Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 11

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 11
AKRANES 107 Bjami Jóhannesson, Sýruparti. 1884 fór Bjarni sem vinnumaður til Ólafs Bjarnasonar og Katrínar á Litlateig, og var þar formaður á skipi eða bát í 10 ár. Má segja, að sömu tryggð hafi Bjarni sýnt Litlateigs fólki æ síðan. Þegar Bjarni og bróðir hans, Sigurður, keyptu Sýrupart, segir hann, að þeir hafi ekkert átt til. Hafi Hallgrímur hrepp- stjóri þá verið þeim hin mesta hjálparhella, og æ síðan reynst þeim ákaflega vel. Frímann, bróðir Bjarna, var unglingur hjá Hallgrími. Sendi Hallgrímur hann vetrartíma til náms í Reykjavík og reyndist honum sem bezti faðir og ráðgjafi. — Hann andaðist rúmlega tvítugur að aldri. Fyrri kona Bjarna Jóhannessonar var Sigríður Guðbjama- dóttir á Litlugrund, Bjarnasonar Helgasonar, er m. a. bjó á Heynesi og Kúludalsá. Hana missti Bjarni eftir nokkurra ára sambúð. Þau áttu þrjú börn, sem öll eru dáin. Síðar gftist Bjarni Sólveigu Friðsteinsdóttur, ekkju eftir Guðmund Sigurgeirsson. (Dóttir Guðmundar og Sólveigar er Lovísa, kona Jóns Þórðarsonar í Ársól). En börn Bjarna og Sólveigar (þau sem á lífi eru) eru þessi: Guðmundur, hjá föður sínum á Sýruparti, og Ástvaldur, skipstjóri. Bjarni var harðduglegur maður, viljugur og kappsfullur, svo að af bar. Hann var hinn nettasti formaður og sækinn. Hann var einn þeirra manna, sem byggði mb. Hegrann, eins og áður hefur verið getið. Alltaf hefur hann átt nokkrar kindur og haft af því mikið yndi. Þótt Bjarni sé nú nærri ní- ræður, er hann ern og óvenjulega léttur á fæti. Enn slær hann tún sitt og hirðir kindur sínar. Hann er óvenjulega elskulegur maður, trölltryggur, og má ekki vamm sitt vita. Hann er sjálfsagt einn af þeim fáu mönnum, sem engan óvin á, enda aldrei gert eða viljað gera nokkrum manni mein í orði eða verki. Bjarni er óvenjulega léttur í lund og hefur það sjálfsagt lengt líf hans. Á Efra-Sýruparti búa þau nokkur ár Sveinbjörn Þorvarðs- son og Margrét Kristjánsdóttir frá Akri. Þau bjuggu síðar í Skuld, og verður þar getið nánar. Nokkru fyrir síðustu aldamót hafði Böðvar Þorvaldsson eignast bæinn á Efra-Sýruparti. 1897 kaupir Guðmundur Helgason frá Kringlu þennan bæ, og byggir þar steinbæ ár- ið 1900. Sunnanvert við bæinn byggði hann og skúr úr timbri, sem hann notaði fyrir hlöðu. Þá lét hann hlaða grjótgarð mikinn fyrir framan lóðina, og má enn sjá þess merki. Guð- mundur er sonur Helga á Kringlu, sem fyrr er nefndur hér. Guðmundur er íæddur á Neðsta-Sýruparti 25. desember 1870. Hann ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Hann fór fyrst á sjó með föður sínum 9 ára gamall, en stundaði sjó alfarið frá 15 ára aldri. Tvítugur varð hann formaður á skipi. Hann kann frá mörgum svaðilförum að segja frá opnu bátunum; bæði í fiskiróðrum og flutningum milli Reykjavíkur og Akra- ness. Guðm. Helgason er tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Oddfríður Halldórsdóttir Þorbjarnarsonar frá Helgavatni. — Þau áttu tvö börn: Guðlaugu, sem dó, þegar hún var tveggja ára, og Halldór, skipstjóra á togaranum Júní frá Hafnarfirði. Halldór skipstjóri er fæddur á Sýruparti 29. nóvember árið 1900. Oddfríður andaðist 1907. Síðari kona Guðmundar var Ingibjörg Örnólfsdóttir frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. ( Hún var fyrr ekkja eftir Jóhann Sigurðsson, bróður Flosa trésmíðameistara Sigurðs- sonar í Rvík). Hún andaðist á jóladag 1938. Guðmundur kann vel við sig á sjónum, því þar var hann nýlega með Halldóri, syni sínum. Utan af hafi fékk ég heillaskeyti frá þeim á fimmtugsafmæli mínu, 6. júlí s. 1. Þegar Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1903 seldi hann bæinn Guðmundi Hanssyni frá Elínarhöfða, sem strax seldi hann aftur Sigurði Jóhannessyni, en hann og hans fólk bjó síðast í þessum bæ á Efra-Sýruparti. Sigurður var hinn nettasti formaður, ákaflega stilltur og prúður maður, var hægðin sjálf, en drjúgur fiskimaður og hinn bezti drengur. Guðrún kona hans var hamhleypa til vinnu, gekk í hvað sem var og hafði meira gaman að fást við hin ólíkustu og erfiðustu störf utan bæjar. Þrátt fyrir barn- margt heimili stundaði hún fiskvinnu alla tíð og virtist aldrei unna sér hvíldar. Hefur því svefntími hennar ekki alltaf ver- ið langur. Guðrún andaðist 14. 9. 1939. Þeirra börn eru: Jóhannes á Auðnum, Þórður, skipstjóri, Ólafur, Agnar og Júlía, öll hér á Akranesi, og Margrét (sem nú er dáin), fyrri kona Daníels Péturssonar. — Þennan bæ keypti Haraldur Böðvarsson. Þar sem hann stóð, er nú neðsti hluti af áðurnefndu fiskhúsi Haraldar. Rétt fyrir ofan nýnefndan steinbæ á Sýruparti byggði hreppurinn smá timburkofa yfir Ólaf gossara, en hann hafði þá áður verið um 9 ára skeið hjá Helga á Sýruparti og eitt- hvað á Háteig. Eftir að Ólafur dó keypti Þorsteinn Daníels- son kofan. (Venjulega kallaður Steini Dan.) Hann bjó þar mörg ár með bústýru sinni, Sigríði (alltaf kölluð Steina- Sigga). Eftir lát þeirra beggja keypti Haraldur Böðvarsson kofann, sem hann lét rífa, en lengir fiskhús sitt, sem liggur ofan við Gellukletta. Á Sýruparti var einhvern tíma sjómaður nokkur, sem kall- aður var Þórður „kredor“, en ekki er vitað, hvem veg þetta auknefni er tilkomið. Einhverju sinni réri Þórður hjá Krist- jáni heitnum á Akri. Lítur út fyrir að Kristjáni hafi ekki þótt hann alltaf oftaka sig af átökunum. Einu sinni voru þeir að setja skipið, sem fór út af hlunnunum eins og oft kom nú fyrir. Þá segir Kristján: „Nú gaztu tilamynda bakað, helvízkur Kredor.“ Kristján kom oft að orðinu tilamynda, eins og áður segir. 6. Brœðrapartur. Þetta er ein þeirra jarða hér, sem byggist nokkuð snemma, en fer um allmörg ár í eyði. Árið 1706 eru þar þessar ver- mannabúðir: Kappabúð, Sæmundarbúð o. fl. Á Bræðraparts- landi byggist seinna Kárabær, Bjarnabúð og Helgubúð, sem líklega er þó hvort tveggja sama tómthúsið, og verður síðar vikið að því. Árið 1703 er búandi á Bræðraparti Sigurður Bjarnason, 45 ára, og kona hans, Valgerður Guðmundsdóttir, 40 ára. Þá er eigandinn lögmaðurinn Sigurður Björnsson í Saurbæ á Kjal- arnesi. Ýmislegt finnst mér benda til, að eftir Sigurð búi þarna smur hans, Bjarni, og að þar búi einmitt Sigurður, sonur þessa Bjarna, árið 1785, þá 55 ára. Kona hans heitir Guðrún Sigurðardóttir og er þá líka 55 ára. Þá er Bjarni sonur þeirra 14 ára. (Frh.)

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.