Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 19

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 19
AKRANES 115 Hclga Jónsdóttir, síðari kona Geirs Zoega. Geir Zoiíga og Helga Jónsdóttir eignuðust fimm börn. Þau voru þessi: 1. Geir, dó barn að aldri. (A þriðja ári). 2. Hólmfríöur, fædd 5. maí 1894. Hún giftist árið 1916 frænda sínum, Geir G. Zoega, vegamálastjóra. Hann er sonur Geirs T. Zoéga, rektors. 3. Kristjana, gift John Fenger, stórkaupmanni í Reykja- vík. 4. Geir (yngri), útgerðarmaður í Hafnarfirði. Kvæntur er hann Halldóru Ólafsdóttur, kaupmanns í Keflavík, Ófeigssonar. 5. Guðrún, gift Magnúsi Jochumssyni, póstfulltrúa. Þau börn Geirs, sem upp komust, eiga öll margt barna, og er því allstór ættleggur frá Geir kominn. Helga Jónsdóttir, ekkja Geirs, er enn á lífi, þegar þetta er ritað (1944). Hefur hún jafnan setið í hinum gömlu húsakynnum er maður hennar átti. Er hún enn vel em, þrátt fyrir háan aldur. Fósturbörn ól Geir Zoéga upp ekki fá, sum algjörlega, önnur að meira eða minna leyti. Þar á meðal voru Geir T. Zoéga, rektor og Helgi Zoega, kaupmaður, sem báðir voru bræðrasynir hans. 20. Síðustu ár Þegar aldur tók að færast yfir Geir Zoéga, og hann taldi sér það ráð vænlegast, að draga úr atvinnurekstri sínum og selja skipastólinn, gat hann sinnt öðrum hugðarmálum sínum af ennþá meiri alúð en nokkru sinni áður. Svo sem fyrr er getið, hafði hann ánægju mikla af búskaparstörf- um og var það metnaðarmál að eiga sem bezta gripi, bæði kýr og hesta. Sá áhugi þvarr ekki, þótt árin liðu. Þá hafði Geir jafnan verið hliðhollur ýsmum menningar- og líknar- málefnum. Fór sú starfsemi hans vaxandi með aldrinum. Margvíslegur sæmdarvottur var Geir sýndur á efrí ár- um, bæði fyrir atbeina einstaklinga og af hálfu hins opin- bera. Þegar Kristján IX. Danakonungur kom hingað á þjóð- hátíðina árið 1874, var Geir til þess fenginn að tilhlutan landshöfðingja að veita honum leiðsögn til Þingvalla og Geysis. Sá Geir um hesta alla fyrir konung og fylgdarlið hans og undirbjó ferðina af mikilli fyrirhyggju. Tókst það með ágætum og minntist konungur oft á Geir síðan, hversu úrræðagóður og röskur fylgdarmaður hann hefði verið, og með hvílíkri fyrirmennsku hann hefði leyst störf öll af höndum. Fyrir ágæta frammistöðu í sambandi við kon- ungskomuna var Geir gerður að dannebrogsmanni þá um sumarið. Árið 1904 hlaut hann riddarakross dannebrogsorðunnar. Verzlunarsambönd Geirs í Englandi og fjölmörg ferða- lög hans þangað urðu til þess, að hann kynntist þar ýms- um ráðamönnum og aflaði sér trausts meðal Breta. Var hann og oft settur enskur ræðismaður um lengri eðb. skemmri tíma, og hafði þau störf með höndum er aðalræðis- maðurinn enski dvaldist erlendis. Hlaut Geir og ýmsar heiðursgjafir og viðurkenningar fyrir störf sín í þágu Eng- lendinga. Á öllum merkum tímamótum í ævi Geirs, var hann heiðraður á ýmsan hátt. Árið 1900, er hann varð sjötugur, skrifaði Björn Jónsson, síðar ráðherra, greinargott ævi- ágrip hans í blaðið „Sunnanfara“, sem hann gaf þá út og stýrði. Þar segir svo meðal annars: „Svo segja kunnugir, að mjög hafi hann látið sér ant um að landsbúar kæmu myndarlega til dyra við útlend- inga. Varla mun og til nokkur útlend ferðasaga af íslandi frá þeim tímum, er eigi minnist hans, og með lofi. Formað- ur var hann fyrir fylgdarliði konimgs vors til Þingvalla og Geysis 1874; gazt konungi vel að honum veitti honum heið- ursmerki dannebrogsmanna og vekur að sögn oft máls um hann síðan, ef einhver landi á tal við hann .... .... Gervilegur vaskleikamaður var Geir Zoéga á yngri árum, og eldist vel. Árvekni og röggsemi, elja og hyggindi hafa gert hann að einhverjum nýtasta manni þessa bæjar- félags og þótt lengra sé leitað. Hann er sjálfsagt og hefur lengi verið einna mestur atvinnuveitandi á landinu. Að baki sér hefur hann langa sæmdarbraut atorku og mann- dáðar, og fram undan ánægjulegt og nytsamt ævikvöld, að vér vonum og óskum, sambæjarmenn hans og samlandar." Geir Zoéga gerðist meðlimur Oddfellowreglunnar í Reykjavík, og átti drjúgan þátt í viðgangi hennar. Þegar hann varð 75 ára, hinn 26. maí 1905, héldu Odd- fellowar honum heiðurssamsæti. Skýrir blaðið ísafold frá samsæti þessu. Þar segir svo: „Veifa var á hverri stöng í bænum allan daginn í gær. Hann (þ. e. G. Z.) er hress og óbilaður á sál og líkama, og sér um sinn mikla útveg og verzlun eins rækilega og ósér- hlífið eins og hann hefur alla tíð gert.“ Á áttræðisafmæli Geirs Zoéga, 26. maí 1910, var honum sýndur margvíslegur heiður. Kom þá hvað gleggst í ljós, hvílíkum vinsældum hann átti að fagna í ættborg sinni, þeirri borg, er hann hafði vaxið með og vaxið hafði með honum. í tilefni af afmælinu var Geirs rækilega minnst í öllum blöðum bæjarins. Þá var honum og haldið einkar veglegt samsæti í Hótel Reykjavík, þar sem húsakynni voru rúmbezt. Sátu hófið 230 manns, karlar og konur, eða svo margir, sem rúmið frekast leyfði. í veizlu þessari gáfu Geir og frú hans rausnarlegar gjaf- ir til heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Fyrri gjöfin var hús- búnaður allur í 10 einbýlisherbergi, svo vandaður sem framast yrði kostur. Hin gjöfin nam 10 þús. kr., og var frá erfingjum Kristjáns Jónssonar læknis, sem þá var nýlega látinn í Clinton í Ameríku. Erfingjar Kristjáns voru þau hjónin Geir Zoéga og frú hans, systir Kristjáns, ennfrem- ur bræður hennar, Sigurjón verzlunarstjóri og séra Hall- dór á Reynivöllum. Blaðið ísafold skýrði rækilega frá samsætinu í Hótel Reykjavík og birti útdrátt úr aðalræðunni, sem þar var haldin. Verður frásögn ísafoldar tekin hér upp orðrétt. Fyrirsögn blaðsins er þessi: Mikils háttar afmœlisfagnaður. Áttrœðisafmœli Geirs Zoéga. Fjölmennasta samsœti í Reykjavík. Síðan kemur frásögn af hófinu, og er hún á þessa leið: „Heiðursborgari mundi hann hafa kjörinn verið á átt- ræðisafmæli sínu, 26. þ. m., hefði ekki verið búið að því áður, fyrir löngu, svo fremi til væri í lögum eða bæjar- samþykktum heimild fyrir þeim sæmdarvotti. Framh.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.