Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 14
110 AKRANES HEIMA OG HÉR ER ÞÁ FYRSTA PRÓFRAUNIN? Utan að berast nú þær frétttir, að mesta Iýð- ræðisríki heimsins óski eftir samningi um her- stöðvar á hólma þeim, er minnsta lýðríki ver- aldar byggir. Það er athyglisverðast við þessa óvæntu frétt, að orðsendingin sé frá þeirri miklu þjóð, — þeirri seinni, — sem hér hafði hervernd, og seint og snemma lýsti yfir því, að allur her færi héðan á brott þegar að stríðslokum. Þess í stað er þessi óviðkunnanlega ósk fram borin, áður en herafli er allur farinn úr landi, samkv. gefnum loforðum. Þegar athugaðar eru ræður þær og fyrirheit, um frið og frelsi, sem þeir „stóru“ sögðu að ríkja mundi að þessum hildarleik Ioknum, virð- ist nú þegar ýmislegt benda til, að enn eigi mannkynið um nokkra stund aðeins að heyra „ræður“ um frið og frelsi, og muni það eiga enn einu sinni von á því að „borga“ þau „gæði“ í „venjulegri mynt“. Stríði, þegar „útvaldir" telja bezt henta. Um þetta mál mætti rita langt mál og beiskju- blandið, og því miður er vist enn svo ástatt, að á því eru margar hliðar bæði gagnvart okkur og alheimi. En það er cinkennilegt hve fljótt og óvænt þetta kemur — ef rétt reynist — og stangast alvarlega við margar yfirlýkingar hinna mætustu manna tveggja heimsvelda. Það er svo ótrúlegt, að því verður ekki trúað. Fóru þessl tvö miklu heimsveldi ekki einmitt í stríðið fyrst og fremst tii þess að kenna mönnum og þjóð- um að halda orð og eiða? Ætla þau svo að verða staðin að því — í reyndinni — að segja eitt í dag og annað á morgun? Gagnvart ofurefli hefur lítii þjóð ekki nema eitt vopn, sem ávalt dugar, og ver heill hennar og heiður, hvort sem hún lifir eða deyr. Það er að standa sem cinn maður, — sbr. 1944 — um heiður sinn, rétt og frelsi. Sú þjóð, sem gerir það, verður ekki vegin þó vopnum sé beitt, og hún kiknar heldur ekki þó hún sé kúguð um stund. Frelsið verður ekki fjötrað til lengdar, og ekki skal því trúað, að sú þjóð, sem hér á hlut að máli, geri þannig tilraun tii að kyrkja hið nýviðurkennda og fengna frelsi þessarar litlu þjóðar i fæðingunni. Ef þetta er það, sem koma skal, líkist það meira því — sem hingað til hefur ekki verið í hávegum haft á íslandi sem búhyggindi —, að byrjað sé á að smiða „negluna“ í friðarskip framtiðarinnar. Undralyfið penicillin reynt á nýju sviði. United Press fregn frá London hermir, að tannlækningar með penicillin hafi verið reynd- ar á St. Marys spítala í London með undra- verðum árangri. Það var ungur læknir, sem stóð fyrir tilraununum, og var hann náinn sam- starfsmaður Sir Alexander Flemings, er fann upp penicillinið. Samkvæmt fregn þessari er lækningin í því fólgin, að skemmdar tennur eru dregnar úr mönnum, gert við þær og síðan settar i aftur! Skemmdin er tekin úr tönninni og hún því næst fyllt með penicillini. Tannholan er sömuleiðis undirbúin með undralyfinu. — Tönnin er síðan sett í tannholuna aftur og eftir skamma hríð er hún gróin föst aftur, og er jafngóð og heil- brigð. Hér mega einstaka hlutir alltaf hækka. Á tiltölulega skömmum tíma hefur fargjald milli Reykjavíkur og Akraness hækkað úr 5 kr. I 15 krónur, sem það er nú. Fargjaldið var líka hækkað í Borgarnes, en HEIMAN minna þó þangað. Þetta hlýtur að vera dýrasta fargjald í heimi. Ef til vill er það til þess að halda eða hafa slíkt met. Fargjald til Vest- mannaeyja frá Reykjavík kostar t. d. ekki nerna 20 kr. Hvar endar þessi vitleysa öll? Er brennivínið nú eina bjargráðið? Margt virðist benda lit að núverandi rikis- stjórn hafi ekki minni trú en fyrirrennarar hennar á brennivíninu sem bjargráði fyrir þessa litlu þjóð. Því nú er flest gert til að auka nyt og afrakstur þeirrar ágætu Búkollu. Sú ríkisstjórn, sem í alvöru hefur trú á, eða íæst við að gera nýsköpun atvinnuveganna að staðgóðum, óbrigðulum aflgjafa fyrir framtíð og frelsi þjóðarinnar, getur ekki notað alla krafta og tæknilega möguleika til þess að veita víni um sem víðastar „p£pur“ að hvers manns munni. Hvað lengi ætlar þjóðin, hver bær, að líða slíka skipulagða villimennsku til eymdar og ófarnaðar? Heldur hún að þetta sé bezta brjóstvörn lýð- veldisins inn á við og út á við? Ef svo á lengi að verða, verður lýðveldið ekki langlíft heldur að þessu sinni. Bindindis- og áfengismálasýningin á Akranesi. Stúkan „Akurblóm" samþykkti á fundi sínum í vor, að óska þess, að bróðir Pétur Sigurðsson kæmi hingað í haust með sýningu þá um bind- indis- og áfengismál, er hann stóð fyrir, og haldin var á s. 1. vetri i Reykjavík og Akureyri. Tók br. Pétur þessari málaleitun mjög vel, og kom nýlega hingað með sýninguna. Haraldur Böðvarsson, kaupmaður sýndi stúk- unni þá vinsemd, að lána „Báruhúsið" endur- gjaldslaust fyrir sýninguna, er þannig fékk hið ákjósanlegasta húsnæði. Sýningin var opnuð þriðjudagskvöldið 2. októ- ber, að viðstaddri bæjarstjórn, embættismönnum og fleiri gestum, um 60 alls. Bauð br. Jón Sig- mundsson, æ. t., gestina velkomna, en br. Pétur Sigurðsson skýrði með fáum orðum sýninguna og tilgang hennar. Sýningin var opin á miðvikudag og fimmtu- dag, 3. og 4. okt. Sóttu hana allir nemendur barnaskólans og gagnfræðaskólans (um 370 að tölu) í fylgd kennara sinna og skólastjóra, og um 300 annarra karla og kvenna í bænum. Það mun samhuga álit þeirra, er sýninguna sóttu, að þeir hafi haft af því bæði gagn og gaman. Eru Akurnesingar mjög þakklátir br. Pétri þá alúð og áhuga, er hann hefur sýnt með allri þeirri vinnu, er hann hefur lagt í að gera sýninguna svo vel úr garði, sem raun ber vitni. Væri það málefni voru og menningu mikill fengur, að hann gæti komið þvi við að ferðast með sýninguna til hinna stærri bæja í landinu. Öll þjóðin verður að taka höndum saman um að útrýma ómennsku þeirri, eymd og bölvun, sem áfengið veldur þessu litla þjóðféagi, ekki sízt nú á „velsældarárunum" svokölluðu. Athugasemd. í júlíblaði Akraness 1945 birtist greinarkorn undir nafninu „Báruhúsið veitingastaður að nýju“, eftir ritstjórann Ólaf B. Björnsson. Verð- ur honum tíðrætt um drykkjuskap og slark i Báruhúsinu. Kemst sá andans maður að þeirri niðurstöðu, eftir grein hans að dæma, að ódugn- aði lögreglunnar sé um að kenna. Eg vil nú reyna til að varpa skýrara ljósi yfir þetta mál. Sá siður hefur verið hér á undanförnum árum, að halda opinbera dansleiki á flestum tylli- og landlegudögum. Eru það góðgerðafélög eða ein- staklingar, sem fyrir þeim standa. Á mörgum þessara dansleikja er ölvun mjög almenn, t. d. er það ekki óalgengt, að þrjátíu og allt að fimmtíu prósent þeirra karlmanna, er dansleik- ina sækja, séu áberandi ölvaðir. Fæstir þessara manna eru þó meira en hreyfir er þeir koma á dansleikina. Skiljanlega hlýtur alltaf að vera sukksamt á sllkum skemmtunum, jafnvel þótt ekki sé um óspektir að ræða. Auðvitað sér allt hugsandi fólk, að ekki getur komið til mála fyr- ir tvo til þrjá lögregluþjóna að taka tuttugu til fimmtíu manns úr umferð af einum dansleik, slíkt væri að reisa sér hurðarás um öxl. Á dansleikjum, sem hér um ræðir, þykist lögreglan hafa afkastað góðu næturverki, ef henni tekst að fyrirbyggja slagsmál og meiðingar. Það hefur verið föst regla hjá lögreglunni síðustu ár, að taka alla þá menn úr umferð, sem hafa í frammi óspektir eða eru mjög vansæmandi í framkomu. Þetta hefur orðið til þess að slagsmál hafa minnkað stórlega, og er það spor í rétta átt. En til þess að vinna bug á áfengisbölinu þarf því miður sterkari öfl „en þrjá lögregluþjóna, bif- reið og fangahús". Ef bæta skal úr þeim málum, þurfa öll félög, sem hafa menningarmál á stefnu- skrá sinni, að hefja samræmda herferð gegn vínneyzlu í landinu. Með þökk fyrir birtinguna. Akranesi, 5. ágúst 1945. Stefán Bjarnason, lögregluþjónn. Árétting. í grein minni felst engin ásökun til starfandi lögregluþjóna hér, — sem ekki er ástæða til. — Það, sem var mergur málsins í minni litlu grein var þetta: 1. Að ég tryði ekki, að H. B. héldi lengi uppi starfsemi, þar sem viðloðandi væri mikil óregla. 2. Að ef bæjarfógeti, — sem líka er reglumað- ur, — og lögregla með bíl og fangahús sem hjálp- artæki, dyggði ekki í þessari baráttu, þá þyrfti allur almenningur á einhvern annan veg að koma þeim til hjálpar, í þessu mjög svo vanda- sama og þýðingarmikla starfi. Niðurlag athugasemdar Stefáns Bjarnasonar bendir og til að hann sé nákvæmlega á sömu skoðun. Hann segir einmitt, að öll félög, sem starfa að menningarmálum, þurfi „að hefja sam- ræmda herferð gegn vínnautn í landinu". Eg þakka Stefáni fyrir þessi orð, sem ég einmitt gat vænzt frá hans hendi. Ritstjórinn. Slík menningarafrek gætu fleiri unnið. Stúkan Framsókn á Siglufirði á skilið miklar þakkir fyrir stofnun og starfrækslu hins ágæta Sjómanna- og gestaheimilis þar. Það er ekki að spyrja um árangur, þegar ágætir atorkusamir menn eða félög leggja sig alla fram. Þegar manndómur og hugsjónir fara saman; og menn nenna og tíma að offra til þess einhverju; ei hægt að vinna mikið og markvíst að því að bæta heiminn hið næsta sér. Þegar menn eru leknir réttum tökum, og þeir sjá að þetta eða hitt er gert fyrir þá, — einmitt þá, — en ekki vegna þeirra, sem öllu offra í því sambandi, þá breyt- ist hugarfar þeirra, og þeir koma fljótlega sem virkir þátttakendur til margvíslegra nytjastarfa. Skýrsla heimilisins fyrir 1944 er nýkomin út. Hún ber með sér vaxandi starf, vaxandi vin- sældir, vaxandi þrótt og áhuga til að vinna meira gagn. Hjálpum þeim og gerum slikt hið sama hver í sínu byggðarlagi. Síldvelðarnar fyrir norðurlandi hafa gengið mjög illa að þessu sinni. Þau skip eru teljandi, sem hafa afl-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.