Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 6

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 6
102 AKRANES Farið af stað í róður. Ljósm.: Guðbj. Ásgeirsson. lýsingar félagsmanna leiddu fullkomlega í ljós, að ekki mætti gefa kúnum ýmis konar fiskifang í svo ríkum mæli, sem ver- ið hefði. Hóflegri gjöf — þessa annars ágæta fóðurbætis — tók mjög fyrir kúadauðann, og hefur hann aldrei verið eins mikill síðan. Flestar munu kýrnar hafa verið rúmlega 90 í tryggingu. Til 1915 var fyrrnefndur Sigurður hreppstjóri formaður fé- lagsins, en síðan 1920 hefur Stefán Guðlaugsson bóndi í Gerði verið formaður. Meðstjórnendur eru Jón Jónsson Ólafshús- um og Bjarni Jónsson á Svalbarði, sem verið hefur gjaldkeri félagsins óslitið frá 1920. Sjóferðir og siglingar. Svo í Eyjum sem annars staðar á þessu landi er það útveg- urinn, sem flestir lifa mest og bezt af, beint eða óbeint. Þar hefur allt frá fornu fari verið verstöð, þrátt fyrir erfiða sjó- sókn og hættusama, fram yfir flestar verstöðvar hérlendis. Sjór var stundaður bæði sumar og vetur, lengst af á opnum skipum, svo sem víðast hvar á landinu fram yfir síðustu alda- mót. Þó munu þar hafa verið nokkur seglskip á síðari hluta 19. aldar, þótt ótrúlegt sé, — þegar tekið er tillit til hins al- gera hafnleysis, sem þar var þá —. Það lætur að líkum, að þar hafi þurft stór og góð skip til sjósóknar undir slíkum kringumstæðum. í áður umgetinni lýsingu af Vestmannaeyj- um 1843, eftir sr. Jón Austmann, segir hann að: 12æringar, lOæringar, 8æringar og 6æringar brúkast hér með segli og mastri.“ Af þessu er ljóst, að hér hafa verið notuð stór skip, og það er annars staðar staðfest, að skipin hafi yfirleitt verið traust og vel útbúin, enda var þess full þörf. Þrátt fyrir sannleiks- gildi þess, að stopull sé sjávarafli, var hér mikið fiskað og framleitt af sjávarafurðum til verzlunar utan lands og inn- an. Hafa landsmenn af Suðurlandsundirlendinu lengi farið í ver til Eyja og haft þaðan með sér björg í bú. Ánauð einokunarinnar olli Eyjamönnum oftsinnis miklum búsifjum, svo sem öðrum landsmönnum, og þó ef til vill meiri. Þannig er talið, að árið 1586 hafi konungur átt þar 16 skip. 5 tólfæringa, 8 tíæringa, 1 áttæring og 2 sexæringa. Skipa- stóll Vestmannaeyinga sjálfra var þá aðeins smáferjur, sem þeim var leyft að róa á að sumrinu, og afla fiskjar til matar. (Þá hafa þeir verið rændir og hernumdir af erlendum fjand- mönnum og oft átt í höggi við yfirgangssama erlenda fiski- menn á íslandsmiðum, þar sem jafnvel stundum sló í bar- daga (Tyrkjaránið)). Við lok einokunarinnar og undir útgerð konungs var svo komið 1787, að Vestmannaeyingar áttu aðeins 15 fjögra manna för, 3 sexæringa og 1 áttæring. Þessi ánauð og undirokun, á- samt fiskileysi og hallærum við og við, varð til að draga and- legan og líkamlegan þrótt úr landsmönnum. Var svo komið í Vestmannaeyjum í árslok 1787, að íbúarnir voru ekki nema 237 alls, um aldamótin 1800 er talan komin niður í 173. Um þetta leyti voru aðeins 7 tómthús byggð í Eyjum, en höfðu áður verið yfir 40. Á ýmsu gekk og heldur báglega frameftir allri 19. öldinni. Allt gekk þetta í bylgjum. Stundum aflaðist vel og stund- um illa eða alls ekkert, og fólkinu fjölgaði eða fækkaði í sam- ræmi við það. Tómthúsin risu eða féllu í rúst eftir árferðinu. Þó segir Þorsteinn í Laufási, (kunnur formaður í Eyjum), að venjulega hafi vertíðir þar verið taldar „loðnari“ en í mörgum öðrum verstöðvum — eins og það var orðað. — Það ber að skilja þannig, að auk hins eiginlega hlutar, flaut margt til búbætis, svo sem ýmis konar trosfiskur o. fl. Til 1896 segir Þorsteinn, að ekkert veiðarfæri hafi verið notað í Eyjum nema handfærið. En eftir það (1897) byrja þeir að nota línu, og svo úr því. í byrjun þeirrar veiðiaðferð- ar þótti mönnum það meira undrunarefni, að krókur væri auður en að nú sé fiskur á krók. í byrjun var mörgu beiít, aðallega ljósabeitu, svo og háfsgörnum og fugla. Árið 1884 var skipastóll í Vestmannaeyjum þessi: 5 áttær- ingar, 10 sexæringar og 36 fjögra manna för. Þá eru tíæring- ar algerlega úr sögunni. Fram yfir aldamótin fjölgaði enn nokkuð þessum smærri skipum. Mjög um sama leyti koma svo vélbátarnir til sögunnar. Eru Vestmannaeyingar þá ekki svifaseinir, enda verður þar þá þegar á ótrúlega skömmum tíma slík bylting, sem næstum er ótrúleg, eins og hér verður að vikið. Um aldamótin síðustu hóf starf í Eyjum maður sá, sem fljótlega varð landskunnur, Gísli J. Johnsen. Snemma árs 1904 fór hann til Reykjavíkur og samdi í þeirri ferð við Bjarna Þorkelsson skipasmið að smíða fyrir sig 6 tonna vélbát. Félagar Gísla um bátasmíð þessa voru þeir Ágúst Gíslason og Sigurður Sigurðsson. Þegar samið var um smíði bátsins sigldi G. J. J. þegar til Danmerkur og sendi Bjarna þaðan allt efni í bátinn. Þaðan sendi hann og 6 hk. Danvél, sem hann ætlaðist til að sett yrði í bátinn. Smíðinni var lokið í maí, og fóru þá fyrrnefndir meðeigendur Gísla til Reykjavíkur til þess að kynna sér meðferð vélarinnar og sækja bátinn. Framh.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.