Akranes - 01.01.1949, Page 11
Akranesi hjá Guðmundi Ottesen kaup-
manni og konu hans Elisabetu Gunnlaugs-
dóttur, og hjá þeim var mamma á meðan
hún dvaldist á Akranesi. Bjöin læknir
skar nú bæði augun upp. Ekki svæfði
hann hana á meðan, en dreypti meðali
í augun, sem deyfði svo tilfinninguna, að
hún kveinkaði sér varla; líka sagði hún,
að hugsunin hefði orðið sljórri. Þegar
búið var að skera upp annað augað, bar
læknirinn höndina fyrir augað, til þess
að vita hvort hún sæi. Þá sá hún hönd
læknisins í svo dýrðlegum bláma, að hún
sagðist ekki hafa búast við að sjá slikan
lit í þessu lífi. Að lokinni aðgerðinni bjó
læknirinn um augun og vafði þar um
margföldum dúki, siðan leiddi hann hana
up stiga og inn í loftherbergi, þar sem
hún átti að liggja. Gluggi var á loftgang-
inum, og þrátt fyrir þessar umbúðir varð
hún þess vör,. að einhver gekk fyrir glugg-
ann og skyggði á hann. Hún átti að liggja
í tólf daga hreyfingarlaus áður en tekið
væri frá augunum.
Nú víkur sögunni heim. Við vissum
ekki hvenær faðir okkar kæmi heim aftur.
Hann ráðgerði jafnvel, ef lækningin tæki
stuttan tíma, að bregða sér til Reykjavíkur,
en hann hvarf frá því og kom tafarlaust
heim.
Þá var það einn morgunn, að ég var
stödd úti á hlaði. Kallaði þá til mín maður,
sem var að slá þar nærri, að fólk kæmi
framan holt. Mér var litið fram á holtin
og þekkti menn og hesta og bað guð að
hjálpa mér; ég hélt að mamma væri að
koma heim jafnnær. En þegar ég aðgætti
betur, sá ég að mömmu vantaði og þá
létti mér fyrir brjósti. Svo komu fréttirn-
ar; aðgerðinni var lokið og læknirinn taldi,
að hún heifði tekizt vel.
Eftir tólf daga tók læknirinn umbúð-
irnar frá augunum á mömmu. Fyrst í
stað sá hún allt í þoku, því að hún gat ekki
fengið fullkomin gleraugu. Þá varð að
panta öll gleraugu frá útlöndum; hér voru
engar gleraugnaverzlanir. Til þess að
bjarga þessu við, batt læknirinn saman
tvenn venjuleg gleraugu og með þau gat
hún gengið daglega, en hvorki lesið eða
séð neitt nákvæmlega.
Þegar hún fór að horfa í kringum sig
og ganga um húsið hjá Birni lækni, þá
kannaðist hún við allt. Þarna var komið
húsið, sem hana hafði dreymt svo oft,
og græna flötin var túnið hans Hallgríms
í Guðrúnarkoti. Þegar hún kom fyrst
ofan í stofuna, þá var þar á borðinu
pappastokkur með línsterkju, með stóru
letri á lokinu; þetta voru fyrstu bókstaf-
irnir, sem mamma sá eftir allan þennan
árafjölda, og hafði hún hinar mestu mæt-
ur á þessum stokkum upp frá því.
Sveinn Guðmundsson, hreppstjóri á
Akranesi, heimsótti eitt sinn mömmu
meðan hún var þar. Hann hafði verið um
skeið vetrarmaður á Borðeyri og var þá
eitt sinn í kaupavinnu hjá foreldrum mín-
um. Hann kvaðst hafa verið þar i hálfan
mánuð án þess að hafa hugmynd um að
móðir mín væri blind. Það sagði Björn
læknir að sér þætti einkennilegt, að hafa
ekki veitt þvi eftirtekt fyrri, að það fór
fyrir fleirum sem Sveini.
Nú komu fyrstu fréttirnar heim með
brófi frá Páli prófasti Ólafssyni á Prest-
bakka. Hann sat þá á alþingi, var þing-
maður Strandamanna. Einn sunnudag
var öllum þingmönnum boðið með nýja
flóabátnum „Faxa“ upp á Akranes, og þá
heimsótti séra Páll mömmu og skrifaði
pabba með fyrstu ferð, að hún væri komin
á fætur og væri nú sjáandi. Nokkru síðar
kom bréf frá lækninum; kvað hann þá
óhætt að sækja hana. Þá var aftur lagt af
stað; var þá komið fram í ágústmánuð. Á
heimleiðinni varð mamma að binda fyrir
augun alla leið; taldi læknirinn það nauð-
synlegt, því enn væru augun nokkuð veik
fyrir.
Svo var það einn morgun, að Gunna
fóstra okkar og fóstursystir mömmu vakti
máls á því við okkur, að gaman væri að
fá súkkulaði og eitthvað fleira smávegis
áður en mamma kæmi heim, þar sem
hún drykki aldrei ka'ffi. Eg var svo hepp-
inn, að kona hafði gefið mér eina krónu
og annar maður fimmtíu aura. Með þetta
var farið í kaupstaðinn, á Borðeyri. Þá
var hægt að fá talsvert fyrir eina krónu
og fimmtíu aura.
Mikið var um að vera hjá okkur börn-
unum, þegar mamma og pabbi komu
sunnan holtin. Eg kom út á hlað. Þá var
mamma að heilsa Jónu, hún var þá á
fjórða ári. Gunna fóstra liélt á henni á
handleggnum. Mér fannst mamma vera
allt of lengi að heilsa Jónu og tala við
hana; svo sneri hún sér að mér og sagði:
„Er þetta Ranka, eða er þetta Imba?“ Eg
sagði til mín. Elztu börnin þekkti mamma;
þau hafði hún séð, en við Imba vorum
á svo líku reki og okkur yngri börnin
fimm hafði hún ekki séð fyrri, en rödd
okkar allra þekkti hún.
Svo var farið inn í baðstofu og þar fór
mamma að taka upp ýmislegt, sem hún
hafði keypt á Borðeyri til þess að gefa
okkur. Meðal annars voru fingibjargir,
sem hún gaf okkur yngri systrunum. Þær
voru steindar innan, bleikar eða ljós-
bláar, og þótti okkur þær fallegar. Þær
voru í litlum, smáhólfuðum pappastokk
með glerloki og féll stokkurinn í minn
hlut og þennan stokk á ég enn. Ekki var
okkur sagt að fara neitt rit aftur, við
fengum að vera i kringum mömmu. Þetta
var hátiðakvöld. Yngstu börnin tvö sett-
ust hjá lienni. Hanna sagði: „Eg skal
segja þér fallegustu sögrma, sem ég kann.“
Hún sagði: „Eg skal syngja fyrir þig
fallegasta lagið sem ég kann.“
Þegar leið á kvöldið varð mér reikað
norður fyrir skemmuvegg; þá var komið
sólarlag og „heiðrík aftankyrrð.“ Barns-
hugurinn var svo gagntekinn aif lofgjörð
og þakklæti eftir dásemdir þessa dags, og
þarna í kyrrðinni og einverunni varð hann
að tjá sig i orðum. Sjálfsagt hefur það
verið barnalegt, en það kom frá hjartanu.
Svo fór ég suður fyrir bæ; þar voru pilt-
arnir með hestana, voru að laga járnin
eftir ferðina. Hjá þeim var næturgestur,
Halldór Bjarnason, afi Halldórs Helga-
sonar skálds. Hann smíðaði ibúðarhúsið í
Bæ 1886 og kom i kynnisför norður á
hverju ári eftir það og var aufúsugestur
hinn mesti, en nú var hann að missa
sjónina. „Þú ættir að hitta þennan lækni,
Halldór,“ sagði einn piltanna. „Eg hef gert
það,“ sagði Halldór, „en hann vildi mig
ekki, sá skra. . ti, hann gat ekkert hjálp-
að mér.“ Mér fannst skugga bregða yfir
þetta bjarta kvöld, því ag ég kenndi svo i
brjósti um þennan góða mann og ég var
svo barnaleg, að ég þoldi varla að hann
skyldi segja „sá skra. ,ti“ um manninn,
sem læknaði mömmu.
Morguninn eftir voru pabbi og mamma
að skoða sig um utanbæjar og eltum við
krakkarnir þau í halarófu. „Varaðu þig
að reka þig ekki á,“ sögðum við af göml-
um vana, ef mamma fór inn um lágar
dyr. „Þau muna ekki að nú sé ég,“ sagði
mamma. Svo fóru þau út að Bæ að heilsa
.frændum og vinum, en áður var drukkið
hátíðakaffi með pönnukökum og jólaköku,
og þótti okkur það veizla í þá daga.
Litlu siðar kom séra Páll af þingi og
messaði á báðum kirkjunum sama daginn,
fyrst á Stað og svo á Prestbakka. Þá fóru
foreldrar mínir til kirkju með sumt af
yngstu börnunum. Það voru mikil við-
brigði að sjá mömmu ganga rösklega að
því að ferðbúa sjálfa sig og aðra. Eg man,
þegar hún var að fara á bak; nú þunfti
ekki að hjálpa henni og leiða hana að
hestinum.
Þegar mamma kom að sunnan, mættu
þau á Borðeyri séra Þorvaldi á Melstað
og konu hans. Þau voru að fara með Böð-
var son sinn, þá barn að aldri, til lækn-
inga vestur að Hvammsdal til Magnúsar
Guðlaugssonar hómópata. I þeirri ferð
komu þau að Skarði á Skarðsströnd. Þar
var séra Jónas Guðmundsson, áður á
Staðarhrauni, og var þá orðinn blindur.
Þau sögðu þar fréttirnar af mömmu; var
þá brugðið við og farið með séra Jónas
suður á Akranes og fékk hann fulla sjón.
Nokkrum misserum síðar hitti séra
Þorvaldur mömmu og sagði þá við hana:
„Þér voruð einu sinni veðurspáin mín.
Þegar þér komuð af Akranesi og við liitt-
umst á Borðeyri, þá var ég þar með Böðvar
minn dauðvona. Þegar Finnur kom þarna
á móti mér sigri hrósandi, þá liugsaði ég,
að þetta skyldi ég hafa til marks, að mín
11
AKRANES