Akranes - 01.01.1949, Side 7

Akranes - 01.01.1949, Side 7
V erkstjórasonurinn úr Vogunum 85 ára Að vonum hefur margt drifið á dagana hjá 85 ára gömlum manni. Ekki sízt þeim, sem frá barnæsku og fram á miðjan aldur lifðk mörg sultarár fátæktar, framtaks- leysis og erfiðleika á öllum sviðum. Því að enda þótt vor væri komið í loftið mjak- aðist allt hægt til verulegra iframfara. Sá, sem fæddur er 1864, hefur þvi lifað t\enna tímana. Fátækt, fábreytni og fé- leysi yngri áranna. Bjartari daga og batn- andi horfur um miðbik ævinnar og hina miklu gjörbyltingu síðustu ára. Er alveg sama hvert litið er. Um húsakost og hí- býlaprýði eða aðrar byggingar. Um skipa- stól og veiðitækni. Um ræktun alla, skóla o. fl. o. fl. Á barndómsskeiði þessara manna var það mjög takmarkað, sem hægt var að veita sér, enda kröfurnar litlar a. m. k. til annarra um annað en stöðuga vinnuþrælkun. Hér á Akranesi er gamall maður, sem lifað hefur hina hægu þróun, og verið áhorfandi að hinum stórvirku athöfnum og miklu framförum. Ekki hafa sultarárin drepið hans andlegu heilsu, Jiví að enn fylgist hann af áhuga með öllu því, sem til framfara horfir og leggur því lið í orði. Hann er greindur maður og góð- gjarn og langar til að mönnunum og við- fangsefnum þeirra miði með hverri kyn- slóð nokkuð á leið. Þessi maður er Guðmundur Gunnars- son, lengi búandi á Steinsstöðum hér í bæ. Ekki mun hann fylla margar siður í Islendingasögu sinnar samtíðar, fremur en margir okkar hinna. En hann er einn þeirra manna, sem á hinum miklu fram- faratimum þessa langa tímabils, hefur unnið að hinum margvíslegustu nytja- verkum þessarar miklu þróunar og er þannig Jiátttakandi í skapandi mætti hennar ásamt mörgum samferðamönnum, sem í sameiningu hafa bylt hér mörgu til batnaðar. TJm œtt og uppruna: Guðmundui Gunnarsson er fæddur í Bakkabæ, rýrðarkoti hér í Vogunum, 26. febrúar 1864. Sama árið og löggiltur er verzlunarstaður á Akranesi. Hann er sonur Gunnars bónda Jiar, Guðmunds- sonar frá Innstavogi. Kona Gunnars og móðir Guðmundar var Valgerður Egg- ertsdóttir, ættuð úr Hrútafirði. Foreldrar Gunnars bónda í Bakkabæ voru: Guðmundur Jónsson, lengi bóndi í Innstavogi og kona hans, Guðrún Gunn- arsdóttir, liklega ættuð sunnan úr Kjós. Þau eru komiri að Innstavogi 1826 og búa þar lengi í tvíbýli. Þau búa allan sinn búskap í Innstavogi og deyja Jiar. Guðmundur dó g. júlí 1859, þá talinn 68 ára að aldri, en Gúðrún 28. apríl 1870 og er Jiá talin 72. ára gömul. Þau hjón áttu mikinn ifjölda barna, Jrar á meðal Gunnar, föður Guðmundar á Steinsstöð- um, Guðmund skáld, bónda í Innstavogi eftir foreldra sina, Guðrúnu, móður Guð- mundar heitins á Sólvangi, og Högna í Garðaseli, sem margir gamlir Akurnes- ingar kannast við. Guðmundur yngri er orðinn bóndi í Innstavogi 1864, og var þá talinn 33 ára. Móðir hans var þá bústýra hjá honum. Seinna kvæntist Guðmundur konu þeirri. er Jórunn hét. Mun hún hafa verið ættuð úr Norðurárdal. Þau áttu ekki börn. Guð- mundur varð ekki langlífur, hann drukkn- aði á Reykjavíkurhöfn, hinn g. september 1867. Guðmundur var talinn efnilegur, ágætur smiður og gott skáld. Þau Innstavogshjón, Guðmundur og Guðrún Gunnarsdóttir, munu hafa átt 13 börn, en flest þeirra dóu ung. Frá rýrSarkoti til höfuSbóls. Um tíma var tvíbýli i Bakkaba'. Þegar Gunnar kemur á kotið býr þar Kaprasíus, faðir Sigríðai, konu Tómásar Zoega á Bræðraparti. Af Jieirra kynnum tókst svo mikil vinátta með þessu fólki, að Gunnar lét einn son sinna heita eftir Kaprasíusi þessum. Gunnar keypti Bakkabæ af Kaprasíusi og bjó Jiar lengi. Ekki var fén- aðurinn mikill, venjulega ein kýr, tuttugu kindur og einn til tveir hestar. En hann átti skip og bát og hélt uppi róðrum þegar mátti. Þá áttu margir skip og báta i Vog- unum og reru þaðan að staðaldri. Gúnnar í Bakkabæ mun hafa verið greindur maður og duglegur. Var hann mörg ár í hreppsnefnd. Hann var verk- stjóri við fyrstu vegalagninguna í Vog- unum, svo kallaða Höfðabrú. Verður ein- hvern tíma síðar sagt nánar frá því hér i blaðinu. Frá Bakkaba* fluttist Gunnar að stór- býlinu Görðum og var þar í fjögur ár og flutti þaðan að Kjalardal með sextíu sauði, fimmtiu a>r, fjörutíu gemlinga og fimm hross. Gunnar andaðist í Kjalardal 10. mai 1895. Börn Gunnars og Valgerðar i Bakkabæ voru þessi: Fyrrnefndur Guð- mundur á Steinstöðum, Gunnar bóndi i Vik og viðar, og fyrrnefndur Kaprasíus, sem ýmsir Akurnesingar kannast við. / einni sæng meS Gunnhildi IjósmóSur Þegar Guðmundur Gunnarsson var tíu ára gamall, var honum komið í skóla, sem þá var starfræktur á Bakka. Kennarinn var Þórður Grímsson, ættaður frá Kópa- reykjum í Reykholtsdal. Hann var vel geifinn maður, en um of drykkfeldur. Hann var um skeið skrifari Thoroddsens sýslumanns á Leirá. Guðmundur hafði vetursetu á Bakka skólaárið. Það var margt um manninn á Bakka og oft mikil gestanauð,því að þá var enn ekkert hótel hér, en þó nokkur umferð, fyrir utan viðlegu sjómanna. Einn dag, þegar margt var þar um nætur- gesti, kemur Gunnhildur ljósmóðir að máli við Guðmund og segir: „Þú verður nú vst að sætta Jiig við það, Gvendur minn, að sofa hjá mér í nótt.“ Ekkert sagði Guð- mundur við Jivi, og varð svo. Þegar Gunn hildur er háttuð, snýr hún sér að Guð- mundi, Jiuklar um höfuð hans og herðar og segir: „Ekki ert þú aldeilis feigur, drengur minn. Gamall verður þú, og færð ýmislegt misjafnt að reyna á sjó og landi, en fæzt af þvi mun skaða þig".“ Guðmundi finnsl nú, að einkennilega vel hafi spá- dómur ljósmóðurinnar alkunnu gengið eftir. Einhverju sinni sagði Gunnhildur Guð- mundi eftirfarandi sögu: Eins og þá gerðist var Guðmundur skírður eftir örfáa daga. Komu þau hjón Gunnhildur og Einar Þorvarðarson þá að Bakkabæ. Á leiðinni ofaneftir hefur Gunnhildur orð á því, hve urðin sé mikil og vegurinn vondur. (Ef til vill hefur nú veðrið verið vont, svona að vetrarlagi.) Þá segir Einar: „Það þarf nú vist ekki lengi að troða Jiessar slóðir.“ Gunnhildur spjn. hvað hann meini með þessu svari, en ekki vildi hann láta neitt uppi um það. Eftir nokkra daga, hinn 5. marz 1864, fórst Einar við 11. mann, Jiar með tvö börn þeirra Gunnhildar. BóSiS í framhaldsskóla. Um og eftir fermingu var Guðmundur sex ár hjá Þórði prófasti Þórðarsyni í A K R A N E S 7

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.