Akranes - 01.09.1945, Síða 8

Akranes - 01.09.1945, Síða 8
104 AKRANES spennulínum og aðveitustöðvum. Fyrst í stað verða einungis byggðar háspennulínur til Akraness og Borgamess, en síðar aðrar háspennulínur. Skilyrði fyrir því að ný háspennulína verði byggð er það, að sú lína beri sig fjárhagslega. Félagið selur rafmagnið við stöðvarvegg aðveitustöðvar á Akra- nesi. Hins vegar er svo til ætlazt, að Akraneskaupstaður byggi og reki innanbæjarkerfið. Bæjarstjórnin réði Ólaf Tryggvason verkfræðing til þess, að gera áætlanir um innanbæjarkerfið og vera ráðunaut bæjarstjórnarinnar um framkvæmd verksins. í áætlunum um innanbæjarkerfið er gert ráð fyrir jarð- strengjum víðast hvar í bænum, en þó verður notast við loft- net á nokkrum stöðum fyrst um sinn. Ástæður til þess, að valin var sú leið, að leggja jarðstrengi, en ekki loftlínur, eru einkum þær, sem hér greinir: 1. Gera má ráð fyrir því, að loftlínukerfi endist sérstak- lega illa hér í bænum, einkum vegna sjávarseltu. Viðhalds- kostnaður kerfisins yrði því óeðlilega mikill, og búast má við tilfinnanlegum reksturstruflunum. 2. Á Akranesi virðist haga sérstaklega vel til með jarð- strengjalagningu, þar sem jarðvegurinn er mjög sandborinn og auðvelt um gröft. 3. Rekstursöryggi jarðstrengjakerfisins er miklum mun meira en loftlínukerfis, og viðhaldskostnaður að sama skapi minni. 4. Með jarðstrengjakerfi er komist hjá þeirri óprýði og þeim óþægindum, sem fylgir loftlínukerfi. Gert er ráð fyrir sex spennibreytistöðvum í bænum, og er sumum þessara stöðva aðallega ætlað að fullnægja raforku til heimilisþarfa, en öðrum raforku til iðnaðarins. Með þessu móti ætti að vera tryggt, að iðnaðarstöðvarnar dragi ekki ó- hæfilega rafmagn frá íbúðarhúsunum. — Gert er ráð fyrir því, að kerfið verði hringkerfi fyrir spennistöðvarnar, en það eykur til mikilla muna rekstursöryggi kerfisins og kemur í veg fyrir reksturstöðvanir, þótt einhver háspennustrengjanna í kerfinu bili. Tilboð hafa borizt um efni til innanbæjarkerfisins, og verður gengið frá því máli nú á næstunni. Hins vegar virðist fullvíst, að allt efni verði komið til bæjarins það snemma að byrja megi verkið næsta vor. Tilboðin, sem borizt hafa, virð- ast vera hagstæð. Nú sem stendur standa yfir samningar milli rafveitunnar á Akranesi og bæjarstjórnarinnar um það, að bærinn taki við skuldum og eignum rafveitunnar og rekstri hennar í haust. Svo sem greint hefur verið frá hér að framan, mun bærinn reka innanbæjarkerfið þegar rafmagnið kemur frá Anda- kílsá, og er því eðlilegt, að bærinn taki við rekstri rafveit- unnar í haust eða vetur. Á aðalfundi rafveitufélagsins var kosin sérstök nefnd, til þess að gera tillögur um þessi eigna- skipti ásamt stjórn rafveitunnar. Þessir aðilar hafa gert það að tillögu sinni, að bærinn taki við eignum og skuldum raf- veitunnar á þessu hausti, gegn því, að þau stofngjöld, sem húseigendur hafa greitt, gangi upp í væntanleg heimtaugar- gjöld, eins og þau kunna að verða ákveðin á sínum tíma. — Bæjarstjórnin hefur fyrir sitt leyti fallizt á tillögu þessa. Bátubyggingar og skipakaup. Mikið hefur verið rætt um bátabyggingar og togarabygg- ingar hér á landi nú upp á síðkastið. Mál þetta hefur einnig mjög verið á döfinni í bæjarstjórninni. Bæjarstjórnin hefur öll verið sammála um það, að nauðsyn beri til þess, að til bæjarins flytjist stærri bátar, sem ekki séu minni en 50 tonn. Sem stendur eru 11 bátar hér í bænum minni en 30 tonn, og allar líkur benda til þess, að örðugt verði að halda slíkum bátum út héðan frá bænum íramvegis. Þá er það einnig vitað, að útgerðarmenn hafa hug á því, að selja hina minni bátana. Einstaklingar hafa lagt nokkuð af mörkum til þessa máls. Nýlega komu til bæjarins stórir og góðir bátar, þeir Ás- björn, eign Björns Ágústsonar og Valdimars Ágústssonar, og Svanur, eign Haraldar Böðvarssonar & Co. Bæjarstjórnin hefur gengizt fyrir byggingu báts, sem á að verða tilbúinn fyrir áramót, en bátur þessi er seldur S/f Sigurfara. Þá keypti bæjarstjórnin á sínum tíma tvo af þeim fimmtán 50 tonna bátum, sem verið er að byggja í Svíþjóð á vegum ríkisstjórnarinnar. Báta þessa hefur bæjarstjórn- in selt, annan Ellert Ásmundssyni skipstjóra, en hinn Sigur- birni Jónssyni skipstjóra og fleirum. Bæjartjórnin hefur þannig ekki stofnað til bæjarútgerðar, heldur gengizt fyrir því að útvega þeim mönnum báta, sem hug hafa haft á því, að eignast þá. Hér verða ekki rakin afskipti bæjarstjórnarinnar af mál- um þessum, en það einungis tekið fram, að þegar haustið 1943 leitaði bæjarstjórnin eftir tilboðum í báta í Svíþjóð, en nokkru síðar ákvað þáverandi ríkisstjórn að leita eftir kaup- um á bátum þar í landi, og var þá ekki um annað að ræða en að falla frá fyrri ákvörðun bæjarstjórnarinnar. Nú nýlega óskaði bæjarstjórnin eftir tilboðum í báta í Danmörku. Virðast nokkrar líkur til þess, að bátar þar í landi verði ódýrari en í Svíþjóð, þótt ekkert skuli fullyrt um það. Ef tilboðin verða aðgengileg, verður bæjarbúum gefinn kostur á því, að eignast báta þessa. Kaup á togurum hefur einnig verið til umræðu hjá bæj- arstjóminni. Vafalaust er það mikils virði fyrir bæjarfélag- ið að útvegurinn sé sem fjölþættastur, og því mikils um það vert, að fá hingað til bæjarins þessi fullkomnu fiski- skip. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tekin endan- leg ákvörðun um þetta mál, en það verður væntanlega gert næstu daga. (Frh.) A. O HEIMILIÐ Framhald af bls. 98. tíma fyrir sem mest kaup. „Búa sig uppá“ eins og það væri í „akkorði“ og komast „útá lífið“, og ekki heim fyrr en á miðj- um nóttum, eða eftir venjulegan háttatíma. Þetta er vitan- lega komið út í þær öfgar og vitleysu, að fullvel má kalla þjóðfélagslegt vandamál. Þegar málin eru komin á það stig, verður að gera þær kröfur að hið opinbera, bæir og ríki gangi „í herinn“ með heimilunum til að veita viðnám. Það má ekki minna vera en að þeir aðilar meti og virði viðleitni heimil- anna með því að standa með þeim í þessari mjög svo erfiðu baráttu, sem verið er að vinna öllum til gagns. Mótsett gera bæir og ríki einmitt ýmislegt til þess að auka á vandræðin og volæðið í þessum efnum. T. d. þeir, sem þola eða verða að þola áfengisútsölur í bæjunum og leynisala á öðru hverju götuhorni. Engum stendur það nær en ríkinu og þeim, sem eru í þjónustu þess eða bæjanna, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að gera bragarbót á verandi ófremdar- ástandi, sem öllum hlýtur að vera til skaða, skammar og tjóns á óteljandi vegu. Á meðan það er vanrækt að vernda heimilin og manna þau á öllum sviðum, hafa ráðamenn þjóðarinnar vanrækt eða ekki skilið hlutverk sitt og köllun. Á meðan svo er, verður þjóð- inni aldrei skipað á bekk með fremstu menningarþjóðum, og á meðan getur enginn verið öruggur um sjálfstæði þjóðar- innar. Með forna menningu og menningararf að baki og með hina margþættu möguleika hins nýja tíma í hendi sér, getur þjóð- in — ef hún vill — átt örugga framtíð og vísað öðrum þjóð- um veginn til menningar og þroska. Án jyrirmyndarhevmila er þetta vonlaust.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.