Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 15

Akranes - 01.09.1945, Qupperneq 15
AKRANES 111 Blómasjóður Akraneskirkju Sjóðurinn er stofnaður af prófasti síra Þorsteini Briem og konu hans, Emilíu P. Briem, 3. júlí s. 1., eins og neðangreind reglugerð ber með sér. 1. grein: Blómasjóður Akraneskirkju er stofnaður 3. júlí 1945 og er stofnfé hans 5000.00 kr. — fimm þúsund krónur —, er sókn- arbörn Akranessóknar færðu sóknarpresti sínum, síra Þor- steini Briem, að gjöf á sextugsafmæli hans þann dag. 2. grein: Af stofnfé sjóðsins skal leggja 1000.00 kr. í Söfnunarsjóð íslands með þeim skilmálum, að jafnan þá er ártal stendur á heilum tug eða hálfum, greiðist 9/10 vaxta til stjórnar sjóðs- ins, en hin árin leggjast allir vextir við höfuðstól. Að öðru leyti skal ávaxta fé sjóðsins í Sparisjóði Akraness eða Lands- banka íslands, að svo miklu leyti sem það verður ekki notað samkvæmt 4. grein. 3. grein: Stjórn sjóðsins er kirkjunefnd Akraneskirkju, en hana skipa sjö konur, kosnar á safnaðarfundi Akranessóknar. 4. grein: Kirkjunefnd ráðstafar handbæru fé sjóðsins á hvem þann hátt, er henni þykir við eiga til þess að prýða kirkjuna eða kirkjulífinu til eflingar á annan veg, er prófastur samþykkir. Á sama hátt skal og verja því fé, er sjóðnum kann síðar að áskotnast. 5. grein: Kirkjunefnd semur árlega reikning sjóðsins og afhendir sóknamefnd Akraneskirkju afrit af honum til þess að hann verði lagður fyrir safnaðar- og héraðsfund, ásamt reikningi kirkjimnar. Akranesi, 6. júlí 1945. Emilía P. Briem. Þorsteinn Briem. í línum þeim, sem fylgdu gjöfinni til prófastsins, stóð m. a.: „Sóknarbörn yðar standa í mikilli þakkarskuld við yður fyrir framúrskarandi þjónustu í þágu safnaðarins og fyrir marg- þætt störf, Akranesi og íbúum þess til gagns og blessunar. Upp í skuld þessa sendum vér yður hér með litla afborgun og biðjum yður að taka af oss þann vanda, að velja yður ein- hvern hlut, til minja um merkisdaginn 3. júlí 1945, sem er sextugasti afmælisdagur yðar.“ Þar sem prófastshjónin hafa heldur kosið að ráðstafa gjöf- inni samkvæmt því, er reglugjörð þeirra ber með sér, þá þakkar kirkjunefndin fyrir hönd safnaðarins hér með hjart- anlega fyrir gjöfina og væntir þess, að sjóður þessi megi efl- ast og aukast sem mest, kirkjunni til hagsældar á ókomnum tímum. Kirkj'unefnd Akraneskvrkju. P. S. Undirritaðar konur, sem nú eiga sæti í kirkjunefnd Akra- neskirkju, taka á móti gjöfum og áheitum til sjóðsins fyrst um sinn. Síðar höfum við hugsað okkur að láta prenta minn- ingarspjöld, sem seld verða sjóðnum til eflingar. Akranesi, 23. ágúst 1945. Valdís Böðvarsdóttir. Emilía Þorsteinsd. Friðmey Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir. Valgerður Halldórsd. Emilía P. Briem. Ingunn Sveinsdóttir. Bjömfríður Bjömsdóttir. að fyrir umsömdum tryggingum skipverja. — Fjöldinn allur af sjómönnum og útgerðarmönn- um fer ekki aðeins með skarðan hlut frá borði, heldur feiknalegt tjón. Slíkt sem þetta hefur áður komið fyrir og við þessu má alltaf búast. Það er hald manna, að þessi lélega síldarvertíð muni valda mörgum einstaklingum miklum búsifjum fyrir utan það tjón, sem utanríkisverzlun landsins í heild bíð- ur af þessu. Hinsvegar mun mörgum detta í hug: Hvar er gróði og „góðæri" undanfarandi stríðs- ára hjá landi og þjóð, að þola ekki þau óþægindi, sem aðeins sumarlangt þjaka einn þátt atvinnu- lífsins. Þyngri raun hefur oft hent þessa litlu þjóð á undanfarandi öldum. Hér er á þetta bent til þess að menn hugleiði, að eitthvað „brogað" hlýtur að vera við ástand og horfur á sviði atvinnuvega vorra og fram- leiðslu. Að vel getur þurft til þess festu, þrek, sam- heldni og framsýni fjöldans að bægja böli frá dyrum, jafnvel á þessari öld hinna miklu mögu- leika. Að hér sé um alvarlet mál að ræða, má nokk- uð marka af því, að ríkisstjórnin hefur vegna þess viðhorfs, sem þetta hefur skapað, skipað nefnd manna til að „gera tillögur um trygging- ar, er miði að því að verja útgerðina skakkaföll- um, sem orsakast af óviðráðanlegum ástæðum." Nefndina skipa eftirtaldir menn: Kr. Guðmundur Guðmundsson tryggingarfræð- ingur formaður, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, Ólafur Magnússon skipstjóri, Bjarni Þórðarson sjómaður og Ól. B. Björnsson útgerðarmaður. Iiin fræga Sokkabandsorða, æðsta enska orðan, er ein af mest metnu og elztu orðum Evrópu. Játvarður III. stofnaði hana árið 1350 til heiðurs Maríu mey, Játvarði skrifta- föður og St. Georg. Sokkabandsorðan er því stundum kölluð St. Georgsorðan. Þessi eru sögð tildrögin að stofnun orðunnar: í hirðveizlu einni missti hin fagra greifafrú Salisbury sokkaband sitt, blátt að lit, og tók kon- ungur það upp. Þegar hann sá nokkra af gest- unum glotta háðslega, sagði hann: „Honny soit, qui mal y pence!“ — (Vansæmd hljóti þeir, sem tengja illar hugsanir við atburð þennan), — og sór, að hann skyldi gera sokkabandið að eftir- sóknarverðu og virðulegu heiðursmerki. Upphaflega hlutu 24 menn orðuna, en 1918 báru hana 26 menn, — og er hún aðeins veitt æðstu aðalsmönnum og ríkjandi furstum. — Orðubandið er úr dimmbláu flaueli, og er því fest með gullnælu fyrir neðan vinstra hnéð. Orð- unni fylgir einnig sérstaklega skrautlegur bún- ingur, sem notaður er við hátíðlegustu tæki- færi. Þessu æðsta ævagamla heiðursmerki Breta hafnaði sá maður, sem héðan af mun lengi skipa æðsta sess, ekki aðeins í hugum brezkra manna, heldur manna um allan heim, Winston Churchill, sem segja má að hafi haft heimsfor- ystu á undanförnum sex erfiðum árum. Aflöguð vísa. í Smákveðlingum, eftir Sigurð Breiðfjörð, prentuðum í Kaupmannahöfn 1862, er þessi visa á bls. 64: Illur hefir illa spáð, illa er kjörum varið, illa gefast illra ráð, illa er þetta farið. Það er fljótséð, að í fyrstu línu er hér víxlað orðum. Sigurður er að leika sér að þvi, að byrja hverja braglínu á sama orðinu, atviksorðinu „illa“. Hann hefur alveg vafalaust byrjað „Illa hefir illur spáð“, en hitt er vangá skrifara eða prentara, og ættu menn að athuga það, er þeir hafa vísuna yfir. X. Til stúkunnar Akurblóm nr. 3, Akranesi Þið réttuð mér veikri vinarhönd, þið vilduð mig leiða og styðja, er helkaldur næddi um hugarlönd haustblær, og sumarsins rósavönd lagði í vetrar viðja. í hjarta mér vakti vor á ný, vináttuþelið blíða. Og mótlætis gegnum skuggaský skinu mér vonaljós björt og hlý, sem hröktu burt harm og kviða. Af einlægum hug og hjarta eg bið vorn himneska föður að launa þá hjálp, sem mér veikri veittuð þið. Vini að eiga sér við hlið er styrkur í stormi rauna. 17. janúar 1945. Margrét Helgadóttir.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.