fróðleikslöngun hennar má marka af því, að hún lærði að skrifa af bömum sínum, en þá var hún orðin 40 ára gömul. í hennar æsku var ekki siður að kenna ungum stúlk- um mikið til „munnsins“ eins og sagt var. Hún varð fljótt að fara að vinna fyrir sér, því móður sína missti hún 13 ára gömul. Næst búa þau á Sýruparti áðurnefndur Kristján og Ragn- heiður, dóttir Finns. Síðar búa þau á Breiðinni og í Vestri- Sjóbúð. Árið 1880 eru þau í húsmennsku á Sýruparti, Magnús Gíslason, bróðir Finns, þá talinn 30 ára, og kona hans, Ing- veldur Ásmundsdóttir, 33 ára. Þau búa síðar í Hábæ, og verð- ur þar nánar getið. Árið 1886—87 býr Thor Jensen á Sýruparti, en vorið 1887 kaupir Bjarni Jónsson (síðar oddviti) jörðina. Bjarni Ólafs- son í Akrakoti var stjúpi Bjarna Jónssonar. Bjarni Ólafsson í Akrakoti var síðari maður Margrétar, móður Bjarna, fyrri maður hennar og faðir Bjarna oddvita var Jón Bjarnason, en hann var albróðir Guðbjarna á Litlugrund. Fyrstu árin býr Bjarni með móður sinni (1887 er hún talin 56 ára, en Bjarni 28 ára). í des. 1890 er þar unnusta Bjarna, þá talin 35 ára gömul. Hún hét Sigríður Hjálmarsdóttir. Son- ardóttir Bólu-Hjálmars. — Dóttir Hjálmars í Hauksnesi í Blönduhlíð, hinum fræga sögustað úr Sturlungu. Áður en Sigríður Hjálmarsdóttir kynntist Bjarna Jónssyni bjó hún með manni í Reykjavík, er hét Guðmundur Knúts- son. Munu þau hafa verið trúlofuð, og áttu saman einn son, Guðmund að nafni, sem enn er á lífi og búsettur í Reykjavík. Guðmundur Knútsson drukknaði hér á Rauðarárvíkinni á- samt fleiri mönnum. Þeir kollsigldu sig þar, er þeir voru að 5 œttliðir lifandi á sama tíma. Sesselja Bjamadóttir, Kristín Finnsdóttir, Sesselja Einarsdóttir, Guðfinna Gísladóttir, Agnar Guðmundsson. Langa-langamman Sesselja er. 81 árs þegar Agnar fœðist.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.