Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 4
100 AKRANES net við lundaveiðina, en hélst ekki nema í nokkur ár. Þá veiddist miklu meira en nokkru sinni áður. Netin voru fyrst og fremst lögð yfir lundaholurnar. Enn fremur voru þau lögð á háa stólpa fremst í giljum, þar sem lundinn sat fyrir ofan. í þriðja lagi var sköftum með netum á hleypt fram af brúnunum þar sem fuglinn sat, þar til nóg þótti af honum komið á brúnirnar. Þá var sköftunum kippt upp 'og sett yfir fuglinn, sem sat á brúninni. Jafnvel enn fleiri aðferðir voru notaðar, þó að þetta séu þær helztu. Skömmu eftir að netin eru lögð niður, taka menn háfinn. Það tæki er komið frá Færeyjum, og fyrsta háfinn, sem notaður var í Vestmannaeyjum, fékk Árni Diðriksson í Stakkagerði. Síðan hefur háfurinn verið eina veiðitækið, sem notað hefur verið. Fýlatek jan. Hún byrjar um 15. ágúst, og stóð eftir ástæðum í 9 daga, eftir því hve mikið var af honum. (Þetta er hinn fullvaxni irngi fýlsins). Menn gengu að hreiðrunum 1) lausir — án bands —, 2) lausir — í bandi —, 3) bundnir öðru bandi og hitt haft laust. Þannig fara menn svo langt til hliðar — sitt á hvað — sem hægt er, frá réttri niðurstöðu bandsins. 4) var sig, þar sem bundið var á tvöföldu bandi. Áhaldið við veið- ina var svo nefndur fýlakeppur, úr góðu efni, t. d. eik. Súluungadráp. Súlan var aðeins í fjórum eyjum: Súlnaskeri, Hellisey, Brandi og Geldung. Súlan var oft tekin samhliða fýlnum, en þó líka oft tekin áður. Aðferðin var sama og við fýlinn, þeg- ar sigið var eftir honum. Mesta sig í Vestmannaeyjum var álitið 1 Hellisey. í svo nefndum Stór-hellum. Enda var álitið, að til þess þyrfti að fá beztu bjargmenn Eyjanna. Annað mesta bjargsig Eyjanna er Hái-Brandurinn í Brandinum. Þriðja mesta sig er álitið Háabæli í Elliðaey; sbr. vísuna, sem einn mesti bjargmaður Eyjanna kvað einu sinni þar um: Hörð eru sig í Háubælum og hœttuleg. Háa-Brmidinn og hræðist ég, en Hellisey er ógnarleg. Matur og magn. Þegar mest var drepið af lunda, voru 32 menn í Elliðaey, 16 í Bjarnarey, 16 í Álfsey, 8—16 í Suðurey, 8—16 í Yztakletti, 8 í Heimakletti og mjög margir í Heimaeyjunni, aðallega unglingar, kvenfólk og aldraðir menn. Þá var og mesti fjöldi kvenfólks, sem reitti fuglinn. Það hefur heyrzt, að oft hafi verið tíundað 2—300 þúsund lundar, en það er hald kunnugra manna, að það muni vera a. m. k. helmings of lítið. Fiðrið var mest selt í búðirnar, en líka látið í vöruskiptum upp til lands. Sumir bænda áttu 3— 4 skpd., þ. e. 480—540 kg. af lunda og svartfuglsfiðri eftir sumarið. Allt fuglakjöt — sem ekki var etið nýtt — var salt- að niður í smærri og stærri tunnur. Eggin voru mikið etin meðan æt voru. Þau voru og oft látin til bænda uppi á landi. Mátti þannig segja, að Vestmannaeyjar væru matarbúr um fugl- og fiskifang fyrir fólk á fastalandinu — eins og Vest- mannaeyingar orða það, — því að þangað fóru oft fleiri skips- farmar, ekki síður af fugli en fiski. Allar þessar afurðir voru hagnýttar til hins ítrasta. Saltað- ir fýlshausar þóttu herramannsmatur, — en úrgangssamur. — Lifrarpylsa var búin til úr súlulifur og súlumagar hafðir ut- an um. Vængir og haus af súlu var sviðið og etið með góðri Bjargsig í Vestmannaeyjum. Ljósrri.: Þorst. Jósefsson. lyst, svo sem sauðasvið væru. Sá einn var viðurkenndur bú- maður, sem svo átti mikið fýlskjöt, að saman næði. Fýllinn gaf líka feiti, og var það ekki lítils virði. Fiskveiðarnar voru stopular, en fuglinn brást aldrei. Atvinnuvegur þessi var mjög hættusamur, sem sjá má á því, að aðeins frá 1872 hafa farizt í fjöllunum 24 menn og konur við fuglaveiðarnar, og skiptast þannig á hina ýmsu staði: í Klifi 3, Dalfjalli 6, Stórhöfða 3, Ofanleitishamri 3, Flög- um 2, Heimakletti 2, Yztakletti 2, eða í Heimaey samtals 21. í Hellisey 1, Geirfuglaskeri 1 og Bjarnarey 1. Alls 24. Búskapur. Um langt skeið og þá alveg sérstaklega nú eru það fisk- veiðarnar, sem eru aðaluppistaða um lífsafkomu Eyjaskeggja. Áður en það verður frekar rakið, skal hér þó nokkrum orð- um minnst á búskap þeirra. Frá fornu fari hefur verið nokkur búskapur í Eyjum. Þó erfitt sé þar yfirleitt um ræktun, voru nokkur tún á hinum ýmsu jörðum, allmargar kýr og nokkuð af fé, sem látið var bjarga sér í fjöllum og eyjum eftir því sem hægt var. Þannig hefur rétt eftir 1700 verið þar um eða yfir 70 kýr, allmargt fé og nokkuð af hrossum. Fullkominn heyfeng var þó ekki um að ræða fyrir svo margar kýr. Bæði þá og lengst af síðan hefur kúm verið gefið mikið fiskifang og stundum um of. Menn urðu að reyna að halda í kýmar, því að ekki var hægt að sækja mjólk daglega í land. Um veðráttufar og samgöngu- erfiðleika má t. d. geta þess, að sr. Jón Austmann segir (í lýsingu sinni af Vestmannaeyjum 1843), að það líði 6, 8, 10 eða allt að 20 vikur á milli þess að fært sé til lands, einkum að vetrarlagi. Mikið er búið að rækta í Eyjum. Sýnist mér sem Eyjamenn séu hvorki í þeim efnum né öðrum búskussar eða eftirbátar annarra um framtak. Árið 1928 var á jörðunum og smá erfða- festublettum í bænum og nágrenni hans 108 ha. lands rækt- aðir, þar með taldir kálgarðar. Þá var heyfengur alls um 4000 hestb. og kýrnar 180—200. Árið 1938 voru kýrnar 315, en heyfengur rúml. 11 þúsund hestb. Vegna hagaskorts var fullum helmingi kúnna beitt á ræktað land. Nú eru í Eyjum ca. 270 kýr og ræktað land um 400 ha. Eins og áður er sagt, er eyjan öll með fjöllum ca. 1100

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.