Akranes - 01.01.1949, Qupperneq 5
Vistmaður frá gömlu Grund skoðaði
nýja húsið, og sagði svo, er heim kom:
„Húsið er reisulegt og fjarska fínt, en ég
tók samt eftir slæmum galla á húsinu, það
er nærri ómögulegt að rata þar út.“ —
Það eru samt fernar dyr á húsinu. —
Gömul kona gekk um húsið og sagði:
„Þetta er a'llt ljómandi fallegt. En hvar
eigum við að vera?“
Hún var alveg orðlaus, þegar henni var
sagt að hún mætti kjósa sér herbergi þar
sem hún stóð.
Annars voru það fleiri, en gamlir ein-
stæðingar, sem töluðu um hvað húsið væri
fínt — „óþarflega fínt,“ — „of mikið i
það horið“ o. s. frv..
En vér litum svo á, að það væri bein-
línis skylda vor gagnvart höfuðstaðar-
búum og ailri þjóðinni að vanda þetta
hús svo sem kostur væri á„ svo að húsa-
kynnin þættu viðunandi um langan aldur,
þótt kröfur manna í þeim efnum vaxi.
„Það á að vera til fyrirmyndar öðrum,
sem reisa Eliiheimili, og landinu til sóma
út á við,“ sögðum vér. —
Fyrir fáum árum gekk ég um Elii-
heimilið með þýzkum blaðamanni. Hann
tók vel eftir öllu, en sagði svo fátt að
ég spurði hann: „Hvað ætlið þér að skrifa
um þetta hús, þegar heim kemur?“
„Ekkert,“ svaraði hann.
Mér þótti svaraði undarlegt, og spurði:
„Hvers vegna?“
„Af því að það trúa því engir heima,
að svona Elliheimili sé til á íslandi,“ svar-
aði Þjóðverjinn.
Húsið var vígt 28. september 1930 að
viðstöddu fjölmenni. Vistmenn voru þá
orðnir 56.
Víxluræðuna flutti sr. Bjarni Jónsson,
aðrir ræðumenn voru Guðm. Björnsson
landlæknir, sr. Ólafur fríkirkjuprestur o.
a.
Forsætisráðherrafrú Anna Klemens-
dóttir festi „grunnsteininn,“ en í hann var
lagt langt skjal til fróðleiks seinni-tíma-
tnönnum. Það endaði á þessa leið:
Sigurður Guðmundsson byggingameist-
ari gerði teikningar að þessu húsi og hafði
yfirumsjón verksins.
Fulltrúar hans við umsjónina voru:
Guðmundur Guðjónsson verkfræðingur,
Flosi Sigurðsson trésmiðameistari,
Agúst Pálsson arkitekt,
Sigurður Ólafsson verkfræðingur.
Húsasmíðið sjálft skiptist svo:
Ólafur Th. Guðmundsson trésmíða-
meistari lét steypa allt húsið og koma því
undir þak.
Bergsteinn Jóhannesson múrarameist-
ari annaðist múrsléttun.
Benedikt Gröndal verkfræðingur gerði
teikningar að öllum pípulögnum og véla-
utbúnaði; en Óskar Schmidt framkvæmdi
verkið.
Nikulás Friðriksson rafvirki gerði teikn-
ingar að allri raflögn, en Júlíus Björnsson
raffræðingur annaðist verkið.
Árni Jónsson, Guðm. Hjörleifsson og
Magnús Jónsson trésmíðameistarar önn-
uðust trésmíðið.
Albert Erlingsson og Óskar Jóhannsson
málarameistarar önnuðust alla málningu.
Haraldur Árnason kaupmaður útvegaði
alla innanstokksmuni í húsið.
Allir þessir menn og aðrir þeir, sem að
húsinu hafa unnið, eiga þakkir skilið fyrir
alla alúð og trúmennsku við störf sín.
Dásamleg handleiðsla Drottins og traust
og velvild góðra manna hafa fylgt þessari
stofnun frá upphafi, og bæn vor er og von
að svo verði framvegis, svo að fjölmörg
þreytt gamalmenni geti hlotið ánægja-
legt æfikvöld í þessu húsi.“------
Við vígsluna voru m. a. sungin þessi
erindi eftir Þorstein Gíslason rithöfund:
Vér biðjum þig, Drottinn, að blessa vorn rann,
að blessa hér starf vort og sérhvem þann mann,
sem hvíldir og skjól liér í ellinni á.
Vor algóði faðirinn, vertu þeim hjá.
Þeim unga svo langt fram til ellinnar finnst;
hann orðinn er gamall þá varir hann minnst.
Vér skiljum það síðast, að ævi vor er
sem augnablik hverfandi, Drottinn, hjá þér.
Þeim gömlu, þeim lúnu, sem leita hér inn
frá lífsstriði, opnaðu helgidóm þinn
og ljósin liin eilifu láttu þá sjá,
sem lýsa ein jarðnesku vegunum frá.“
Takmarkinu náS, en erfiSleikarnir aldrei
meiri.
Hér hafið þið nú fengið greinagott yfir-
lit yfir aðdraganda, stofnun og starfrækslu
Elliheimilisins Grund, til þessa, er lokið
var við byggingu hins nýja húss við Hring-
braut.
Allt þetta er þrekvirki kjarkmikilla
dáðadrengja. Hugsjónamanna, sem oft
telfdu djarft vegna trúnaðar við þetta
mikla nauðsynjamál, og vegna trausts á
hjálp frá Drottni, ög styrk frá góðum
mönnum. Enda voru víst ýmsir, sem álitu
þetta allt vera glæfrafyrirtæki, þar sem
allt færi á hausinn, og yrði aldrei þeim til
gagns, sem ættu og þyrftu að njóta.
Húsið kostaði fullbúið rúmar /00 000
krónur.; það voru miklir peningar þá.
Færri úrræði heldur en nú. Enda þótt
sæmilegt árferði væri og sæmileg afkoma
landsmanna yfirleitt áður, og meðan bygg-
ing hins mikla húss stóð yfir, breyttist það
mjög í þann mund, er húsið var fullgert
1930. Því að allur áratugurinn fram að
síðasta striði var samfellt og sannkallað
neyðartímabil, að því er tók til afurða-
sölu landsmanna og þá raunverulegrar
afkomu einstaklinga og þjóðarheildar.
Þetta bitnaði vitanlega hart á þessu mikla
fyrirtæki, sem náttúrlega hafði reist sér
hurðarás um öxl, en um fjárhagslega af-
komu gat ekki hugsað til að láta reksturinn
bera sig af árgjöldum vistmanna. Nokkru
síðar en húsið var fullbyggt dó fyrsti for-
stöðumaður heimilisins, Haraldur Sigurðs •
son. Ágætur maður, sem gegndi starfinu
sem væri það köllun. Samvizkusamur
maður og vel liðinn af ölltun.
Af framansögðu er því ljóst, að hagur
þessa fyrsta, mikla Elliheimilis á Islandi
stóð höllum fæti. Það var þvi ekki heigl-
um hent að taka að sér forystu og fram-
kvæmdastjórn á þessu stóra heimili. En
stjórn heimilisins var ekki heillum horfin
um val eftirmanns Haraldar Sigurðssonar,
er hann lézt í okt. 1934.
Fyrir valinu varð Gisli Sigurbjörnsson,
frá Ási, sem verið hefur framkvæmda-
stjóri Elliheimilisins og er enn.
Út úr öllum erfiSleikum
Gisli tók við forstjórastöðunni i októ-
ber 1934. Eins og hér var sagt var efna-
hagurinn bágborinn og við mikla erfið-
leika að etja, í þesu févana fyrirtæki frá
upphafi. Þurfti Gisli þvi mjög að halda
á hugkvæmni, atorku og lánstrausti til
þess að sigrast á erfiðleiktmum, því frem-
ur, sem almenn vandræði i allri fram-
leiðslu og rekstri héldu enn áfram, eins og
áður er sagt. Þegar Gísli tók við, fór rúm-
lega 16% af heildartekjum heimilisins í
vexti eina, en nú fer ekki nema rúmlega
2% af tekjunum til þeirra hluta. Það er
ljóst, en litið dæmi um aðstöðmnun, að því
er rekstur fyrirtækisins snertir þá og nú.
Síðan er þó búið að byggja á lóð Elliheim-
ilisins starfsmannahús fyrir 1.100.00
krónur.
Svona heimili þarf mikilla muua við,
og skiptir miklu máli að hyggilega sé rek-
ið. Gísli lét þegar taka upp allmikla garð-
rækt fyrir heimilið. Einnig svinarækt, til
þess að fullnýta matarleyfar og allan úr-
gang. Að sjálfsögðu hafði heimilið frá
upphafi sitt eigið þvottahús, aðeins pó fyr-
ir heimilið sjálft. Gisli lét þá umbæta og;
stækka þvottahúsið, svo að það gæti tekið
að sér þvott fyrir almenning, og græddist
nokkuð á því.
Þá var hafinn allverulegur búskapur.
Voru þrjár jarðir hafðar undir. Lauga-
nes, Undraland og Kirkjuból. Þennan bú-
skap varð síðar að leggja niður, þvi að allt
þetta land er nú komið undir byggingai .
Hefur Gísli nú til athugunar, hvar bera
eigi niður til búskapar á ný, því að hann
telur það sjálfsagt, og eigi að vera mögu-
legt að reka bú með góðum árangri.
1 kringum Elliheimilið við Hringbraut
er dálítil lóð. Er mikil fyriimynd að sjá,
hvernig hún er um gengin og nytjuð, til
yndis og afraksturs. Enda segir Gísli, að
hann græði beint á ræktun hennar fyrir
utan yndisaukann, sem sumarskrúð henn-
ákranes
5