Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 20

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 20
116 AKRANES WSB&f' ANNÁLL AKPANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega. Hr. Guðni Einarsson Reykjavík fyrirfram- greiðsla kr. 100,00. Ing. Flygenring f. III. og IV. árg. 100 kr. Ó. F., Akranesi 100 kr. Eggert Ólafsson, Rvk. 50 kr. Stefán Guðmundsson óperusöngvari hélt hljómleika hér í Bíóhöllinni sunnudaginn 2. þ. m. fyrir fullu húsi áheyrenda. Söngur hans vakti almenna óskipta ánægju, og virtist hann sækja sig eftir því sem lengra leið, og endaði með ágætum. Söngvaranum var færður blómvöndur af litilli stúlku, dóttur Ellerts Ásmundssonar. Friðrik Hjartar skólastjóri kvaddi sér hljóðs í nafni söngfélaganna hér og viðstaddra. Bauð hann söngvarann velkominn heim eftir langa útivist og óskaði honum heilla og áframhaldandi frama. Allir viðstaddir tóku undir með ferföldu húrra Stefáni til heiðurs. Fritz Weisshappel annaðist undirleik af venju- legri leikni. Iþróttaáhugi æskunnar hér á Akranesi og afrek hennar eru nú meiri en nokkru sinni áður. í knattspyrnukappleikjum utan héraðs hafa íþróttamenn okkar getið sér góðan orðstír í sumar. Ungfrú Hallbera Leósdóttir fór fyrir hönd í. R. Akraness til þess að taka þátt í keppni í 80 m. hlaupi kvenna á septembermótinu í Reykja- vík laugardaginn 7. sept. Þrátt fyrir óhagstætt veður og að hlaupið var á móti vindi, varð Hall- bera fyrst, og rann hún skeiðið á 11,9 sek. Þetta er sæmilegur tími, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. Síðastl. sumar, þegar Hallbera varð önnur í samskonar keppni, hafði hún að vísu betri tíma, eða 11,4 sek, en þá voru líka skilyrði betri til keppni, enda veður hið bezta. Hallbera var sú eina, sem fór til keppni héðan. Hún virð- ist vera mjög efnilegur hlaupari, og er ekki ó- líklegt að hún síðar geti orðið íslandsmeistari, ef hún fengi góða þjálfun. Á næstunni mun gerð nánari grein fyrir í- þróttastarfinu á þessu ári, hér í blaðinu. Þorgeir íbscn kennari er fyrir skömmu kominn heim frá Ameríku, en þar hefur hann dvalið um eins árs skeið til þess að nema og kynna sér kennslumál þar vestra. Lætur hann vel af þessari ferð, sem hann telur sig hafa haft mikið gagn af. Slíkar ferðir eru ákaflega nauðsynlegar og gagnlegar þeim, sem leggja sig alla fram um að hafa þeirra full- komin not. — Vonandi segir hann lesendum blaðsins eitthvað skemmilegt úr þessu ferðalagi. Dánardægur. Guðjón Tómasson frá Vinaminni, sem um margra ára skeið hefur átt heima á Bergþóru- götu 9 í Reykjavík er nýlega látinn. Hann var fæddur á Bjargi, uppalinn hér og lengi búsettur. Hinn 22. sept. andaðist á Vífilsstöðum ungfrú Anna Jóna Hendriksdóttir, f. 14. 3. 1930. — Hún var efnileg stúlka, en hefur um mörg ár átt við vanheilsu að stríða. Frú Valgerður Jónsdóttir, kona Ásgeirs Guð- mundssonar á Baugsstíg 6 andaðist 27. sept. — Þau hjón fluttu hingað 1943 norðan úr Stranda- sýslu. Daníel Þjóðbjörnsson múrari andaðist á Landa- kotsspítala 6. okt., eftir alllanga vanheilsu. Ásmundur Jónsson rafvirki frá Dvergasteini andaðist á heimili sínu í Reykjavík 11. október, eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Jakobína Jakobsdóttir á Elliheimilinu andað- ist hinn 10. október. Hún var lengi bústýra Halldórs heit. Magnússonar í Hjarðarnesi hér á Akranesi. Þau fóru bæði í sömu gröf. Jón Þorláksson fyrrum bóndi á Arkarlæk and- aðist í Reykjavík 1. sept. rúmlega 82 ára að aldri, f. 12. 7. 1863. Hinn 10. sama mánaðar and- aðist svo kona hans Guðrún Sigurðardóttir á spítala í Reykjavík eftir skamma legu. Hún var fædd 23. 10. 1880. Þau voru bæði góð hjón og gegn, og bjuggu hér nokkur síðustu árin, en þau voru bæði í kynnisferð hjá uppeldisdóttur sinni í Reykjavík, er þau létust. Afli báta héðan á sildveiðum fyrir norðurlandi hefur verið sem hér segir: Ólafur Bjarnason 4336% mál. Mb. Svanur 3080 mál og tunnur. Mb. Fylkir 2793 mál og tunnur. Mb. Sigurfari 2645 mál og tunnur. Mb. Hermóður 1655 mál og tunnur. Mb. Víkingur og Egill 1319 mál og tunnur. Mb. Sjöfn 1208 mál og tunnur. Mb. Ásbjörn 1200 mál og tunnur. Mb. Valur 678 mál og tunnur. Mb. Hrefna 650 mál og tunnur. Síldarafli reknetabáta hér heima til 1. sept.: Mb. Haraldur 232,820 kg. Mb. Ægir 184,330 kg. Mb. Ármann 158,410 kg. Mb. Aldan 153,470 kg. Mb. Höfrungur 110,550 kg. Af aflanum hefur verið fryst til beitu 771,470 kg. Saltað hefur verið til útflutnings 78,210 kg. og hraðfryst til útflutnings 1900 kg. Þakkarorð. Fyrir mína hönd og konu minnar þakka ég innilega Skógræktarfélagi Innri-Akraneshrepps fyrir útvarpstæki og peningagjöf, er félagið færði okkur. Við óskum og vonum, að félagið lifi lengi, efl- ist og þroskist til þess að geta sinnt ætlunar- verki sínu, og öllum góðum málefnum, er það tekur sér fyrir hendur að leysa. Dægru í september 1945. Guðjón Sigurðsson. Tímaritið Verðandi, fyrra hefti þessa árgangs, er um það að koma út. í því er mikill fjöldi ágætra greina um hin margvíslegustu efni að fornu og nýju. í ritinu eru nú, og verður áframhaldandi, á- gætar greinar um látna menn og lifandi víðs- vegar af landinu. Bjarnalaug hefur verið opin frá 23. marz í vor til 31. ágúst 1945. Á því tímabili hefur aðsókn verið sem hér segir: Konur 1021, karlar 2051, drengir 1803 og stúlkur 2137. 219 mánaðarkort hafa verið keypt. Auk þess voru námskeið, eins og áður hefur verið getið. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: ÓBinn Geirdal. AfgreiBsla: Unnarstíg 2. Akranesi. Kemur út mánaðarlega 12 siður. Árg. 20 kr. Prentverk Akraness h.f. Nýlega var hægt að auka við heita vatnið, sem rennur í laugina frá rafstöðinni og er laug- in nú nokkru heitari en áður, eða 22—26 stig; áður var hún 18—23 stig venjulega. í haust mun verða haldið sundnámskeið fyrir elztu bekki barnaskólans. Þau börn, sem enn ekki hafa lokið fullnaðarprófi í sundi. Verður það á vegum barnaskólans eins og vor-nám- skeiðið. Vegna þess að laugin er nú heitari en áður, verður væntanlega hægt að hafa sund sem fast- an lið í starfsskrá skólanna í vetur. Slík skil- yrði eru óvíða hér á landi, að allir skólanemend- ur úr þetta stórum bæ geti æft sund allan vet- urinn. Margir eru hræddir við kuldann í útilaug, en sá ótti er með öllu ástæðulaus, þegar laugin er yfir 20 stig og búningsklefar vel upp hitaðir. Akurnesingar! Bjarnalaug býður ykkur vel- komna. Æfið sundíþróttina ykkur til gagns og ánægju. Bænum gefin gufubaðstofa. Sunnud. 14. okt. afhenti Rauða kross deild Akraness bænum að gjöf gufubaðstofu þá, er deildin hefur byggt í húsakynnum „Bjarnalaug- ar“. Hafði hún kostað yfir 40 þús. kr. Verður nánar sagt frá þessu hér í blaðinu síðar. Hjónaefni. Ungfrú Auður Þorbjörnsdóttir Suðurgötu 85 og Ólafur Þórmundsson, Bæ í Borgarfirði. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Lauf- ey Runólfsdóttir frá Borgarnesi og Edvard Friðjónsson, Vesturgötu 65. Sumarið hér sunnanlands hefur verið með fádæmum erfitt að þessu sinni. Heyfengur er því lítill og illur allstaðar hér um slóðir. Kartöflur hafa hér verið mikið skemmdar vegna hinna óvenjulega miklu rign- inga. Leiðrétting. Svo sem lesendur minnast, var það dregið í efa í síðasta blaði, að eftirfarandi vísa eftir Jónatan Þorsteinsson væri rétt. Nú hefur dóttir hans, Kristín á Varmalæk, sent mér vísuna, eins og hún er rétt, og er ég henni þakklátur fyrir. Vísan er svona: Fallinn er vaskur að velli, vinfastur, drenglyndastur, Árni með orku firna og andans þrek jafnt sem handa. Skarð mun á Skaga orðið, skaðlegt í bænda raðír, góðmennið þá hið glaða gengið er burt frá drengjum. Afmæli. Frú Guðrún Sveinsdóttir í Skuld átti 60 ára afmæli 11. okt. s. 1. Hún hefur átt hér heima í rétt 40 ár. Myndirnar á bls. 99, 101 og 102 eru úr bókinni ísland í myndum.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.