Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 18

Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 18
114 AKRANES 1907 Skipanöfn Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 9.500 13.000 Skýrslu vantar Sjana 11.000 9.500 — Josephine 13.500 12.000 — Guðrún Zoega 6.000 17.000 — Geir 10.000 18.000 — ísabella 9.500 10.000 — Victory 9.000 — Alls 59.500 88.500 1908 Skipanöfn Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 22.500 14.000 30.000 66.500 Sjana 15.000 8.000 16.500 39.500 Josephine 16.500 12.000 28.000 56.500 Guðrún Zoega 22.000 13.000 37.000 72.000 Geir 23.500 18.500 28.500 70.500 ísabella 17.000 10.000 19.000 46.000 Alls 116.500 75.500 159.000 351.000 Svo sem skýrslur þessar bera með sér, hefur ársaflinn verið 50—60 þúsund af fiski. Sé eingöngu miðað við stærri skipin, sem bæði voru allmiklu mannfleiri en hin, og hófu oft veiðar fyrr að vetrinum, lætur nærri að ársafli þeirra hafi verið 70 þúsund. Við samanburð á afla þessara skipa og annarra skipa við Faxaflóa sömu árin, sézt að floti Geirs hefur verið um meðallag eða heldur þar fyrir ofan. Ekkert skipa hans aflar á borð við þær skútur, sem hæstar voru, en hitt er athyglisvert, hve aflinn er tiltölulega jafn. Mesta aflaárið, 1902, var afli hæstu þilskipanna sem hér segir: Bergþóra, 160 þús. þorskar. Georg, 136 þús. Björgvin, 133 þús. Sigurfari, 126 þús. Mesta aflaskip þilskipaflotans um og eftir aldamótin var kútter Georg, er þeir áttu í sameiningu Þorsteinn Þor- steinsson í Bakkabúð, Bjami Jónsson snikkari og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Afli hans var þessi: Árið 1900 110 þús., 1901 138 þús., 1902 136 þús., 1903 108 þús., 1904 93 þús., 1905 80 þús. Það mun láta mjög nærri, að 150—160 þorskar hafi að jafnaði farið í skippundið (160 kg.) af fullþurrkuðum fiski. Er því auðvelt að reikna út skippundatöluna svo að ekki muni miklu. Þegar til þess kemur að gera sér nokkra grein fyrir af- komu þilskipa Geirs og hag útgerðar hans allrar, kemur þar margt til greina. Tölur þær, sem finna má í verzlunar- bókum gefa hvergi nærri fullnægjandi upplýsingar. Sam- kvæmt uppgjöri er svo að sjá, sem beinn gróði af sjálfum rekstri skipanna hafi ekki verið stórvægilegur. Árið 1905 sýna verzlunarreikningar þessa útkomu hjá skipunum: Fríða, tap kr. 629,41 Sjana, hagnaður — 2482,46 Josephine, hagnaður .... — 2390,08 Guðrún Zoega, tap — 643,92 Geir, hagnaður — 6079,91 ísabella, hagnaður — 2039,14 Þetta ár er hagnaður allrar útgerðarinnar talinn um 11 þús. kr., eða tæpar 1700 kr. til jafnaðar á skip. Næsta ár, 1906, er ágóðinn þó enn minni. Þá eru reikningar gerðir þannig upp: Fríða, hagnaður kr. 414,30 Sjana, tap — 1024,72 Josephine, hagnaður .... — 2283,54 Guðrún Zoega, hagnaður — 1422,39 Geir, hagnaður — 1405,00 Hús Gcirs Zoega. Gróðinn á fimm skipum reynist því aðeins um 4500 kr., eða einar 900 kr. á skip.1) Ef dæmt er eingöngu eftir þessum skýrslum, mætti ætla að afkoma þilskipanna hefði ekki verið tiltakanlega glæsi- leg. Það mun þó sönnu næst, að þótt ekki kæmi fram mik- ill reikningsgróði af hverju skipi, var ærinn hagnaður af útgerðinni, þegar vel gekk. Viðskipti skipa og sjómanna við verzlunina voru mikil, og hafa þau eflaust skilað drjúgum arði. Mun því vera ó- hætt að fullyrða það, að ekki hafi síður munað um hinn óbeina hagnað af útgerðinni en beinan rekstursgróða. Þá var og fiskverzlunin drjúg tekjulind, sem sjaldan brást á þeim árum. Tryggvi bankastjóri Gunnarsson, sem var allra manna kunnugastur afkomu þilskipanna, skýrir svo frá árið 1901, að undanfarin ár hafi „verið veltiár fyrir þilskipastólinn yfirleitt, bæði með aflahæð og fiskverð, þótt nokkrir skips- eigendur hafi lítið grætt vegna óhyggilegra ráðningarskil- yrða á skipin.“ Og Tryggvi heldur áfram: „Sem betur fer hafa mörg þeirra þegar sýnt, að þau eru arðsöm eign, því að þess eru dæmin, að á aflahæstu skipin hefur gróðinn orðið svo mikill á þrem árum, að meira hefur orðið af- gangs kostnaði en það, sem þau kostuðu upphaflega.“2) 19. Heimilislíf Svo sem skaplyndi Geirs Zoega var háttað, gat ekki hjá því farið, að hann reyndist hinn bezti og umhyggjusamasti heimilisfaðir. Áður hefur verið nokkuð sagt frá fyrri konu hans, Guðrúnu Sveinsdóttur. Var sambúð Geirs og hennar hin einlægasta, meðan Guðrúnar naut við. Geir og Guðrún höfðu verið gefin saman 8. sept. 1860. Eignuðust þau eina dóttur. Var það Kristjana, fædd í Reykjavík. Kristjana gekk að eiga Th. Thorsteinsson kaupmann og útgerðarmann. Hún andaðist 12. febr. 1933. Geir missti Guðrúnu konu sína hinn 19. september 1889, eftir 29 ára sambúð. Síðari kona Geirs Zoega var Helga Jónsdóttir, fædd 3. nóvember 1859. Giftust þau 22. dag febrúarmánaðar 1892. Helga var dóttir Jóns bónda Eiríkssonar á Stóra-Ár- móti í Ámessýslu, og konu hans, Hólmfríðar Árnadóttur, Magnússonar, Beinteinssonar frá Þorlákshöfn. Helga Jóns- dóttir er því í föðurætt af hinni svonefndu Bolholtsætt, en í móðurkyn af Bergsætt. Bræður Helgu, er upp komust, voru þrír: Kristján, læknir í Ameríku, Halldór, prestur á Reynivöllum og Sigurjón, verzlunarstjóri í Reykjavík. Þótt mikill væri aldursmunur þeirra hjóna, Geirs og Helgu, varð sambúð þeirra hin ágætasta. Lifðu þau í far- sælu hjónabandi í full 25 ár. Auðnaðist Geir það, sem ákaf- lega sjaldan hendir, að halda silfurbrúðkaup tvívegis. Hafði hann fyrir skömmu setið silfurbrúðkaup sitt hið síðara er hann lagðist banaleguna í marzbyrjun 1917. 1) V. Þ. G.: Sjómannasaga, bls. 272. 2) Almanak Þjóðv. fyrir árið 1902, bls. 60.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.